Neikvæðar auglýsingar

Ég geri mér vel grein fyrir því að í fjölmiðlumhverfi samtímans er baráttan hörð. Þegar æ færri eru reiðubúnir til þess að greiða fyrir fjölmiðlanotkun, þá verður æ erfiðara fyrir þá að ná til fjármagn, til að veita þá þjónustu, sem við viljum þó svo gjarna njóta.

Ég er mikill notandi "ókeypis" fjölmiðla, bæði Íslenskra og annara.

Ég á auðvelt með að sætta mig við auglýsingar, því ég geri mér grein fyrir því að þær eru órjúfanlegur þáttur ókeypis miðla, og jafnvel þeirra sem þó krefjast áskriftargjalds.

En of ágengar og "ruddalegar" auglýsingar virka neikvætt, í það minnsta á mig, bæði fyrir auglýsenda og fjölmiðil.

Því eru vefir Vefpressunar komnir út af mínum fjölmiðlarúnt.

Ég þoli einfaldlega ekki auglýsingar sem spila síendurtekin skilaboð.

Það má þola þau einu sinni eða svo, en ekki meir.

Enn síður, fá slíkar auglýsingar fá mig til að skipta við viðkomandi fyrirtæki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég sé aldrei neinar auglýsingar á netinu, þökk sé Firefox og öllum hugsanlegum adblokkerum. Er ég þá free rider?

Auglýsingar eru óþolandi. Að þær séu nauðsyn er bara ekki rétt.

Eru auglýsingar á Wikipediu? Nei, en samt er hún líklega einn mest notaði vefur í heimi.

Kristján G. Arngrímsson, 2.4.2015 kl. 00:11

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Ég er nú reyndar að nota Firefox, finnst það alla jafna skemmtilegasti vafrinn. En ég hef nú ekki hlaðið niður neinum "blokkurum". Mér hefur ekki fundist ástæða til. Hef ekkert á móti auglýsingum, og finnst þær eðlilegur þáttur af fjölmiðlun.

En þegar ærandi skilaboð spilast í sífellu, er mér nóg boðið.

Auðvitað ert þú jafn mikill "free rider" að segja má og þeir sem komu sér hjá því að borga RUV afnotagjaldið í "gamla daga", en horfðu samt á.

Ég held að það verði seint byggðir upp fjölmiðlar með sama sniði og Wikipedia, en að er auðvitað önnur saga.

Ef til vill þarf ég að athuga þetta með "blokkara".

G. Tómas Gunnarsson, 2.4.2015 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband