Eru "verðlaun" rétta leiðin til þess að auka kjörsókn?

Sú nýlunda var fyrir þessar kosningar að þeir sem kusu áttu þess kost að sækja ókeypis tónleika. Margir hafa orðið til þess að fagna þessu framtaki, en ég verð að viðurkenna að ég er dulítið efins um að það sé rétta skrefið.

Er rétt að koma því inn (sérstaklega hjá ungu fólki) að það eigi rétt á sérstakri umbun eða skemmtun fyrir það eitt að mæta á kjörstað?

Er "me kynslóðin" eins og hún er stundum kölluð þannig stemmd, að henni finnist ekki ástæða til þess að taka þátt í kosningum nema að hún sé "verðlaunuð" fyrir með gjöfum?

Svona eins og þegar mamma og pabbi gefa "krúttinu" nammi þegar það stendur sig vel.

Mér finnst þetta röng þróun og hún vekur hjá mér margar spurningar.

Sú mikilvægasta er líklega: Hver borgar kostnaðinn? Hver greiddi kostnaðinn við tónleikana?

Annað nýmæli fyrir nýafstaðnar kosningar er mér hins vegar meira að skapi og það er sú nýbreytni að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram í verslunarmiðstöðvum.

Þetta hef ég séð í öðrum löndum og mér þykir það til fyrirmyndar.

Það má setja upp kjördeildir í verslunarmiðstöðvum, á Austurvelli, á Ráðhústorginu á Akureyri og á öðrum fjölförnum stöðum. 

Það er til fyrirmyndar.

En mér finnst enginn eiga skilið sérstök "verðlaun" fyrir að nota atkvæðisrétt sinn.

Það er ekki þróun sem mér finnst jákvæð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Umglingar hafa ekki áhuga á stjórnmálum. Stjórnmál eru æeiðinleg og full af skítkasti, óvæginni og ósanngjarnri dómhörku skeiniblaða og hjaralausra tourettsjúklinga á samfélagsmiðlum. Ungt fólk hefur sjálfsvirðingu og heldur sig fjarri og perraleg nammitilboð freista þeirra ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2017 kl. 20:10

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir mál þitt G. Tómas, en mál Jóns Steinars finnst mér ekki merkilegt, frekar á hinn vegin. Ég man að þegar  ég var ungur maður þá var þetta ekki svona eins og Jón Steinar lýsir.    

Hrólfur Þ Hraundal, 31.10.2017 kl. 07:17

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar Þakka þér fyrir þetta. Ég er ekki sammála því að unglingar hafi ekki áhuga á stjórnmálum, þó að ef til vill gangi slíkur áhugi í bylgjum.

En áhugi á stjórnmálum er þó eins og ég þekki býsna mikill hjá unglingum og var það í mínu ungdæmi.

En auðvitað á að hvetja ungt fólk til að taka afstöðu og nýta atkvæðisrétt sinn, en mér finnst "verðlaunaveitingar" ekki rétt skref.

@Hrólfur Þakka þér fyrir þetta.

G. Tómas Gunnarsson, 31.10.2017 kl. 11:03

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Unglingar eru eins og annað fólk - misjafnir. Sumir hafa áhuga á pólitík, jafnvel mikinn, aðrir síður eða engan. Ekki hægt að alhæfa um ungt fólk.

Annars er ég sammála þér Tommi að það á ekki að veita verðlaun fyrir að kjósa. Það angar af þeir gömlu hugsun að maður geti selt atkvæðin sín. Maður kaus "sinn" þingmann sem að launum veitti manni fyrirgreiðslu. Til dæmis lán í banka eða fyrirgreiðslu hjá einhverri ríkisstofnun.

Kristján G. Arngrímsson, 31.10.2017 kl. 17:32

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Krisján Þakka þér fyrir þetta. Alveg rétt, það á ekki að alhæfa um hópa, ungt fólk frekar en aðra. Allt of algengt að talið sé að þessi eða hinn "hópurinn" sé einsleitur og með svipaðar skoðanir, væntingar eða hagsmunamál.

Einstaka sinnum er við sammála Kristján, mér sýnist þó að það gerist æ sjaldnar :-). En ég vil þó bæta því við að það er drjúgur munur á því að þiggja umbun fyrir að kjósa, og því að þiggja umbun fyrir að kjósa eitthvað ákveðið.

En það að hafa rétt til að kjósa eru forréttindi, sem ekki á að þurfa að umbuna einstaklingum fyrir að nýta.

Og þó að ég vilji endilega að kjörsókn sé sem mest, finnst mér hálf óþægilegt að hugsa til þess að einhverjir hafi ef til vill mætt á kjörstað, merkt við "bara eitthvað" til þess eins að geta komist á tónleika.

Þá verður aukningin í kjörsókninni að mínu mati minna "virði".

G. Tómas Gunnarsson, 1.11.2017 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband