Kratar í leit að týndum tíma

Kratar víða um lönd eiga erfiða daga nú um stundir. Fylgi þeirra fer þverrandi víðast um lönd.

Það má vissulega deila um hverja við köllum krata, en það er ljóst að íslenskir Kratar lítu til breska Verkamannaflokksins, undir forystu Tony Blair, sem fyrirmyndar og sumir leiðtogar þeirra íslensku gumuðu sig af flokksskírteini sínu hjá Tony og félögum.

Og sósíalistarnir í Frakklandi standa ekki betur og jafnvel kratarnir á Norðurlöndunum eru ekki svipur hjá sjón.

Það er ef til vill ekki tilviljun að kratarnir skuli hugsa aftur í timann og tala um endurkomu Tony Blair og endurreisn Alþýðuflokksins.

Bæði Samfylkingin og Verkamannaflokkurinn eiga það sameiginlegt að hafa tekið skarpa vinstribeygju þó að ef vill sé það ofsögum sagt að Corbyn sé "rugludallur".

Það er reyndar ekki mjög langt síðan að vinstri sinnaðir álitsgjafar og spekingar töluðu um Corbyn og Sanders í sömu andrá og þóttust hafa séð framtíð vinstri hreyfinga.

Það er komið nokkuð annað hljóð í strokkinn nú, þó að Sanders njóti enn töluverðra vinsælda.

Vinsældir endast oft betur ef menn komast ekki til valda.

En á velmektardögum Samfylkingarinnar mátti jafnvel lesa forystumenn hennar mæra "jafnaðarmanninn" Hugo Chavez, en slíkt kæmi þó líklega engum í hug nú, jafnvel þó að flokkurinn hafi færst til vinstri.

Nú vita nefnilega allir um vitleysuna í Venezuela.

En Kratar eru í kreppu.  Þá fara þeir að leita að týndum tíma.  Þá dettur þeim í hug að Tony Blair (sem er merkilegt nokk sigursælasti forystumaður Verkamannaflokksins) geti snúið aftur og þá dettur þeim í hug að lausn á vandræðum sínum geti verið að endurreisa Alþýðuflokkinn.

Því ekki er ástæðan málefnin (sem eru þau bestu í heimi, en þarfnast samt endurskoðunar) og ekki eru fólkið (nema í Bretlandi) þannig að það hljóta að vera umbúðirnar.

Retro er málið.

 


mbl.is Blair hugar að endurkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband