Endurheimt votlendis lykilverkefni

Það ku vera rétt hjá Reykjavíkurborg að votlendi, varðveisla þess og endurheimt mun vera ákaflega mikilvægt til bindingar kolefna og varðveislu lífríkis.

Það kann því að virka nokkuð skringilegt að ef ég hef skilið stefnu borgarstjórnar rétt er eitt af hennar helstu stefnumálum að þrengja að og byggja í helstu votlendissvæði borgarinnar.

Væri nú ekki ráð að halda stefnunni með niðurlagningu flugvallarins áfram, en í stað þess að leggja stóran hluta svæðisins undir byggingar, væri stefnt að endurheimt og stækkun votlendis?

Þannig fengi borgin "öflugt lunga" nálægt hjarta sínu.

Skyldi slíkt ekki neitt hafa borist í tal í París? Í það minnsta yfir kaffibolla á Champs Élysées?

 


mbl.is „Hér iðar allt af lífi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband