Offramboð á yfirvöldum?

Það hefur aukist að fyrrum sjálfstæði ríki eða einstök héruð viji kljúfa sig úr ríkjasböndum að nýju, jafnvel eftir hundruði ára samstarf.

Þar á meðal er Katalónía, en á Spáni hafa Baskar (eða alla vegna stór hluti þeirra) sömuleiðis lengi viljað öðlast sjálfstæði.

Flsestum ætti að vera í fersku minni atkvæðagreiðsla um sjálfstæði í Skotlandi, og ekki er langt síðan Tékkóslovakía skiptist í tvennt.

Júgóslavía brotnaði sömuleiðis upp, og margir hafa efasemdir um framtíð Belgíu.

Færeyjar og Grænland hugleiða aðskilnað frá Danmörku og barátta íbúa Quebec er sömuleiðis vel þekkt.

Fjöldamörg önnur dæmi má finna víðsvegar um heiminn.

Ef til vill er þetta ekki síst tilkomið vegna "offramboðs á yfirvöldum". Borgararnir vilja færri "yfirmenn", stytri boðleiðir.

Ef við tökum "týpíska" borg í Evrópusambandinu, er ekki ólíklegt að stjórnkerfið sé  eitthvað á þessa leið:

Í borginni eru að sjálfsögðu hverfisráð (í þeim stærri), síðan kemur borgarstjórn, í mörgum ríkum er síðan fylkis eða héraðsstjórn, með sitt eigið þing, síðan er auðvitað landsstjórnin og þing, og svo er Brusselveldið, með sitt þing og tilskipanir.

Persónulega þykir mér það ekki þurfa að koma á óvart að vilji sé til að "klippa" eitt eða fleiri stig af.

Borgararnir líta svo á að "yfirmennirnir" eigi að gæta hagsmuna sinna og vita sem er að þeir eiga það til að þynnast út, eftir því sem þau fara í gegnum fleiri "síur".

 


mbl.is Sjálfstæðissinnar lýsa yfir sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband