Minningarit íslenskra hermanna

Ég var að þvælast um netið og rakst á þessa ágætu grein á Vísi. Þar er fjallað um hermenn frá Íslandi, eða af íslenskum ættum sem börðust með herjum Bandaríkjanna og Kanada í fyrri heimstyrjöld.

Þá rifjaðist upp fyrir mér bók sem ég fann á netinu fyrir all löngu og heitir Minningarit íslenskra hermanna 1914 - 1918 og var gefið út í Kanada, stuttu eftir heimstyrjöldina fyrri.

Í bókinni er stutt æviágrip í það minnsta flestra þeirra sem tóku þátt í hildarleiknum og voru Íslendingar eða af íslenskum ættum.

Mynd er af flestum þeirra og einnig eru í bókinni ritgerðir um sögu stríðsins og þátttöku Kanada.  Öll bókin er á íslensku.

Það er fróðlegt að fletta bókinni og ég yrði ekki hiss þó að margir Íslendingar finndu þar jafnvel ættingja, rétt eins og ég gerði.

En bókin hefur veri skönnuð inn og er aðgengileg öllum á netinu endurgjaldslaust.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband