Pólítíkin fer oft skrýtnar leiðir

Eins og lesa má í viðtengdri frétt sagði forsætiráðherra Eistlands af sér fyrir skömmu. 

Spillingarmál tengd flokki hans Miðflokknum (Keskerakond), en fjármálaspilling hefur reyndar loðað við í áratugi, urðu til þess að ríkisstjórn sú sem flokkurinn og Ratas leiddi er á útleið.

Þegar er unnið að myndun nýrrar ríkistjórnar og er talið ólíklegt að boðað verði til kosninga.

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Umbótaflokkurinn (Reformierakond) leiðir þær viðræður og hver skyldi nú vera flokkurinn sem hann kýs að ræða við?

Jú, enginn annar en Miðflokkurinn, þar sem forvarsmenn eru til rannsóknar hjá lögreglu vegna spillingarmála sem varð til þess að forsætisráðherra sagði af sér.

Talið er afar líklegt að flokkarnir tveir nái saman um að mynda ríkisstjórn.

Óvíst er þó hvort að Ratas verði ráðherra, jafnvel talið ólíklegt en getgátur eru um að hann taki við embætti forseta þingsins í marsmánuði.

Leiðirnar eru oft skrýtnar í pólítíkinni.

P.S. Í örstuttu máli má segja að málið sem til rannsóknar er, snúist um u.þ.b. 40 milljón euroa lán til byggingarfyrirtækis frá sjóði á vegum hins opinbera. 

Faðir framkvæmdastjóra fyrirtækisins er svo sagður hafa lofað Miðflokknum 1. milljón euroa framlagi, gengi lánið eftir.

En rétt er að hafa í huga að málið er til rannsóknar og enginn dómur hefur fallið.

Faðir framkvæmdastjóra byggingarfyritækisins, Hillar Tedar, hefur um langt árabil verið umsvifamikill í stuðningi við stjórnmálaflokka í Eistlandi og hefur Umbótaflokkurinn hlotið frá honum hæstu upphæðirnar.

 

 

 

 

 


mbl.is Forsætisráðherra Eistlands segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband