Stefnir í fasisma í Frakklandi?

Það ríkir stríðsástand í Frakklandi, alla vegna ef marka má málflutning innanríkisráðherra landsins.

Það sem áður var kallað "neyðarlög", eru nú lög, partur af daglegu lífi og "hversdagslegum" stjórntækjum yfirvalda.

Það má allt að því segja að yfirvöld telji að viðvarandi neyðarástand ríki.

Hin umdeilda hryðjuverkalöggjöf hefur þó vakið ótrúlega litla athygli utan Frakklands.

Heimilt verður að hefta ferðafrelsi og skylda einstaklinga til að tilkynna sig til lögreglu daglega, án dómsúrskurðar. Bænahúsum má loka, leitarheimildir eru rúmar o.s.frv.

Nú ætla ég ekki að dæma um hvort að allt þetta séu eðlilegar ráðstafanir miðað við ástandið í Frakklandi, en þó hlýt ég að velta því fyrir mér hvort nauðsynlegt sé að festa þetta í lög.  Hefði ekki verið eðlilegra að framlengja "neyðarlög" þannig að þau falli þá úr gildi, samþykki þingið ekki áframhald þeirra?

Er ekki æskilegt að lög sem heimila miklar skerðingar á réttindum einstaklinga hafi "sólarlagsákvæði"?

Það kom líka upp í huga mér að oft eftir hryðjuverkaárásir, er talað um að við megum ekki láta þau verða til þess að við breytum siðum okkar og venjum, heldur höldum áfram okkar daglega lífi og virðum réttindi einstaklina og okkar opnu samfélög.  Annað þýði að hryðjuverkafólkið hafi unnið.

Hefur Frakkland þá verið sigrað?


mbl.is Samþykkja nýja hryðjuverkalöggjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband