Góður "díll"

Mér sýnist þetta innlegg ríkisins í kjarasamninga vera hið besta mál.

Hækkun skattleysismarka hækkar ráðstöfunartekjur hjá öllum um jafna krónutölu, og verðtrygging á þau er sanngjörn, ekki kemur fram við hvaða vísitölu er miðað, en eðlilegast væri líklega að miðað við vísitölu framfærslu.  Þetta er góð búbót fyrir hina lægri launuðu og kemur sér án efa vel.

Vonandi verður þó ákveðið að halda áfram með skattalækkanir þær sem boðaðar voru um áramót, þó eðlilegt sé að þær verði eitthvað lægri en áður hafði verið ætlað.

Það er mikill misskilningur að lækkun skatta sé svo mikill þennsluhvati, eyðsla á peningum er jafn mikill eða lítill þennsluhvati, hvort sem hún fer fram hjá hinu opinbera eða einstaklingum.

Að hækka aldursmörk barnabóta getur ekki talist óeðlileg breyting (þar sem lögum samkvæmt eru einstaklingar börn lengur en áður), en er þó ekki eitthvað sem ég tel æskilegt. En auðvitað felst í samningum að farinn er ákveðinn millivegur og menn ná samkomulagi.

Það verður líka að teljast fagnaðarefni að útlit sé fyrir áframhaldandi stöðugleika á vinnumarkaði á Íslandi, það er það sem skiptir mestu máli, og skapar auðlegð og velferð fyrir íslendinga.

Það sem ætti svo að koma í kjölfarið á þessum samningum, er tilkynning frá ríkinu og gjarna  sveitarfélögum líka, um að unnið sé hörðum höndum að því að minnka útgjöld hins opinbera, ýmsum framkvæmdum verði slegið á frest, og umsvif þessara aðila minnkuð langvarandi.  Ég býst reyndar ekki við því, en skrifa ef til vill meira um það síðar.

Því miður er líklega of seint að hætta við Héðinsfjarðargöng.

P.S. Ég gleymdi alveg að minnast á "vaxtabætur".  Það er líklega rétt að hlaupa undir bagga, þegar markaðsástæður breytast jafn hratt og hefur gerst undanfarin ár.  En auðvitað ætti að draga úr þeim á einhverju fyrirfram ákveðnu árabili, þangað til þær falla niður.  Það er auðvitað ekki rétt að ríkið umbuni þeim sem skulda, sé með öðrum orðum að hvetja til lántöku hjá almenningi.


mbl.is Samkomulagi náð um kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband