Af lekum og lekendum

Sú deila, sem á köflum er býsna farsakennd, sem geysar um hver hafi brotist inn í tölvukerfi tengd Demókrataflokknum í Bandaríkjunum vekur upp ýmsar spurningar.

Flestum þeirra er ekki auðvelt að svara, en margar þeirra eru þess eðlis að það er vert að gefa þeim gaum, velta þeim aðeins fyrir sér - alla vegna að mínu mati.

Ein af spurningunum er: Skiptir það máli hver lekur, hver er "lekandinn"?

Á ekki meginmálið ætíð að vera efni lekans? Og þá jafnframt spurningin á efni lekans erindi við almenning?

Hefðu Íslendingar litið öðruvísi á innihald "Panamaskjalanna" eftir því hver lak þeim?

Skiptir ekki innihaldið meginmáli?

Það segir sig einnig sjálft að það hlýtur að vera óraunhæf krafa að "lekendur" gæti jafnvægis í lekum sínum. Þá skiptir engu máli hvort að um sé að ræða tvísýnar kosningar eða aðra atburði eða kringumstæður.

"Lekendur" hljóta einfaldlega að miðla því efni sem þeir hafa komist yfir.

Önnur hlið er svo að ef viði viljum meina, eins og margir gera nú, að Wikileaks sé ómarktæk upplýsingaveita, og sé handbendi Rússa, getum við litið sömu augum á fyrri upplýsingaleka þeirra?

Er Wikileaks einfaldlega eitt af áróðurstólum Pútins og Rússa? Er það tilviljun að Snowden kýs að halda sig í Rússlandi?

Við engum þessum spurningum er til hrein og bein svör.  Alla vegna ekki fyrir okkur sem búum ekki yfir neinum "innherjaupplýsingum".

Hitt er löngum vitað að leyniþjónustur flestra ríkja njósna um andstæðinga og einnig samherja. Hvernig þær kjósa að nýta sér þær upplýsingar sem þannig er aflað er annar handleggur og vissulega eru til ýmis dæmi um leka sem erfitt hefur verið að rekja.

En það er líka rétt að hafa í huga að leki um að reglur og gott siðferði hafi verið haldnar vekja yfirleitt litla athygli.

Það er jú innihald lekanna sem vekur athygli.

 

 


mbl.is Háttsettir vitna gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

DNC lekinn var innanbúðar og það hefur verið ljóst leni, hvað sem strámannaráðuneyti tapsárra Demókrata segi. Auðvitað er spuninn til að dreyfa athyglinni frá saknæmu innihaldi lekans.

Í þessu viðtali staðfestir Assange það klárlega og bendir á Seth Rich innanbúðarmann DNC, sem fannst myrtur á götu við grunsamlegar aðstæður. Hann talar um hann sem whistleblover og lýsir áhyggjum yfir öryggi þeirra. Allir þeir sem gata lagt saman tvo og tvo geta fengið þessa niðurstöðu.

hér er þetta athyglisverða viðtal, þar sem fréttamaður reynir að þagga niður í Assange á frekar ómerkilegan og örvæntan hátt.

Mæli með að googla málið, en hér er viðtalið.

https://youtu.be/Kp7FkLBRpKg

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 01:58

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru raunar ansi margir sem hafa látist skyndilega virð harmrænar og grunsamlegra aðstæður, sem stóðu gegn Hilary, eða hafa upplýst um drullumall hennar. Aðrir lent í persónumorðum í fjölmiðlum höllum Demókrötum.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 02:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt að nefna að emailskandallin var í engu sambandi við leka eða svik, heldur kom upp fyrir tilviljun á rannsókn Ted Gowdry á öðru ,áli gegn Hillary. Ekki ósvipaður aðdragandi og gerði watergate annað og meira en upphaflega, stóð til.

Þar kom enginn whistleblower eða rússi nærri.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 02:05

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Trey Gowdry átti þetta að vera.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 02:10

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt að nefna að Ed Snowden hefur engin tengsl við Wikileaks per se, heldur er einstaklingru (whistleblower) sem að hluta gaf wikileaks upplýsingar, en starfaði sjálfstætt sem hugsjónamaður. Ekki gott að blanda honum og Assange saman. Hann var bar einn af mörgum, eins og Seth Rich sem lak upplýsingum sem enduðu hjá wikileaks. Seth var drepinn og Hilary vildi dróna þá báða.

snowden er enginn talsmaður Wikileaks enda bárust hans upplýsingar þangað gegnum þriðja aðila.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 02:17

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Dnc lekinn og email skandallinn eru óskyld og ólík mál.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 02:18

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

DNC lekinn er nú dæmigert shoot the messanger mál, sem raunar gerðist bókstaflega.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 02:20

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Uppljóstrun Snowden var raunar á flestra vitorði áður en hann staðfesti hana. Lög í kjölfar 911 höfðu heimilað slíkt en ekki var með fullu vitað hve umfamgsmikið það loophole var misnotað, þótt flesta grunaði það og margir vöruðu voð.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 02:27

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar Þakka þér fyrir þeta. Allt er þetta tengt, eða ekki. Það er í raun engin leið fyrir leikmann sem mig að dæma um sannleiksgildi alls þess sem ég get og hef lesið um þessi mál.

Eitt eiga þau þó sameiginlegt.  Þó að deilt sé um hver lekur, að undirlagi hvers o.s.frv., er ekki deilt um það að því sem lekið var, það er viðurkennt að sé rétt og að um sannleik sé að ræða.

Hvort að einhverjir með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna séu í "lúppunni" er nokkuð sem erfiðara er um að fullyrða um, alla vegna treysti ég mér ekki til þess

En bæði í tilfelli Snowdens og svo aftur Demókrata, var nokkuð sem margir töldu sig vita, en vantaði sannanir fyrir.

Hvers vegna "týndir" emailar Hillary fundust svo á tölvu Wieners (eða hvað hann hét nú, sá ágæti maður) er einnig óútskýrt.

Það er því margt sem deila má um í öllum þessum málum og auðvelt að finna ýmis rök með eða á móti.

En hitt virðist óumdeilt, að lekarnir eru með sönnum upplýsingum.

Ef til vill ætti það að vera meginmálið.

Þetta ætti svo að kenna öllum lexíu um hvernig þarf að umgangast gögn sem þeir telja "trúnaðarmál".

G. Tómas Gunnarsson, 8.1.2017 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband