Efnahagsmálaráðherra Þýskalands: Við högnumst mest á Evrópusambandinu, efnahagslega og pólítískt.

Nýlega mátti lesa að Joseph Stieglitz teldi allt eins líklegt að euroið myndi "brotna upp", jafnvel á þessu ári.

Hvort að sá spádómur eigi eftir að rætast eigum við eftir að sjá, og sjálfsagt mun ráða mestu þau ráð sem Seðlabanki Eurosvæðisins mun beita.

En nú eftir áramótin mátti lesa, haft eftir efnahagsmálaráðherra Þýskalands, Sigmar Gabriel, að það væri alls ekki óhugsandi að Evrópusambandið sjálft myndi heyra sögunni til, þó að vissulega sé það svo að það er alls ekki það sem hann myndi vilja, eða stefni að.

En jafnframt má lesa eftir honum haft (hann mun hafa sagt þetta í viðtali við Der Spiegel, en það hef ég ekki séð, eingungis frétt Reuters um það), að komandi kynslóðir Þjóðverja muni seint fyrirgefa núverandi valdhöfum ef svo far, því Þýskaland sá það ríki sem hagnist mest á Evrópusambandinu, bæði efnahagslega og pólítískt.

Persónulega held ég að Sigmar Gabriel fari þarna með rétt mál, þó að vissulega sé sjaldgæft að sjá nútíma pólítíkusa tala svo hreinskilnislega.

En eitt af stóru vandamálum Evrópusambandsins, og sérstaklega Eurosvæðisins, hefur einmitt verið hve Þýskalands hagnast, en önnur ríki hafa borið skarðan hlut frá borði, ef til vill sérstaklega Suður-Evrópuríkin.

Þau hafa hægt og rólega tapað samkeppnishæfi sínu, á meðan Þýskaland hefur notið met afgangs á vöruskiptajöfnuði.

Þar nýtur Þýskaland tengingar gjaldmiðils síns við lönd í efnahagslegum erfiðleikum, og má segja að gjaldmiðill Þýskalands sé "sígengisfelldur", án efnahagslegrar ástæðu.

Þetta hefur ennfremur leitt til minnkandi atvinnuleysis í Þýskalandi, þrátt fyrir aukin innstreymi innflytjenda, á meðan atvinnuleysi í öðrum löndum hefur rokið upp (hér er ekki tekið tillit til þeirrar innflytjendasprengingar sem varð á síðastliðnum tveimur árum til Þýskalands, aðallega frá N-Afríku, eftir að landamærin voru opnuð, fæstir þeirra hafa atvinnu, en eru ekki taldir með í atvinnuleyistölum).

Þetta þekkja allir sem fylgjast með fréttum.

Vissulega má segja að ekki sé eingöngu hægt að kenna Þjóðverjum einum um hvernig mál hafa skipast. Önnur ríki hafa oft á tíðum tekið rangar ákvarðanir og látið ríkisrekstur sinn bólgna út, í staðinn fyrir umbætur á vinnumarkaði og í opinbera kerfinu eins og Þjóðverjar framkvæmdu.

En það er einmitt vandamál Eurosvæðisins, það haga sér ekki allir eins og Þjóðverjar.  Og euroið hefur ekki reynst "ein stærð sem hentar öllum", þrátt fyrir loforð þar að lútandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband