Niall Ferguson um Brexit - Ég hafði rangt fyrir mér (myndband)

Ég hef alltaf haft gaman af því að lesa það sem breski sagnfræðingurinn Niall Ferguson hefur skrifað og sömuleiðis að hlusta á það sem hann segir.

Hér eru myndbönd frá panel sem hann var í hjá Milken stofnuninni, þar sem fjallað var um Brexit og afleiðingar þess.

Fyrst er klippa þar sem innlegg Nialls hafa verið klippt saman, en síðan er "panellinn" í heild sinni.

Fróðlegt efni að hlusta á. Niall stendur sig ákaflega vel að mínu mati. Í máli hans kemur fram að hann viðurkennir að hafa haft rangt fyrir sér hvað varðaði Brexit (hann vildi áframhaldandi veru Breta í "Sambandinu") og á í nokkuð skörpum orðaskiptum við "sampanela" sína.

Virkilega þess virði að leggja við hlustir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband