Næstum öll höft á brott

Það að því sem næst öllum höftum á fjármagnsflutninga frá Íslandi skuli hafa verið aflétt er vissulega stórt skref.  Í raun eitt hið stærsta sem stigið hefur verið frá því að bankahrunið varð.

Það má vissulega deila um það hvort að það hafi mátt kreista vogunarsjóði enn frekar, en það verður þó ekki um það deilt að skipti á tíma og peningum er eitthvað algengasta og elsta form á viðskiptum.

Það er því ekki óeðlilegt að þeir sem ákváðu að bíða beri meira úr býtum, þó vissulega megi alltaf deila um hversu mikið það eigi að vera.

Það er heldur ekkert óeðlilegt að þeir sem vanir eru að taka áhættu, ákveði að framlengja slíka stöðutöku eins og kemur fram í viðhengdri frétt.

Flestar fréttir af íslensku efnhagslífi réttlæta slíkt.

Þar eru flestar vísitölur og bendingar á uppleið.

Á því högnuðust þeir "aflandskrónureigendur" sem ákváðu að bíða, íslenskur efnahagur og gengi enda mun sterkara en þegar þeir ákváðu að hafna tilboði Seðlabankans.

Að sama skapi hefur nauðsynin á því að halda fjármuum þeirra á Íslandi minnkað.

Þannig gerast viðskipti.

Líklega eru fáir ef nokkrir Íslendingar ekki viljað gefa þeim verra gengi, en efnahagsstaðan er einfaldlega allt önnur.

Á íslenskur efnahagur eftir að verða enn sterkari og gefa þeim sem nú bíða enn frekari hagnað?

Slíkt veit enginn fyrir víst, en hitt er ljóst að líklegt er að gjaldeyrisfærslur verið gefnar frjálsar að fullu í framtíðinni.

En það er ljóst að vogunarsjóðir eru reiðubúnir til að veðja á slíkt.

 

 

 

 


mbl.is Stór vogunarsjóður hafnar tilboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir litla manninn mun ekkert lagast. Nú munu pumpast inn peningar í leit að náttstað í vitfirringarvöxtum seðlabankans. Viðbrögð seðlabankans verða að hækka vexti enn meir "til að sporna við þenslu". Eina ráðið sem þeir eiga í bókinni og reynslan sýnir að býr til enn meiri þenslu. Húsnæðisverð m.a. Hækkar enn og, útflutningurinn berst í bökkum, neysla eykst og þar með vöruskiptahallinn. Ferðamenn leita á önnur mið. Tap, tap, situation.

Nú fyrst getum við horft fram á nýtt 2007, þegar bankarnir verða gefnir aftur. Engin bindiskylda og enginn aðskilnaður þjónustu og fjárfestingarstarfsemi enn að sjá. Bankarnir í eigu vogunarsjóða með sparifé og eignir almennings og dyrirtækja í spilakössum.

Allt eins og forðum, nema aðeins verra.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2017 kl. 12:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú eru útflutningsgreinarnar að forða peningunum í steinsteypu og útgerðaraðallinn kominn í fasteignabraskið með dyggri aðstoð lífeyrirsjóðanna "okkar". Búið er að kaupa upp nánast hvern fermeter af íbúðarhúsnæði og færa á sömu hendi. íslendingar að verða leiguliðar hins nýja lénsaðals í eigin landi. Lénsherra sem ráða leiguverði eftir geðþótta.

Vogunarsjóðirnir taka því glaðir að vera skikkaðir til að fjárfesta hér fyrir krónubréfin sín. Þeir eru á göðri leið með að kaupa upp jarðir og laxveiðiár landsins. Húrra fyrir því. Erlend fjárfesting er víst voða góð. Spurðu bara Afríkuríkin, með sveltandi hjörð og auðuga jörð. Arður helsta útflutningsvaran.

Enginn af þjóðkjörnum hagsmunavörðum "okkar" hreyfir fingur, ne hefur áhyggjur af þessu. Vinstri hjörðin eyðir tíma sínum í að ræða non existent kynjamisrétti og dagsetningar á einskisverðum plöggum. Sennilega höfum við sjaldan haft jafn verðlaust lið við austurvöll og þá er talsvert mikið sagt.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2017 kl. 12:59

3 identicon

Tek undir allt hér að ofan sem Jón Steinar nefnir.

Nú bíður Íslenska þjóðin bara eftir því að sjá alla

endutekninguna aftur og getur varla beðið af

eftirvæntingu og tilhlökkun.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 16.3.2017 kl. 16:15

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar Þakka þér fyrir þetta. Reyndar eru ekki öll höft farin, og enn hefur Seðlabankinn ýmis tæki t.d. til þess að hefta innflæði fjármagns ef vilji er fyrir hendi.

En staðan er önnur nú en 2007, þó að vissulega megi sjá sum sömu merki ofhitnunar, en skuldastaða Íslendinga almennt, þ.e. þjóðarbúsins er allt önnur.

Húsnæðisverð er vissulega hátt og myndi líklega hækka enn meira ef vextir lækka verulega. Tengslin þar á milli eru vel þekkt.

En það er ekki til nema ein leið til þess að húnæðisverð lækki (fyrir utan stóran skell í efnahagsmálum) og það er aukið framboð.  Hvers vegna er framboðið jafn lítið og raun ber vitni?

Þar er samspil skorts byggingarhæfum lóðum og æ strangari reglugerðum líklega aðalorsökin.

Nú áttu fyritæki að vera að slást um að byggja íbúðir og jafnvel flytja inn einingar í stórum stíl til þess að anna eftirspurninni, en lítið gerist. Enda ekki nóg af lóðum til að reisa hús á.

Fjármagnseigendur sjá svo tækifæri í því að spila á og magna upp skortinn sem sveitarfélögin hafa búið til.

G. Tómas Gunnarsson, 17.3.2017 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband