Vinstri flokkarnir boða leið franskra sósíalista

Það er líklega ekki seinna vænna fyrir íslensku vinstriflokkana að taka up leið franskra sósíalista hvað varðar 35 stunda vinnuviku.

Því meira að segja franskir sósíalsistar eru að gefast upp á þessu baráttumáli sínu.

Það hefur einfaldlega ekki virkað.

Stytting vinnuuvikunnar átti að draga úr atvinnuleysi (er þörf fyrir það á Íslandi) og "dreifa" störfum á meðal launþega.

En eins og flestir vita er atvinnuleysi í Frakklandi í kringum 10% og hefur verið það lengi. (Atvinnuleysi dróst þó saman stuttu eftir innleiðingu 35 stunda vikunnar árið 2000, en þá voru sömuleiðis betri tímar (um skamma hríð í efnahagnum).

Nú vilja Frakkar frekar láta það eftir aðilum vinnumarkaðarins að semja sín á milli um vinnutíma og hafa hann jafnvel mismunandi eftir fyrirtækjum og starfsstéttum.

En Íslenskir sósíalistar eru oft dulítið á eftir "kúrfunni".

Þess má svo til gamans geta að skoðanakannanir benda til þess að Hollande sé nokkurn veginn eini sósíalistinn í Evrópu sem nýtur minni stuðnings en Samfylkingin, en samkvæmt nýjustu könnunum eru 4% Frakka ánægðir með hann sem forseta.

Spurning er hvort að Samfylkingin geti gert betur en það á kjördag?

 

 


mbl.is Styttri vinnuvika innan seilingar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband