Evrópusambandið eða lýðræði?

Ég get heilshugar tekið undir með forseta Portúgals þegar hann segir að vinstri stjórn sé ekki það sem Portúgal þarfnist nú.

En þrátt fyrir það er ég alfarið á móti því framferði hans að hundsa meirihlutann á nýkjörnu þingi Portúgal og sniðganga þannig vilja portúgalskra kjósenda.

En það kemur í ljós æ oftar að leiðir lýðræðisins og Evrópusambandsins séu ekki samþættanlegar.

Setningar úr fréttinni vekja ugg, og sýna út í hvaða ógöngur ríki innan Evrópusambandsins láta "hagsmuni" þess leiða sig.

"For­set­inn sagði að lýðræðið yrði að víkja fyr­ir regl­um evru­svæðis­ins og aðild­ar­inn­ar að því sem vörðuðu mik­il­væg­ari hags­muni. Eng­in rík­is­stjórn í Portúgal hefði í þau 40 ár sem landið hefði verið lýðræðis­ríki nokk­urn tím­ann stuðst við „and­evr­ópsk öfl“. Þar ætti hann við öfl sem hefðu meðal ann­ars bar­ist gegn Lissa­bon-sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins, væru hlynnt því að Portúgal segði skilið við evru­svæðið og vildu að NATO yrði leyst upp."

Hvort að forsetanum var gert ljóst að Seðlabanki Eurosvæðisins myndi grípa til "sinna ráða" ef stjórnmálaöfl sem ætluðu ekki að hlýða kæmust til valda, eða hvort forsetinn var sinn "eigin herra" veit enginn, en fordæmi þess að Seðlabankinn virki sem "handrukkari" Eurosvæðisins, vekja vissulega spurningar.

En það er ljóst að að í Portúgal gilda ekki lengur niðurstöður lýðræðislegra kosninga, þar tekur forsetinn það sem hann telur hagsmuni Eurosvæðisins framyfir.

Verðum við þá að telja að þeir hagsmunir séu andsnúnir lýðræði?

 

 

 

 


mbl.is Vill ekki vinstriflokka í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

G. Tómas, þú getur sennilega svarað spurningunni sjálfur, ESB stjórna öllum sambandsríkjunum og jafnvel hinum sem ekki eru í sambandsrikjasambandinu, þeir hafa sýnt það í orði og verki í gegnum árin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.10.2015 kl. 20:10

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Valdaklíkan í Portúgal hefur lítinn áhuga á lýðræði!

Eyjólfur Jónsson, 26.10.2015 kl. 21:51

3 identicon

Það kemur hvergi fram og er ekki sagt neinstaðar að um hagsmuni Evrópusambandsins sé að ræða eða að neinn telji svo vera. Ekki einu sinni gefið í skin að Evrópusambandið hafi nokkuð með þessa ákvörðun forseta Portúgal að gera eða hafi vitað af henni. Ályktanir þínar byggjast því á misskilningi og fjörugu ímyndunarafli, viljandi eða óviljandi, kryddaðar og bornar fram með andúð á ESB.

Vagn (IP-tala skráð) 27.10.2015 kl. 01:20

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vagn hvenær ætlar þú að vakna frá þessu blauta ESB.

Auðvitað er ESB með fingurnar í þessu Portúgala máli alveg eins og þeir hótuðu Íslendingum, ef þeir settu ekki viðskiptabann á Rússana.

ESB er eiturnaðra sem allir ættu að forðast.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 27.10.2015 kl. 04:27

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jóhann Þakka þér fyrir þetta. Vald "Sambandsins" er vissulega mikið, en því hefur þó gengið misjafnlega að beygja lönd undir vilja sinn. Áhrifamesta tækið undanfarið hefur verið Seðlabanki Eurosvæðisins.

@Eyjólfur Þakka þér innleggið.

@Vagn Þakka þér fyrir þetta. Auðvitað talar forseti Portúgal eisn og hann hugsi fyrst og síðast um hagamuni Portúgal. En þegar hann segir að ríkisstjórn landsins geti ekki byggst á öflum (flokkum) sem eru andsnúnir Evrópusambandinu (þó að hann noti orðið "Europe", sem "Sambandssinnar" um öll lönd hafa reynt að stela og gera að sínu), þegar hann segir (á ensku, ég er ekki það sleipur í Portúgölskunni):

In 40 years of democracy, no government in Portugal has ever depended on the support of anti-European forces, that is to say forces that campaigned to abrogate the Lisbon Treaty, the Fiscal Compact, the Growth and Stability Pact, as well as to dismantle monetary union and take Portugal out of the euro, in addition to wanting the dissolution of NATO.

Undirstrikunin er mín.

Það er líka nokkuð vitað hvernig Seðlabanki Eurosvæðisins var notaður til að fá ríki s.s. Írland, Ítalíu og Grikkland til þess að "ganga eftir línunni".

En í upphaflega pistlinum fullyrti ég ekkert um að slíkt hefði átt sér stað í Portúgal, en leyfði mér að velta vöngum um slíkt.

En eftir stendur að lýðræðið í Portúgal og val kjósenda virðist talið af forseta landsins ógn við landið og Evrópusambandið.

G. Tómas Gunnarsson, 27.10.2015 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband