Að gera meiri kröfur til einkaaðila en opinberra

Það er rétt að fagna því að frumvarp um frjálsa sölu á áfengi skuli verða lagt fram á ný. Hvernig sem fer, er fyllsta ástæða til þess að Alþingi taki afstöðu til málsins og almenningur fái að sjá hverjir eru fylgjandi og hverjir á móti.

En ég set nokkurn fyrirvara við aukin skilyrði og refsigleði sem hefur bæst við frumvarpið.

Vissulega er það svo að allir eiga að fara eftir lögunum. Til að tryggja það er rétt að hafa einhverjar refsingar.

En hvort að allt að 6 ára fangelsi sé réttlætanlegt fyrir það eitt að einhver mistök eigi sér staði í afgreiðslu finnst mér vel í lagt.

Það er rétt að hafa í huga að líklega hafa þúsundir undir lögaldri keypt áfengi í í verslunum ríkisins (ÁTVR) i gegnum tíðina. Sá sem þetta skrifar er einn af þeim.

Aldrei hefur verið talað um að refsa þurfi fyrirtækinu, sekta það, fangelsa afgreiðslufólk eða stjórnendur fyrirtækisins.

Er nauðsynlegt að þyngja refsingar svo um munar, ef sala er færð í hendur einkaaðila?

Þykir það sjálfsagt að gerðar séu mun strangari kröfur til einkafyrirtækja en opinberra, þannig að engin mistök megi eiga sér stað?

P.S. Svo um endurtekin og ítrekuð brot, gegnir að sjálfsögðu öðru máli um afbrot af þessu tagi, rétt eins og öll önnur.

 

 


mbl.is Áfengisfrumvarpið flutt aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er vakin athygli á enn einu atriði sem mælir gegn því að sala á áfengi verð gerð frjáls.

Eigendur verslana hagnast á því að selja fólki undir lögaldri áfengi. Slík sala mun því líklega aukast mikið nema viðurlög við slíkum brotum verði þeim mun þyngri.

Í raun mæla öll rök gegn afnámi áfengiseinkasölu ríkisins. Það eru ekki gild rök að einkaaðilar (sérhagmunaaðilar) eigi að fá að hagnast á kostnað ríkisins (almennings). 

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.9.2015 kl. 10:58

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur þakka þér fyrir þetta. Eins og oft áður hefur þú frekar skrýtið sjónarhorn á málið (að mínu mati).

Lítum t.d. á tóbak. Þar er staðan akkúrat öfug miðað við áfengið. Heildsala er á vegum ríkisins (einkaaðilar hafa þó umboð) en einkaaðilar sjá um smásölu.

Reglulega eru gerðar tilraunir til að fá einkaaðila til að selja einstaklingum undir lögaldri tóbak, og fá þeir bágt fyrir ef slíkt hendir. Manst þú eftir að slíkt "prób" hafi verið reynt við "Ríkið" og þess krafist t.d. að viðkomandi útibú missi söluleyfið?

Ætti t.d. útibúið á Akureyri að missa söluleyfið ef það væri endurtekið staðið að því að selja 18 og 19 ára einstaklingum áfengi?

Svo er það merkilegt að sala fer minnkandi á tóbaki, en eykst á áfengi, sem sýnir auðvitað að það eru allt aðrir þættir en hver söluaðilinn er sem skiptir máli.

G. Tómas Gunnarsson, 17.9.2015 kl. 16:56

3 identicon

Þarna er ólíku saman að jafna. Freistingin fyrir ríkisfyrirtæki til að selja þeim áfengi sem eru undir lögaldri er engin meðan einkafyrirtæki geta hagnast verulega á því. Þess vegna þarf meiri fælingarmátt gegn einkafyrirtækjum. Hann felst í hærri sektum.

Sala á tóbaki hefur farið minnkandi einkum vegna þess að reykingar eru verr séðar en áður fyrr. Það má nánast hvergi reykja innanhúss í dag. Fólk fer jafnvel út á svalir heima hjá sér til að reykja. Ekkert þessu líkt hefur átt sér stað með áfengi. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.9.2015 kl. 18:40

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Það er margt sem ber að hafa í huga. Að vera ríkisstarfsmaður, gerir einstakling ekki að "súpermanni". Sumum þeirra kann að vera nákvæmlega sama um aldur þeirra sem eru að versla, rétt eins og starfsmanni einkafyrirtækis.

Hver hefur verið refsins ríkisfyrirtækins fyrir að selja einstaklingum undir lögaldri í gegnum áratugina? Engin.

Það að tóbakssala hefur minnkað í gegnum tíðina, sýnir að einkaðilar megna ekki að auka söluna til að auka hagnað sinn.

Vissulega hefur áfengissala aukist undanfarin ár, en þar þar líka að taka inn í dæmið, breytur eins og sívaxandi ferðamannastraum, og einnig hlutfalla smygls og bruggs, sem vissulega er erfitt að meta.

G. Tómas Gunnarsson, 19.9.2015 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband