Viðræðuslit koma líklega fæstum á óvart

Ég held að fæstum hafi komið á óvart að slitnað hafi upp úr viðræðum vinstri flokkanna og Viðreisnar.

Það eru jú ástæður fyrir því að þetta eru 5 flokkar. Það eru ástæður fyrir því að nú eiga 7 flokkar sæti á Alþingi.

Við getum velt endalaust fyrir okkur hvers vegna Vinstri græn vildu ekki renna inn í Samfylkinguna (eins og staðan var þá, með félögum sínum úr Alþýðubandalaginu), hvers vegna Björt framtíð klofnaði úr Framsóknarflokki/Samfylkingu, hvers vegna Viðreisnarfólk klauf sig frá Sjálfstæðisflokki (þó að félagar komi vissulega víðar að) eða hvers vegna Píratar fundu sér ekki samastað í neinum öðrum flokkum.

Sömuleiðis getum við velt fyrir okkur hvers vegna fjöldi flokka hefur boðið fram upp á síðkastið, án þess að ná árangri fyrir erfiðið.

Að einhverju leyti má sjálfsagt tengja þetta við hina "klæðskerasaumuðu" tilveru "nútímamannsins". Við "veljum" okkur fréttir og fjölmiðla sem hentar okkar lífsviðurhorfi, "lifum" í hópi skoðanasystkina, og viljum starfa í stjórnmálaflokki án "málamiðlana".

Er eitthvað sem segir eða bendir til þess að líklegra sé að málamiðlanir geti orðið til á milli flokka heldur en innan flokka?

Eða er auðveldara að ná sáttum þegar fleiri hafa vegtyllur s.s. formaður, þingflokksformaður o.s.frv.?  Er eitthvað sem bendir til þess?

Það þarf einnig að hafa í huga að samvinna og samstaða í stjórnarandstöðu er býsna ólíkur hlutur og að starfa saman, gera tilslakanir og bera ábyrgð í ríkisstjórn.

Það má því segja að íslensk stjórnmál séu "sundruð" og skilaboðin sem lesa má út úr nýafstöðnum kosningum misvísandi.

Það er líklegt að slík staða verði um all langa hríð.

 

 


mbl.is Hver er Svarti-Pétur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Áframhaldandi sundrun væri óskandi: þeir hafa enn engu komið í verk.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.11.2016 kl. 17:03

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það fólk sem heimtaði haustkosningar má skammast sín sem og veiklindir forustumenn stjórnarflokkanna sem aldrei geta staðið í lappirnar ef aðeins á móti blæs.  

Úr þessum haug sem haustkosningar gáfu okkur kemur ekkert brúklegt og breitir þar eingu hvað menn velta lengi vöngum og þreifa fyrirsér, þannig að það verður kosið aftur nema menn vilji fá svona Jógrímu raspúða stjórn aftur eitt kjörtímabil í viðbót. 

Það er búið að tala við þá tvíburanna bæði frá hægri og vinstri án árangurs þannig að þeir hljóta að vera úr sögunni og þá eru eftir fimm.

Samfylkingunni var hafnað og Svarthaus kafteinn hinn síblaðrandi er einfaldlega ómarktækur og óþolandi þannig að eftir er VG-Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sem mögulega gætu klárað fjárlög og haldið skútunni á stefnu þar til búið er að kjósa aftur, helst í vor.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.11.2016 kl. 00:06

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef þeir aðeins einblíndu á hvað kemur þjóðinni best og gleymdu gömlum væringum. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2016 kl. 04:51

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur Þakka þér fyrir þetta. Það eru margir sem eru þeirrar skoðunar að þegnarnir þurfi fyrst að verða hræddir ef allir stjórnmálamennirnir eru sammála um eitthvað.  Sjálfsagt nokkuð til í því.

@Hrólfur Þakka þér fyrir þetta. Haustkosningar voru ekki af hinu góða, en eins oftast er en... þar á eftir. 

Stundum þarf að læra "the hard way" og það á við bæði um einstaklinga og þjóðir.

Vonandi ber þjóðinni gæfu til að læra af þessu.  Það er ekki endilega sá sem hefur stærstu tómu tunnuna að berja sem hefur rétt fyrir sér. Það er ekki endilega sá sem hefur "stærstu og óhagganlegustu prinsippin" sem er bestu stjórnandinn.

En því miður held ég að kosningar hafi orðið næstum óumflýjanlegar, vegna þess að stjórnmálin höfðu að stórum hluta leyst upp í hávaða.

En svo geta "hávaðaseggirnir" ekki komið sér saman og Sjálfstæðisflokkur og Framsókn stjórna enn, í ef til vill meiri frið, þó að þeir séu umboðslausir til stórra verka.

En svo hlýtur þingið að verða kallað saman fljótlega.

@Helga Þakka þér fyrir þetta. Ekki eru allar væringarnar gamlar, sumar eru "splunkunýjar".  En hvað þjóðinni er fyrir bestu eru til nærri því jafn margar skoðanir á og eru Íslendingar.  Það er líklega ekki að fara að breytast í bráð.

G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2016 kl. 06:14

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk G.Tómas. Gunnarsson, yfirvegað mál.  En þannig var að menn skyldu vera klæddir samkvæmt hefð í þingsal , og svo komu götustrákar sem gáfu skít í hefðir og þá fauk fleira en hefðir.  Við eigum ekki mikið af hefðum, en þær viðhalda reglu, sem styrkja aga sem sárlega vantar hér. 

Rétt er að upplausn var í þingsalnum og á stundum var ástandið þar litlu betra en í ellefuárabekk í Austurbæjarskólanum þá ég var þar.  Þar var ekkert hægt að læra nema hjá skriftarkennaranum, en við áttum að teikna stafi samkvæmt forskriftarbók, mér gekk það ágætlega enda góður teiknari.  En á meðan þá sagði kennarinn okkur kafla úr Grettissögu. Það er það eina sem ég lærði í ellefuárabekk þeim skóla, en er svo illa skrifandi að ég læt það helst ekki sjást.

Í 12ára bekk fengum við lávaxin snarlegan karl í brúnum fötum og frá fyrsta degi þá var regla í bekknum og þann vetur lærði ég allt það sem ég hafði farið á misvið þrjá vetur á undan og meira til. Svona mann vantar í þingsal alþingis, mann sem hefur aga á oflátungum og öðrum vandræða gemlingum sem bera ekki virðingu fyrir neinu, ekki einu sinni fyrir sjálfum sér.  Mann sem snarlega sest niður og skrifar stutt bréf og sendir oflátunginn með það heim til mömmusinnar og vindurinn er úr.   

Hrólfur Þ Hraundal, 25.11.2016 kl. 08:51

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hrólfur Þakka þér fyrir þetta. Ég er ekki sammála því að verr klæddir menn hagi sér verr. Marg oft hef ég séð velklædda menn verða sér til skammar og sömuleiðis margan sem hefur minni ráð og verri klæði vera til fyrirmyndar.

En það er auðvitað sjálfsagt að bera virðingu fyrir vinnstað og samstarfsfólki.

Agi á öllum samkomum er af hinu góða.  En sá sem á að byggja upp agann á þingi og viðhalda honum er hópur einstaklinga.

Sameiginlega gengur hópurinn undir nafninu kjósendur.

Ef hluta kjósenda þykir hins vegar best og réttast að senda þá til þings sem hæst hafa og nota "stærstu" orðin, þá endurspeglast það í störfum þingsins.

G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2016 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband