Kattarþvottur Pírata

Persónulega finnst mér þessi skýring Björns Leví ekki merkileg, frekar svona kattarþvottur. Ég veit ekki um neinn þingmann, fyrr eða síðar sem hefur talið sig þurfa að styðja öll mál ríkisstjórnar skilyrðislaust, þó að hann hafi talist til stjórnarmeirihluta.

Enda eru alþingismenn ekki bundnir neinu nema sannfæringu sinni.  Þannig hefur það alltaf verið.

En auðvitað hafa margir alþingismenn "spilað með liðinu", eins og það var kallað í eina tíð.

Enda er auðvelt að rökstyðja það, að það kunni að vera betra að styðja eitt og eitt mál sem er ef til vill þungt á samviskunni, frekar en að fella ríkisstjórn.

Líf ríkisstjórnar er þá talið vega þyngra á hagsmunavogarskál almennings en eitt einstakt mál, sem ef til vill er þingmanni ekki að skapi.

Þannig hafa málin líklega alltaf gerst á Alþingi og í raun ekkert út á það að setja.  Stundum þarf að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.  Slíkt er partur af stjórnmálum.

En allar tilraunir Björns Leví til að færa þetta í "orðskrúð" eru í raun til lítils, ef eitthvert mál er samþykkt með 32 atkvæðum hugsanlegrar ríkisstjórnar V,S.Bog P, gegn 31 atkvæði stjórnarandstöðu, er sá meirihluti sem stendur að baki samþykktinni með minnihluta atkvæða að baki sér.  En samt fyllilega löglega og lýðræðislega að málinu staðið, alla vegna að mínu mati.

Rétt eins og var í tíð fráfarandi ríkisstjórnar sem Birni fannst siðlaust.

En Björn sannar það enn að útsýnið er öðruvísi verandi í stjórnarandstöðu, eða styðja ríkisstjórn.

En það er heldur ekkert nýtt.

P.S. Þessi útskýring Björns hefur ábyggilega þótt merkileg austur í Hrunamannahreppi í dag og allir andað léttar yfir því að Píratar séu eftir allt saman enn prinsipmenn, þó í orðskrúði sé.

 

 


mbl.is Styddi ekki öll mál skilyrðislaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband