Það eru vissulega til fordæmi fyrir því að greidd séu atkvæði um sjálfstæði í lýðræðisríki

Það er ekki rétt hjá Spænsku ríkisstjórninni að engin fordæmi séu fyrir því í lýðræðisríkum að greidd séu atkvæði um hvort að héruð segi sig úr "ríkinu".

Skemmst er að minnast atkvæðagreiðslu í Skotlandi, um hvort ríkið ætti að segja sig úr Sameinaða konungdæminu og verða sjálfstætt.

Svo má minnast tveggja atkvæðagreiðslna í Kanada, þar sem Quebecbúar greiddu atkvæði 1980 og 1995, um hvort "héraðið" skyldi stefna að sjálfstæði. Atkvæðagreiðslurnar fóru fram með samþykki alríkisstjórnarinnar, þó að vissulega hefði hún líklega kosið sleppa við slíkar kosningabaráttur.

Persónulega þykir mér Spænska ríkisstjórnin taka rangan pól í hæðina. Hún ætti að sætta sig við að lýðræðið hafi sinn gang og að íbúar Katalóníu taki ákvörðun um hvort að þeir vilji tilheyra Spáni eður ei.

Ríkisstjórnarinnar er hins vegar að færa fram rök um að Katalóníubúar séu betur komnir innan Spænska ríkisins.

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar benda hins vegar til örvæntingar og valdnýðslu.

Ég hygg að að það sé ekki rétta leiðin til að vinna Katalóníubúa til fylgis við Spænska ríkið.

 

 

 

 


mbl.is Rafmagnað andrúmsloft í Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gamlir taktar Francoistanna, sem fara með völd þarna virðast ekki fara fyrir brjóstið á ESB, fánaberum lýðræðisisns (að eigin mati)

Svona framganga á ekki heima í ríki sem kennir sig við lýðræði. Ef þeir komast upp meðmsvona ofríki, þá sýnir það hvers eðlis sambandið er. Það væri ekki úr vegu að ríkistjorn vor fordæmi þessa framgöngu. 

Mér er sama á hvorn veginn málið fer, en lýðræðisleg kosning er eina rétta leiðin til að leysa úr þessu.

Óskiljanlegt að spænska ríkisstjórnin skuli panikkera yfir þessu og sýna slíka einræðistakta þegar aðeins 41% katalóna er fylgjandi aðskilnaði en 59% gegn. Það eina sem þeir hafa upp úr þessu er að 90% munu vilja út þegar þeir opinbera ofríki sitt svo bligðunarlaust.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.9.2017 kl. 19:19

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki gleyma Krímskaganum. En lýðræðissinnaðir Íslendingar mótmæla þeim kosningum og settu verzlaunarbann á þá.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 20.9.2017 kl. 22:19

3 identicon

Minnir mann á þegar Jón Baldvin Hannibalsson talaði um það fyrir nokkrum áratugum síðan, að það væri réttast fyrir vestfjarðarkjálkann að skrifa sig út úr restinni af Íslands ríkinu. Vegna vanrækslu Íslands ríkisins við opinbera skylduþjónustu við vestfirðina.

Kannski tímabært að Íslendingar segi sig allir úr Íslandsríkinu embættanna/bankanna/lífeyrissjóðanna rænandi og svíkjandi kerfinu, sem vanrækir opinberar skattpeningasjóðs skyldur sínar við skattgreiðendur þessa lands?

Hvers vegna ekki?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2017 kl. 11:07

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar Þakka þér fyrir þetta.  Það er alltaf best að báðir aðilar sjái sér hag sinn í "hjónabandi".  Það virðist Spænska stjórnin ekki skilja.

Ég er líka sammála því að þetta er ekki leiðin til að vinna hug og hjörtu Katalóna.

Lýðræðið ætti að fá að hafa sinn gang þar.

@Jóhann  Þakka þér fyrir þetta.  Ég hef ekki gleymt "kosningunni" á Krímskaga.  En ég tel hana einfaldlega ekki hafa farið fram undir réttum og lýðræðislegum kringumstæðum.  Það voru einfaldlega of margir "litlir grænir menn" á ferli, og undirbúningurinn ekki vandaður.

Sú kosning var ekki lýðræðisleg frekar en kosningarnar sem fóru fram 1940 þegar Eystrasaltslöndin greiddu "lýðræðislega" atkvæði og "samþykktu" að ganga í Sovétríkin. En Rússar hafa vissulega áratuga reynslu í því að skipuleggja slíkar "kosningar".

@Anna Sigríður Þakka þér fyrir þetta.  Ef Vestfirðingar, nú eða Vestmanneyingar vilja segja skilið við Íslenska lýðveldið og greiða atkvæði þar um, þykir mér sjálfsagt að sú atkvæðagreiðsla fari fram. Ég hins vegar vona að þeir sjái sér hag í því að tilheyra lýðveldinu.

En það á ekki að neyða þá "í dansinn".

G. Tómas Gunnarsson, 21.9.2017 kl. 15:14

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

G. Tómas.

Er einhverjar kosningar lýðræðislegar? Ekki veit ég til þess.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.9.2017 kl. 18:48

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jóhann Þakka þér fyrir þetta. Vissulega má deila um hvers vel kosningar eru framkvæmdar á hinum "lýðræðislega skala", enda ekki þar með sagt að eining myndi næst um hvernig ber að skilgreina hann. Lýðræðið er vissulega nokkuð margslungið.

En kosningin á Krímskaga var ekki framkvæmd á lýðræðislegan máta. Keyrð í gegn með stuttum fyrirvara, kjörseðillinn og dagurinn tilkynntur með 10 daga fyrirvara ef ég man rétt. Óbreytt fyrirkomulag var ekki á kjörseðlinum.

Þess utan var svo eins og ég nefndi áður mikið af "litlum grænklæddum mönnum" á sveimi, og margt bendir til að atkvæðagreiðslan hafi ekki farið fram án þess að einstaklingar hafi verið þvingaðir.  Eftirliti með atkvæðagreiðslunni enda verulega ábótavant sé tekið tillit til kringumstæðna.

Svo má einnig velta því fyrir sér hvort að "upphaflegir íbúar" landsvæðis eigi engan rétt umfram aðra?  Er nóg að hertaka landsvæði, myrða og flytja upprunalega íbúa á brott, flytja inn hundruði þúsunda af "eigin fólki" og halda svo nokkrum árum síðar atkvæðagreiðslu um vilja "íbúanna".

Þannig er staðan að segja má á Krímskaga þó að vissulega sé liðin lengri tími en nokkur ár síðan Krím tatarar voru myrtir og fluttir með skipulögðum hætti á brott.  Aðeins lítill hluti þeirra sneri aftur og enn á ný eru þeir að yfirgefa heimkynni sín.

G. Tómas Gunnarsson, 26.9.2017 kl. 06:43

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað segir G Tómas um síðustu forseta kosningar í USA?

Demokratar halda því fram að Trompið sé ekki lýðræðislega kosinn, er það rétt?

Ég held að lýðræði sé ekki eins einfallt og fólk heldur almennt fram, það eru ekki allir sem sjá sama hlutinn eins, það fer eftir því hvaða útkomu lýðræðisleg kosning varð, til dæmis.

Er kanski ekki lýðræðislegt að bjóða til kosninga á Íslandi með 6 vikna fyrirvara? 

Á að telja atkvæði úr kjörkössum sem innsiglið er brotið eða ekki til staðar?

Svona má lengi telja, það eru engar kosningar fullkomlega lýðræðislegar, að mínu mati.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.9.2017 kl. 15:57

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jóhann þakka þér fyrir þetta.  Persónulega hef ég ekki getað séð annað en að DJ Trump hafi hlotið löglega lýðræðislega kosningu í Bandaríkjunum.

Vissulega koma nærri alltaf upp einhver tilvik sem kalla má svindl, í svo gott sem hverri einustu forsetakosningu í Bandaríkjunum. Þannig hefur það verið um langa hríð og er afleiðing samspils kosningakerfi og svo takmarkaðra persónuskráninga í Bandaríkjunum. 

En heilt yfir eru kosningar í Bandaríkjunum lýðræðislegar og lítið út á þær að setja, þó að vissulega sé eitt og annarð sem til betri vegar má fara.

Kosningar í USA hafa langan aðdraganda, þær fara fram fyrir opnum tjöldum o.s.frv.

Ef marka má fréttir í dag voru kosningalög á Íslandi brotin þegar einstaklingur birti mynd af kjörseðli sínum eftir að hafa merkt við flokk.

Það er vissulega lögbrot en ekki í þá veru að þurfi að hafa stórkostlegar áhyggjur af.

G. Tómas Gunnarsson, 26.9.2017 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband