Þeir segja að maðurinn lifi ekki af geimvísundunum einum saman

Margt skondið gerist jafnan í kosningabaráttu, en ég held að þetta sé það fyndnasta sem ég hef séð fyrir þessar kosningar.

Það er einfaldlega ekki hægt að búa þetta til, eins og maðurinn sagði, þetta gerist bara í raunveruleikanum.

Vissulega er það ágætt að Ísland taki þátt í geimvísindaáætlun, en sem vinnumarkaðsstefnu er það frekar þunnur þrettándi.

Eiginlega ekki boðlegt.

En hvað lengi telja Píratar sig geta boða að þeir hafi enga stefnu og hafi engan tíma til þess að setja sig inn í málin?

Þingmenn þeirra hafa verið á launum hjá þjóðinni í næstum 4. ár við að mynda sér skoðun og stefnu.

Einn þingmanna þeirra hefur verið á launum við það í næstum 8 ár.

Þeir stæra sig af því að þeir hafi fjöldan allan af meðlimum, virkt spjall og þar fram eftir götunum.

En stefnan er engin í mörgum málaflokkum.

Það veit engin hver er stefna Pírata í vinnumarkaðsmálum, landbúnaðarmálum, hvort þeir vilja að Ísland eigi að vera í NATO og svo má lengi telja.

Eins og Ólafur Ragnar Hannesson sagði, "þetta eru engin geimvísindi".

En það þarf að hafa stefnu og það þarf að taka afstöðu.

Það er engin þörf á þingmönnum sem sitja hjá oftar en ekki.

P.S. Misritunin í fyrirsögninni er með vilja.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband