Maastricht skilyrðin

Ég var að þvælast um netið þegar ég sá á einhverju bloggi að verið var að ræða að ef færi fram sem horfði, og "stöðugleikaaðgerðin" tækist vel og gjaldeysishöft yrðu afnumin, væri Ísland í þeirri stöðu að uppfylla flest skilyrði Maastricht samkomulagsins, hvað varðar upptöku á euro.

Það vantaði eingöngu að uppfylla skilyrði hvað varðaði vaxtakjör.

En hvað varðaði verðbólgu, afkömu hins opinbera (skuldir og halla) og jafnvel gengistöðugleika lyti dæmið vel út fyrir Ísland.

Þetta telja ýmsir merki þess að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið.

Það er vissulega rétt að horfur í efnahagsmálum Íslendinga eru að mörgu leyti öfundsverðar. Sigur er ekki unninn, ef svo má að orði komast er útlitið er gott og kúrsinn virðist réttur.

Flest stefnir í rétta átt og til betri vegar.

Verðbólga er lág, skuldir hins opinbera (og reyndar heimilanna einnig) fara lækkandi, atvinnyuleysi er lágt, kaupmáttur eykst og framtíðarhorfur all bjartar.

Hví í ósköpunum ætti slík staða að hvetja íslendinga til að ganga í "Sambandið" og taka upp euro?

Hvað mörg euroríki skyldu nú uppfylla skilyrðin til að vera þar, eftir mislanga dvöl sína á myntsvæðinu?

Skyldi Eurosvæðið sem heild (meðaltal ríkjanna) uppfylla skilyrðin sem þar gilda?

Hvert er atvinnuleysið á Eurosvæðinu?

Það er á Eurosvæðinu að nú er glaðst yfir því að í síðasta mánuði, jókst "verðbólga" og varð 0%, svæðið er, alla vegna í bili, komið út úr verðhjöðnun.

Það er á Eurosvæðinu, að glaðst er yfir því að atvinnuleysi dróst saman um 0.3%, og er nú ekki nema 10.8%, það lægsta í 3. ár.

Vissulega eru vextir lágir á Eurosvæðinu, verulega svo en á Íslandi. Seðlabanki Eurosvæðiðisins hefur nú stýrivexti sína í mínus og "prentar" peninga eins og enginn sé morgundagurinn.

Slík er örvæntingin við að reyna að "hrista" líf í efnahag svæðisins.

Að bera saman vexti á Íslandi við nágrannalönd sem standa í stórfelldri preningaprentun og öðrum aðgerðum til að keyra gengi gjaldmiðla sinna niður, er langleiðina út í hött.

Reyndar eru æ fleiri að komast á þá skoðun að (of) lágir vextir séu alvarleg meinsemd sem skapi æ fleiri vandræði til framtíðar, því lengur sem þeir gilda, en það er önnur saga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland sækir því aðeins um ESB-aðild að þjóðin sjái fram á að uppfylla skilyrðin fyrir aðild. Það er því undarlegt að halda því fram að einmitt á slíkum tímapunkti sé engin ástæða til að ganga i ESB.

Að flagga meðaltölum hagtalna fyrir ESB-ríkin eru engin rök í þessu sambandi enda ástandið mjög mismunandi í þessum löndum. Samanburður við lönd þar sem fyrrum austantjaldslönd og Suðurevrópulönd er stór hluti heildarinnar er út í hött. Við eigum að bera okkur saman við þau ESB-lönd sem við höfum borið okkur saman við hingað til. Þar hallar verulega á Ísland.

Það er einnig fráleitt að taka ákvarðanir um langtímahagsmuni á grundvelli tímabundins ástands. Vegna ótrausts gjaldmiðils er efnahagsástandið hér dæmt til að sveiflast mun meira en í evrulöndum. Tilgangurinn með ESB-aðild og upptöku evru er ekki síst að draga úr þessum sveiflum sem eru okkur mjög skaðlegar og óhemju dýrar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 11:02

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur  Þakka þér fyrir þetta. Þú segir: Ísland sækir því aðeins um ESB-aðild að þjóðin sjái fram á að uppfylla skilyrðin fyrir aðild.

Þú villt þá líklega meina að umsókn Samfylkingar og Vinstri grænna, undir forystu Jóhönnu, Steingríms og Össurar hafi verið alger vitleysa. Þá var Ísland langt frá því að uppfylla skilyrðin og engan vegin fyrirsjáanlegt að þjóðin næði að uppfylla þau á þeim tíma sem þau lofuðu að aðlöguunarviðræður tækju.

En það er á slíkum tímapunkti sem nú, engin ástæða fyrir Ísland að fara að binda trúss sitt við bandalag, sem meira að segja forystumenn þess segja að sé nokkurn veginn "komið fram yfir síðasta söludag", nema gripið verði til harkalegra aðgerða.

Það er betra að sleppa slíku og halda í sjálfstæðið.

Þess utan má velta því fyrir sér hvort að rökrétt sé að fara í bandalag þar sem "yrrum austantjaldslönd og Suðurevrópulönd er stór hluti heildarinnar", eins og þú réttilega segir.

Það eru þó ekki hvað síst A-Evrópulönd, s.s. Eystrasaltslöndin og Pólland, sem eru að ýmsu leiti bjartari hlutinn í "Sambandinu".

Þú ef til vill nefnir þau lönd sem hafa euro og uppfylla öll Maastricht skilyrðin?

Það er rétt að meðaltöl segja aldrei nema hluta sögunnar. Í raun er ástandið utan "kjarna" Eurosvæðisins mun hræðilegra en nokkrar meðaltalstölur geta gefið til kynna.

En Ísland verður aldrei eitt af kjarnaríkjunum, sem peningastefna og aðgerðir Eurosvæðisins mun taka mark á. Ísland mun alltaf standa utan þeirra, þó að á einhverjum tímapunkti kunni hagsmunir Íslands að fara saman með "kjarnanum", er líklegt að það heyri til undantekninga.

Það er til dæmis engan vegin hægt að færa rök fyrir því að það sem Ísland þurfi á þessum tímapunkti séu neikvæðir stýrivextir eða stórfelld peningaprentun.

Vissulega eru vextir á Íslandi háir, en hitt væri ekki betra.

G. Tómas Gunnarsson, 31.10.2015 kl. 14:05

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þegar eða ef Íslendingum tekst að lenda þar sem einhverjum skilyrðum er fullnægt, eins og tildæmis Evrópusambandsaðild, þá er það meðal annars vegna þess að þeir eru ekki í Evrópusambandinu. 

Ef hægt er að ná þessum ágæta árangri án þess að vera í Evrópusambandinu, tilhvers þá að vera að sækja þar um aðild ?

Á einhverjum tíma hafa Grikkir, Írar, Spánverjar, Ítalir uppfyllt þessi skilyrði, en af hverju eru þessi samfélög í vanda nú og af hverju eru þau enn í Evrópusambandinu án þess að fullnægja inngöngu skilyrðum ? 

Hrólfur Þ Hraundal, 31.10.2015 kl. 22:03

4 identicon

Þegar sótt var um aðild var búist við að aðildarskilyrðin yrðu uppfyllt í lok viðræðna nokkrum árum seinna. Ef viðræðum hefði verið haldið áfram væri aðild nú í sjónmáli. Það var því vel til fundið að sækja um aðild á þessum tíma en mjög ábyrgðarlaust að slíta viðræðunum.

Þú virðist hafa lítinn skilning á hvað í ESB-aðild felst nema að þú sért að grípa til blekkinga í áróðursskyni. Þau vandamál sem ESB á við að etja snerta flest ESB-löndin lítið, að amk kosti ekki meira en ef þau væru utan ESB. Þessi vandamál myndu engu breyta fyrir Ísland sem aðildarríki.

Þó að það sé bull að miða við meðaltöl innan ESB er það þó skárra en að miða allt við Grikkland eins og hingað til hefur verið algengast meðal andstæðinga ESB.

Kallarðu það sjálfstæði að þjóðin sé tilneydd að fara eftir tilskipunum ESB varðandi 70%-80% af þeim lögum og reglum ESB sem munu gilda hér eftir inngöngu? Það samræmist betur sjálfstæði að sitja við sama borð og aðrar ESB-þjóðir og taka þátt í ákvörðunum. Þess vegna líst Cameron betur á ESB-aðild en EES-samstarf.

Það segir sína sögu um ávinninginn af ESB-aðild að jafnvel sú þjóð sem hefur höndlað aðildina verst, Grikkir, vill fyrir alla muni vera áfram í ESB með evru. Þó að Skotar íhugi að segja skilið við Bretland og Katalónía við Spán kemur ekki annað til greina fyrir þær en að vera áfram í ESB.

Það er af og frá að með ESB-aðild fylgi endilega neikvæðir stýrivextir og stórfelld peningaprentun. Svigrúm einstakra ríkja innan ESB er það mikið að auðvelt er að komast hjá því ef skynsamlega er staðið að málum.

Það er fráleitt að Pólland og Eystralandslöndin séu bjartasti hluti ESB þó að framfarir hafi orðið þar miklar einkum eftir upptöku evru þar sem það á við. Þessar þjóðir standa Norður- og Vesturevrópulöndunum langt að baki.

Eystralandslöndin njóta þess hve fámenn þau eru einkum Eistland. Fámennum löndum hefur flestum vegnað mjög vel í ESB ekki síst vegna þess hve mikill fengur er i evru fyrir þau. Fámennið kemur í veg fyrir að þau geti með góðu móti haft eigin gjaldmiðil. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 01:35

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hrólfur Þakka þér fyrir þetta. Get tekið undir flest, en það er rétt að halda því til haga að "Sambandið" og Eurosvæðið er ekki það sama, þó að vissulega sé skeggið skylt hökunni.

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Ísland hefði vissulega uppfyllt flest ef ekki öll skilyrði fyrir "Sambandsaðild" að aðlögunarviðræðum loknum, en það er ekki það sama og Maastricht skilyrðin fyrir upptöku euros.

Það var engin von til þess að Ísland myndi uppfylla þau skilyrði á síðasta kjörtímabili, en á því sagði Samfylkingin að greitt yrði atkvæði um samninginn.

Eins og svo margt annað stóðst það auðvitað ekki, en það er önnur og sorglegri saga.

Það hefur margsinnis komið fram á undanförnum vikum, bæði hjá íslenskum og norskum aðilum að löndin taki tæplega 10% af lögum og tilskipunum "Sambandsins" upp.

Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að Grikkir vilji vera áfram í "Sambandinu". Enginn annar væri líklega tilbúinn til að henda endalaust fé í "hítina". Höggið til skamms tíma yrði gríðarlegt fyrir Grikki. Það er því ekki skrýtið að þeir vilji halda í euroið, betri er djöfullinn sem maður þekkir o.s.frv, og meðan að "Sambandið" dælir euroum inn, er það besti díllinn sem býðst.

Euro aðild, sem er sjálfkrafa fylgisfiskur "Sambandsaðildar", sérhvert ríki lofar því að taka upp euro við fyrsta hentugleika, þó að í raunveruleikanum flýji þjóðir eins og svíar og pólverjar frá þeim örlögum eins og þeir framast mega.

Euroaðild í dag fylgja neikvæðir stýrivextir og massív peningaprentun. Ekkert land á Eurosvæðinu hefur komist hjá því, enda engin undankomuleið.

Hvað mörg lönd innan Eurosvæðisins uppfylla öll skilyrði til þess að eiga aðilda að því?

Auðvitað stand þjóðir eins og Eystrasaltsríkin og Pólland langt að baki löndum V-Evrópu í lífskjörum, enda með áratuga böl sósíalismans á bakinu. En þau eru að mörgu leyti bjartari parturinn (ég sagði ekki bjartasti) hlutinn nú um stundir.

Eistlandi vegnar ekki vel vegna þess að það er fámennt, ekki vegna þess að það hefur euro, heldur vegna þess að þar hefur ríkt járnagi í ríkisfjármálum.

En þar er útlitið þó ekki of gott þessa stundina, ekki síst vegna þess hve efnahagsástand í Finnlandi er slæmt, en það er læst í euroinu, og horfist í augu við sársaukafulla "innri gengisfellingu" vegna þess.

G. Tómas Gunnarsson, 1.11.2015 kl. 14:43

6 identicon

Eftir inngöngu okkar í ESB mun aðeins tiltölulega lítill hluti af lögum og reglugerðum ESB geta átt við hjá okkur vegna þess að það sem eftir er fjallar um það sem ekki er til að dreifa hjá okkur.

Þegar talað er um að við tökum upp 70-80% af lögum og reglugerðum ESB er að sjálfsögðu átt við það sem getur átt við hjá okkur. Talsmenn ESB hafa staðfest þessa prósentu.

Að bera saman annars vegar það sem getur átt við hjá okkur og hins vegar öll lög ESB og reglugerðir er út i hött.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.11.2015 kl. 07:10

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

"Becoming a member of the EU is a complex procedure which does not happen overnight. Once an applicant country meets the conditions for membership, it must implement EU rules and regulations in all areas.

...

Due to the huge volume of EU rules and regulations each candidate country must adopt as national law, the negotiations take time to complete."

http://europa.eu/about-eu/countries/joining-eu/index_en.htm

Það er engin undanþága frá lögum og reglugerðum, þó að vissulega fjalli sum þeirra um hluti sem ekki eða varla þekkjast á Íslandi.

Hinsvegar:

"Some people say that Norway is forced to accept all EU regulations. In fact, despite the EEA agreement, most EU regulations do not apply to Norway. Between 2000 and 2013, Norway adopted 4,723 directives and regulations through the EEA agreement. In the same period, the EU adopted 52,183 pieces of legislation. Of all EU legislation, only 9 per cent was adopted into the EEA agreement."

En vissulega hefur mátt heyra mismunandi skoðanir og útreikninga á þessari hlið og mikið verið um hana deilt.

En þessar tölur 52.183 og 4.723 tala sínu máli.

G. Tómas Gunnarsson, 2.11.2015 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband