Benedikt og Viðreisn fylgja línunni frá "Sambandinu"

Það fást ekki margir til þess að mæla gegn aðgerðum gegn skattsvikum og hvað þá hryðjuverkum.

Eigendur aflandsfélaga eru svo líklega flokkaðir sem heldur verri en "venjulegir" skattsvikarar en skömminni skárri en en hryðjuverkamenn.

En allt er þetta notað sem afsökun fyrir því að þjarma að almenningi.

Vissulega er þarft að berjast gegn skattsvikum og hryðjuverkum.

En ég held að flestir geri sér grein fyrir því að stærstur hluti skattsvika og undanskota er ekki framin með reiðufé.

Hryðjuverkamenn hafa heldur ekki verið í vandræðum með að notfæra sér debit og kreditkort, hraðbanka og peningasendingar á milli landa.

Það sem hefur hins vegar leitt til gríðarlegrar aukningar á reiðufé í umferð í mörgum löndum er vantraust almennings á hinu opinbera og svo fjármálastofnunum s.s. bönkum.

Það er t.d. ekki tilviljun að eftir bankahrunið jókst sala á litlum peningaskápum mikið á Íslandi og það sama gildir um mörg önnur lönd.

Þegar vextir eru svo svo gott sem engir, eða neikvæðir og bankar taka æ hærri gjöld fyrir að "leyfa" einstaklingum að nota peningana sína, eykst hvatinn til þess að nota reiðufé.

Þegar viðbætist að hið opinbera heimtar stóran hluta af vöxtunum þrátt fyrir að þeir nái jafnvel ekki verðbólgu, eykst hvatinn til reiðufjárnotkunar enn.

Ellilífeyrisþegar á Íslandi þurfa svo að búa við að vaxtagreiðslurnar lækka lífeyrisgreiðslur þeirra.

Er að undra þó að margir kjósi að nota meira "cash"?

En slíkt er eitur í beinum bæði banka og yfirvalda.

Slíkt hindrar stjórn þeirra á bæði "peningamagni í umferð" og almenningi.

Það er erfiðara að "refsa" almenningi fyrir sparsemi og/eða setja sérstaka skatta á sparsemina ef einstaklingar kjósa að sofa meða þykkan kodda.

Það þarf því engum að koma á óvart að Evrópusambandið hafi skorið upp herör gegn reiðufé. Í löndum verðhjöðnunar, neikvæðra vaxta, síhækkandi þjónustugjalda og sívaxandi ríkisafskipta og og miðstýringar er nauðsynlegt að herða tökin á flæði fjármagns.

Sérstaklega peninga. Þess vegna er "Sambandið" að hefja miðstýrðar aðgerðir til að hindra og draga úr notkun reiðufjár.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það tekur ekki langan tíma fyrir Benedikt og Viðreisn að taka þá línu á Íslandi.

P.S. Sá í morgun fréttaskýringu á Eyjunni um sama efni, sem er vel þess virði að lesa.


mbl.is Vill banna launagreiðslur í reiðufé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband