99 ár

Í dag, 24. febrúar eru liðin 99 ár síðan Eistlendingar lýstu yfir sjálfstæði sínu. Áður hafði ekkert eistneskt ríki þekkst, þó að þjóðin og tungumálið hafi verið til staðar.

Yfirlýsing þess efnis hafði verið samin þann 21., lesin upp í Pärnu þann 23., en prentuð og lesin upp í Tallinn (stærsta borg Eistlands og síðan þá höfuðborg) þann 24.

Sá dagur er síðan þjóðhátíðardagur Eistlendinga.

En sjálfstæðið kom ekki baráttulaust. Eistlendingar þurftu bæði að berjast við Sovétið og svo einnig þýskar herdeildir (landeswehr) sem urðu eftir í landinu eftir uppgjöf Þýskalands.

En hið nýstofnaða ríki naut stuðnings. Mesti réði líklega stuðningur Breta, en sjálfboðaliðar frá Finnlandi og stuðningur frá hvítliðum og Lettlandi skipti einnig máli.

En friðarsamningur var undirritaður við Sovétríkin árið 1920.  Þá féllu löndin frá öllum landakröfum á hendur hvort öðru.

Nokkuð sem Sovétríkin áttu alla tíð erfitt með að standa við. 16. júni 1940 settu Sovétríkin svo Eistlandi úrslitakosti, og í kjölfarið komu sér upp herstöðvum í landinu.  Það tók svo ekki nema nokkra mánuði áður en Eistland (og Eystrasaltslöndin öll) var innlimað í Sovétríkin.

Þannig var Eistland hernumið af Sovétríkjunum þangað til í ágúst 1991 (ef frá eru talin þau ár sem landið var hernumið af Þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni).

Og leið landsins sem lýsti yfir fullveldi sínu snemma árs 1918 og Íslendinga sem öðluðust fullveldi sitt 1. desember sama ár, lá aftur saman í ágúst 1991, þegar Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna endurheimt Eistlendinga á sjálfstæði sínu.

Til fróðleiks má geta þess að 1. desember er oft minnst í Eistlandi, en þó með neikvæðum formerkjum, því þann dag 1924, reyndu eistneskir kommúnistar með stuðningi Sovétríkjanna valdarán í Eistlandi, sem mistókst.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband