Illa unnin/útfærð skoðanakönnun og/eða fjölmiðlaumræða

Ég get hreinlega ekki orða bundist yfir svo rangri umfjöllun í fjölmiðlum.  Ekki veit ég hvort að við Capacent-Gallup er að sakast, eða mbl.is, eða báða aðila.  En alla vegna ættu blaðamenn að vera það fróðir um samfélagið á 'Islandi að fyrirsagnir sem hér er boðið upp á ættu ekki að sjást.

"Mikill meirihluti segir 35.72% tekjuskatt of háan."

Það er ekki að undra, enda tekjuskattur á Íslandi langt frá því að vera 35.72%.  Tekjuskattur á Íslandi er síðast þegar ég vissi rétt tæp 23%, 22.75 ef ég man rétt.  Síðan bætist við álagninguna á milli 12 og 13% útsvar sem rennur til sveitarfélaganna (12.97% að ég held í staðgreiðslunni, en síðan er möguleiki á að það minnki í endanlegu uppgjöri).

Það má að vísu virða blaðamönnum/og eða spyrjendum það til vorkunnar að báðar þessar álögur leggjast á tekjur fólks, en það er samt rík ástæða til að gera þar greinarmun á.

Þetta rifjar upp þá tillögu sem var í umræðunni fyrir nokkrum misserum að það þurfi að gera greinarmun á álögum ríkis og sveitarfélaga á launaseðlum fólks, og miðað við þessa umfjöllun er svo sannarlega ekki vanþörf á.

Hitt er svo allt annað mál, að það má vissulega stefna að því að lækka tekjuskatt enn frekar frá þessum 23%, en það breytir því ekki að þessi umfjöllun er öllum fjölmiðlum sem hafa snefil af sjálfsvirðingu til skammar.

Það hefur oft vantað í umræðuna undanfarið þegar rætt er um vaxandi hlut hins opinbera í þjóðartekjum að það sé skilgreint í hverju sá vöxtur felist, hvaðan eru þessar tekjur að koma og hvernig er skipting þeirra á milli ríkis og sveitarfélaga, en hér tekur þó vissulega steininn úr.

Ég fagna því hins vegar að meirihluta svarenda virðist sjá að betra sé að beita fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti fyrirtækja af hógværð, og fagna sömuleiðis vilja þeirra til að lækka tekjutengda skatta.  En auðvitað þarf að koma fram hvort að þeim þyki ástæða til að gera það hjá ríkinu eða sveitarfélögunum, nú eða hvoru tveggja.


mbl.is Mikill meirihluti segir 35,72% tekjuskatt of háan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann H.

Sammála þér.  Vill einnig benda á pistil Kristins H. Gunnarssonar. um svipað efni: http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1116 .

Jóhann H., 21.4.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að það þurfi mikinn vilja til að lesa mikinn áróður úr þessu, enda fyrir hvern ætti sá áróður að vera, að tala um tekjuskatt sem næstu 36%?

Ég held að í grunninn séu skoðanakannanir taldar nokkuð "öruggt", ódýrt, og uppsláttarefni.  Ég held að áhrif þeirra séu ofmetin, þó að vissulega geti einhver áhrifa haft að menn vilji ekki kjósa "lúsera", en ég held að kjósendur kjósi ekki mjög strategískt, heldur frekar eftir skoðunum sínum.  Ég er enda þeirrar skoðunar að mönnum hætti um of til að gera lítið úr kjósendum, þeir eru skynsamar "skepnur".

Hitt verð ég þó að viðurkenna að fer stundum í taugarnar á mér, þegar fjölmiðlar fá spekinga til að "fabúlera" um úrslit kosninga og þeir leggja út frá þeim, oft að mér finnst ekki á hlutlausan máta, og fjölmiðlarnir meðhöndla svo það sem spekingarnir segja einst og stórfrétt.

G. Tómas Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband