Afturhaldssamir kerfisflokkar sem allir vilja starfa með?

Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með orðræðunni í Íslenskum stjórnmálum undanfarna daga.

Viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks hafa sannarlega hrist upp í "flórunni", eða ætti að segja "flórnum"?

Það sem mér finnst hvað merkilegast er að þeir flokkar sem heitast þrá að starfa með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum virðast telja það vænlegast til árangurs að lýsa því yfir að flokkarni tveir séu staðnaðir kerfisflokkar, sem ólíklegt sé að mörgum góðum hlutum í verk í ríkisstjórn.

Orðið Framsóknarflokkur er notað eins og háðs- eða skammaryrði, sbr. "Framsóknarflokkarnir þrír".

Sjálfsagt telja þeir að þetta sé það besta sem þeir hafa fram að færa til að líta út sem ákjósanlegir samstarfsflokkar.

Svo er það Sjálfstæðisflokkurinn sem margir úr Samfylkingunni hafa keppst við að lýsa sem "harðsvíruðum frjálshyggjuflokki" undanfarin ár, er nú orðinn að afturhaldssömum "Framsóknarflokki"

Það má svo velta því fyrir sér að þetta eru þeir flokkar sem keppast við að lýsa því yfir að þeir vilji ný vinnubrögð í stjórnmálum og á góðum stundum tala þeir jafnvel um að orðræðan þurfi að batna.

Það er þetta með gamalt vín á nýjum belgjum.

Það er hins vegar möguleiki á að samstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna byggi nýjar brýr í Íslenskri pólítík og geti stuðlað að langvarandi breytingum.

En það kemur allt í ljós, ef við fáum að sjá stjórnarsáttmála og samstarfið þróast.


mbl.is Þrá að spritta sig með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er að vona að það verði ekkert úr neinu þarna hjá þeim.

Í mínum augum eru þetta mestallt bjánar.

"Svo er það Sjálfstæðisflokkurinn sem margir úr Samfylkingunni hafa keppst við að lýsa sem "harðsvíruðum frjálshyggjuflokki" undanfarin ár, "

Mikið vildi ég að Samfóistar hefðu rétt fyrir sér með það.  Sýnist að svo sé ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.11.2017 kl. 16:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Maður dettur í doða eftir síðasta "skuespil"fer yfir atburðarásina frá hruni og einbínir á hlutgerða skaðvaldinn og óskar honum norður og niður. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2017 kl. 17:44

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta gæti orðið hin ágætasta ríkisstjórn, sérstaklega ef hún hugar að hlutskipti öryrkja og aldraðra - þeirra sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Ég held líka að það auki líkurnar á að vel gangi að hafa þarna Katrínu og Sigurð Inga. Þetta virðist vera skynsamt fólk. Kannski Bjarni læri af þeim.

Kristján G. Arngrímsson, 21.11.2017 kl. 19:25

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur  Þakka þér fyrir þetta. Ég er sammála því að Ísland mætti við meiri frjálshyggju/frjálslyndi. En ég veit í sjálfu sér ekki hvort að við megum eiga von á slíku frá Sjálfstæðisflokknum, og ef ekki honum, þá hverjum?

@Helga Þakka þér fyrir þetta, jafnvel þó að ég viti ekki alveg hvert þú ert að fara.

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Ef vel tekst til held ég að þetta geti orðið góð ríkisstjórn. Ég held að ef vel tekst til geti hún orðið bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum til heilla, jafnvel Framsóknarflokknum líka.

Það sem Vinstri græn geta t.d. unnið með slíkri ríkisstjórn, er að losna við að Samfylkingin geti hagað sér eins og "hliðvörður" og í raun ákveðið hvort að Vinstri græn séu í ríkisstjórn eður ei.

Sjálfstæðisflokkurinn festir sig svo í sessi sem flokkur sem getur unnið með öllum, þvert á hið pólítíska litróf.

Auðvitað verða málamiðlanir, pólítík snýst ekki hvað síst um það. Það er margt sem þarf að taka á í Íslensku samfélagi, en líklega er það brýnasta að halda áfram að greiða niður skuldir. Enn eyðir Íslenska ríkið hærri upphæð í vaxtagreiðslur en samgöngumál, ef ég hef skilið rétt.

Ef hugsa á til framtíðar, verður að hafa það í huga.

G. Tómas Gunnarsson, 24.11.2017 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband