Hver eru rökin fyrir fyrir því að banna "búrkíni"?

"Búrkíní" hylur vissulega meira af líkama þeirra kvenna sem það kjósa að nota en við vesturlandabúar erum vanir, alla vegna á síðustu árum, en er það ekki einkamál hvers og eins?

Það er ekki hægt að halda því fram að "búrkíni" hylji meira af andliti eða höfði einstaklinga en flestar sundhettur gera, hvað þá t.d. lambhúshetturnar frá 66°N sem börnin mín voru svo hrifin af að nota á veturna. 

Og víða í sundlaugum er skylda að nota sundhettur, fyrir bæði konur og karla.

Ég get ekki fundið neina skynsamlega ástæðu fyrir því að banna notkun "búrkína" og það er ef til vill rétt að leiða hugann að því að fyrir ekki svo mörgum áratugum voru bíkíní bönnuð hér og þar, vegna þess að þau þóttu sýna of mikið.

Allt annað er að mínu mati að vilja banna notkun hinna eiginlegu "búrka" og "niqab".

Þar eru andlit notenda algerlega hulin og í raun erfitt að gera sér grein fyrir því er þar er á ferð. Slíkt getur valdið margvíslegum vandræðum í nútíma Vestrænum samfélögum og getur hindrað þátttöku einstaklinga í þjóðfélaginu á ýmsan hátt.

En að banna "búrkíni" er of langt gengið í hina áttina, ef svo má að orði komast.

En því miður er hætta á slíkum "yfirboðum" frá stjórnmálamönnum sem vilja láta líta svo út fyrir að þeir séu að "tækla vandamálin", og slíkt virkar í allar áttir.


mbl.is Frönsk stjórnvöld verja búrkíníbannið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Boð og bönn Jú hvað er það .

First verið er að ræða Búrkur eða svoleiðis klæðnað er að vita Hvers vegna þau voru notuð, þegar fólk hefur vaknað og skilur til hvers það var notað laungu fyrir þann tíma sem að maúslimar voru og hétu þá sjá allir að það á að banna með öllu í heimi þessum í dag annað er forheimska því það hefur ekkert með trú á almættið að gera ef fólk heldur slíkt þá er það ekki bara heimskt heldur aforheimskt,Vaknið og fræðist áður en þið andmælið eða ekki því það sem ég segi er SANNLEIKURINN

Jón Sveinsson, 20.8.2016 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband