Ekkert að marka Pírata? Engin prinsip?

Þetta er að mörgu leyti merkileg frétt. Því miður þykir mér hún að ýmsu leyti lýsandi fyrir Pírata, sem svo oft kjósa að tala eins og þeir tali ofan af einhverri "siðferðislegri hæð".

Slíkt reynist mörgum auðvelt þegar aldrei hefur reynt á eitt né neitt.

Það hafa margir stjórnmálamenn komist að því að það er auðveldara að tala digurbarkalega í stjórnarandstöðu, en þegar í ríkisstjórn er komið eða hillir undir það.

Ef til vill kynnast Píratar þeim sannleik nú.

Hvort að þeir muni svo þegar á hólminn er komið gefa eftir hvað varðar upptöku nýrrar stjórnarskrár óbreyttrar á eftir að koma í ljós.

Ég held að sú eftirgjöf yrði bæði Pírötum og þjóðinni til heilla. Ef til vill ekki Pírötum hvað varðar stuðning, en yrði þeim ef til vill þörf lexía á hinni pólítísku þroskabraut.

Slíkt yrði svo Íslendingum til heilla, svokölluð "win - win" uppákoma.

En ef til vill reyna Píratar að sníða slíkum "forneskju aðförum" ný klæði.  Það gæti verið skemmtilegt að fylgjast með því.

 

 

 

 


mbl.is Verður þetta minnihlutastjórn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Birgitta átti aldrei í vandræðum með að snúa orðum sínum á hvolf enda leyfðu fjölmiðlar henni að komast upp með það. Verður forvitilegt að sjá hvort Björn Leví kemst upp með sömu kúnstir.

Ragnhildur Kolka, 3.11.2017 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband