Sterkasti framsóknarmaðurinn - Fjölmiðlaarmurinn

Það er eðlilegt að Valgerður Sverrisdóttir sé hvött til þess að gefa kost á sér til varaformennsku í Framsóknarflokknum. Hún hefur sterka stöðu, flokkurinn stendur nokkuð vel í hennar kjördæmi og hlaut þar viðunandi kosningu, líklega að segja má í einu kjördæma.  Eina kjördæmið sem flokkurinn fékk yfir 20% atkvæða og skilaði 3 mönnum á þing.

Hitt er hins vegar ljóst, að Valgerður væri aðeins biðleikur í stöðunni á meðan að verið væri að leita að framtíðarforystufólki, það er Guðni sömuleiðis.

Það þarf því ekki að undra að Björn Ingi hvetji Valgerði til að taka að sér embættið, enda honum varla í hag að "framtíðarmaður" setjist í embættið að svo stöddu.

En Framsóknarmenn þurfa að taka til í sínum ranni, og þurfa að þétta "skipið".  Það að allt það sem tilkynnt er í innsta hring sé jafnóðum tilkynnt í fjölmiðlum kann aldrei góðri lukku að stýra.

Það kann að vera að "fjölmiðlaarmurinn" sé einfaldlega of sterkur innan flokksins.


mbl.is Stingur upp á Valgerði í embætti varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband