Kvótagreifarnir í 101

Það er fyrir all nokkru búið að setja kvóta á hlutfall veitingahúsa í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir all nokkru varð þessi kvóti fullnýttur, ef ég hef skilið rétt.

Merkilegt nokk, þá var ákveðið þegar kvótinn var settur á að þeir sem höfðu leyfi fyrir heldu þeim, en ekki var farið í að auglýsa þau laus til umsóknar eða að bjóða þau upp.

Eins oft vill verða þegar kvótum er komið á, verður það til þess að "kvótinn" verður verðmæti.

Þannig hefur heyrst að verðmæti veitingaleyfa og -staða, á "kvótasvæðinu" hafi aukist og reynt sé að kaupa veitingaleyfi/veitingarekstur "innan kvóta".

Heyrst hefur af "samþjöppun" á kvótanum og vissulega gerir þetta alla nýliðun erfiðari.

Í raun þarf ekki að efa að almennir reykvíkingar bera skarðan hlut frá borði, þegar arðinum af þeirri auðlind sem miðbærinn í Reykjavík er, er skipt.

Svo ekki sé minnst á eigendur fasteigna sem ekki geta fengið kvóta og eru þannig sviptir frjálsum afnotarétti á eignum sínum. Til framtíðar þarf ekki að draga í efa að kvótaleysið getur orðið til verðlækkunar á fasteignum þeirra

Það má ótrúlegt vera ef borgaryfirvöld, Samfylkingin, Björt framtíð, Vinstri græn og Píratar ætla að láta málið standa eins og það er nú komið.

Það hlýtur að vera á stefnuskránni að innkalla öll veitingaleyfi og endurúthluta þeim með reglulegu millibili, eða jafnvel að bjóða þau út til 1. eða 2. ára í senn.

Þannig myndi arðurinn af miðbæjarauðlindinni skila sér til allra reykvíkinga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta var þörf ábending. Nú hafa andstæðingar kvótans tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. 

Ragnhildur Kolka, 3.12.2015 kl. 10:40

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ragnhildur Þakka þér fyrir þetta. Já, kvótakerfi eru aldrei af hinu góða, en eru þó í sumum tilfellum nauðsynleg.

Ég hygg að flestir geti þó verið sammála að mun meira var undir hvað varðaði fiskistofnana en miðbæ Reykjavíkur.

En það er ekki til nein leið við kvótasetningu sem allir verða sáttir við að ég tel.

En það er auðveldara að hafa hátt og tala digurbarkalega um málefni sem maður hefur ekki lögsögu yfir.

En Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar eru hvað varðar miðbæ Reykjavíkur "kvótaflokkar".  Ekki það að ég reikni með að hinir flokkarnir í borgarstjórn séu honum mótfallnir.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hvort að kvótinn verði "boðinn upp" áður en kjörtímabilinu er lokið.

Einhvern veginn á ég ekki von á því.

G. Tómas Gunnarsson, 3.12.2015 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband