Ein mynt, eitt ríki?

Það er ekkert nýtt að lesa um að "fjármálaspekingar", eða hagfræðingar telji að euroið og Eurosvæðið, geti ekki gengið til langframa með núverandi uppbyggingu.

Slíkar viðvaranir hefur mátt heyra frá því að euroinu var komið á fót.

Einhver kann að segja, "en það lifir nú enn", sem það gerir vissulega, en 16 ár eru í sjálfu sér ekki löng saga gjaldmiðils.

Það er sömuleiðis rétt að hafa í huga að gjaldmiðillinn er að segja má búin að vera í krísu u.þ.b. þriðjung af "æviskeiðinu". Og ekki er um fyrstu vandræðin að ræða, því 2001 gripu G7 ríkin til neyðarráðstafana til að "rétta" euroið af.

Og á fleiri hafa viðrar samskonar eða álíka skoðanir og finna má í þeirri frétt sem þessi færsla er tengd við.

Að núverandi uppbygging, sameiginlegur gjaldmiðill, með miðstýrðri peningamálstefnu, en 19 mismundandi efnahagsstefnur gangi ekki upp til lengri tíma litið.

Það verði að koma til sameiginleg yfirstjórn efnahagsstefnunar, sambandsríki í einni eða annari mynd.

En vandamálið er að slíkt myndi líklega ekki njóta mikils stuðnings í ríkjum Eurosvæðisins, nema ef til vill á afmörkuðu svæði í Belgíu.

Því verður líklega enn um sinn haldið áfram að setja plástra á sárið, neyðarfundir verða haldnir.

Peningaprentun sem nú er hafin, ásamt gengisfalli eurosins síðastliðið ár, sem er í kringum 25% á móti Bandarískum dollar, munu vissulega hjálpa Euroríkjunum og dempa vandamálin.

En þau hverfa ekki, vegna þess að innbyrðis samkeppnishæfið á Eurosvæðinu breytist ekkert, og þar hafa Þjóðverjar nú aferandi stöðu.

Þar dugar ekkert nema harkaleg, "innri kostnaðarlækkun", launalækkanir, niðurskurður o.s.frv.

Ein af þeim þjóðum sem horfist í augu við slíkar sársaukafullar aðgerðir, eru Finnar. Talið er að þeir, eins og Frakkar, hafi glatað u.þ.b. 20% af samkeppnishæfi sínu gagnvart Þjóðverjum. 15% gagnvart Svíum (sem hafa sína eigin krónu).

Það hefur hitt tvo mikilvæga geira í Finnlandi illa fyrir, tæknigeirann og viðar og pappírsiðnað.

Vissulega má segja að ytri aðstæður hafi verið Finnum erfiðar, en það að þurfa einnig að glíma við hækkandi gjaldmiðil á sama tíma (vegna velgengni annara þjóða) gerir verkefnið helmingi erfiðara.

Atvinnuleysi hefur vaxið hratt í Finnlandi og er nú um 9%, halli á ríkissjóði var á síðasta ári 3.75% og er það í fyrsta skipti sem Finnland brýtur gegn "stöðugleikasáttmála" eurosins. Skuldir stefna sömuleiðis yfir 60% markið á þessu ári, ef þær eru ekki þegar komnar þangað.

Finnland er því enn eitt landið sem ekki uppfyllir skilyrðin til að vera á Eurosvæðinu.

 

 


mbl.is Evrusvæðið ósjálfbært án eins ríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein mynt fyrir mörg ríki getur vel gengið upp. Ef aðeins er horfst í augu við hvað felst í upptöku slíks gjaldmiðils er það engum vandkvæðum bundið eins og reyndin er með flest evruríkin.

Það er talinn mestur ljóður á evrunni að einstaka þjóðir geti ekki lækkað gengi gjaldmiðilsins til að bjarga sér út úr erfiðleikum.

Í reynd er það mikill kostur. Gengislækkun er neyðarúrræði sem helst á ekki að grípa til vegna þeirra afleiðinga sem hún hefur.

Gengislækkun auðveldar stjórnmálamönnum að hlaupast undan ábyrgð á mistökum sínum. Þeir geta því haldið áfram að sukka.

Gengislækkun dregur úr kaupmætti launa því að hún veldur verðbólgu. Kaupmáttur launa skerðist því fljótlega eftir kjarasamninga.

Gengislækkun leiðir til tilfærslu fjár, oftast frá hinum verr settu til hinna betur settu. Gengisfellingarmöguleikinn er því rót spillingar.

Í stað þess að sukka og fella svo gengið verða evruþjóðir að gæta þess að lifa ekki um efni fram og grípa til einfaldra hagstjórnartækja eftir því sem þörf krefur. Þannig verður ávinningurinn af evru gífurlegur.

Þeir hagfræðingar sem eru á móti evru eru fæstir ef nokkrir af evrusvæðinu. Þetta eru yfirleitt Bretar og Bandaríkjamenn sem óttast að evran verði þeirra eigin gjaldmiðli skeinuhættur.

Rússar eru einnig í þessum hópi enda sjá þeir ofsjónum yfir að fyrrum ráðstjórnarríki gangi í ESB.

Erfiðleikar hjá fáeinum evruríkjum eru byrjunarerfiðleikar. Vandræði Grikkja verða öðrum viti til varnaðar. Þegar frá líður verður öllum ljóst hvað þarf til svo að dæmið gangi upp.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 15:12

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur  Þakka þér fyrir þetta.  Hvað eru þær margar þjóðirnar á Eurosvæðinu sem uppfylla öll skilyrði til þess að vera á Eurosvæðinu?

Þú ef til vill telur þær upp hér í athugasemdum?

Hvað eru það margar þjóðirnar sem hafa aldrei brotið skilyrðin?

Hver vegna þurfa Þjóðverjar að sætta sig við að gjaldmiðill þeirra hefur fallið um 25% gagnvart Bandarískum dollar á síðasta ári, eða svo?

Er eitthað í Þýskum efnahag sem réttlætir slíkt gengissig?

Eða er það dæmi um að stjórnmálamenn séu að hlaupast undan ábyrgð?

Þýski seðlabankinn er andvígur peningaprentun (sem auðvitað á sinn þátt í gengisfallinu), er það dæmi um ábyrga embættismenn, sem eru neyddir til að taka þátt í peningaprentun gegn vilja sínum?

Hvað í efnahag ríkja eins og Grikklands, Portúgal, Spánar, Írlands, Frakklands, Ítalíu, Finnlands, réttlætti styrkingu gjaldmiðils þeirra á árunum sitt hvoru megin við 2010? Eða byggðist sú styrking á velgengni annara þjóða?

Skuldir þjóða á Eurosvæðinu hafa vaxið gríðarlega undanfarin ár, er það ekki einmitt dæmi um að "lifa um efni fram", eins og þú nefnir það?

Hvaða "einföldu hagstjórnartæki" eru það sem þú nefnir og ríki á Eurosvæðinu hafa ekki gripið til?

Því eitthað hlýtur að vera að hjá flestum þeirra, því stöðnun, samdráttur, kreppa og verðhjöðnun hrjáir flest þeirra. 

Er ekki tímabært að þú nefnir þessu einföldu hagstjórnartæki, sem virðast ekki hafa verið notuð?

Hagfræðingar um víða veröld hafa varað við euroinu og uppbyggingu þess. Þar á meðal margir af Eurosvæðinu, ekki síst Þýskumælandi hluta þess. Þeir eru of margir til þess að telja upp.

Sá síðasti sem ég man eftir, er einmitt eftirlæti vinstri manna þessi dægrin Thoma Piketty, sem sagði að með euroinu hefði verið skapað "skrýmsli".

Ég held að engin öfundi þjóðirnar á Eurosvæðinu af euroinu, nema ef það væru þá Rússar, rúblan er ekki að gera sig þessa dagana.

Það eru erfiðleikar hjá mun meira en "fáeinum" ríkum á Eurosvæðinu.

Þú vilt svo vonandi upplýsa hér, hvað það er sem þar að gera "svo að dæmið" gangi upp, frekar en að tala svona í "óljósum möntrum".

G. Tómas Gunnarsson, 30.3.2015 kl. 16:01

3 identicon

Furðulegt að líta á Þýskaland sem fórnarlamb í evrusamstarfinu eftir allan áróðurinn um að það sé nánast eina ríkið sem hagnist á því.

Ef það er rétt mat að Þýskaland hafi hagnast mest á samstarfinu er þá ekki kominn tími til að hagsmunir annarra séu hafðir í fyrirrúmi?

Allt samstarf gengur út á málamiðlanir. Þú færð þitt fram hér en gefur eftir þar. Með samstarfi næst bestur árangur og þess vegna er það þess virði að fórna einhverju fyrir það.

Það er ekki áhyggjuefni þó að einstök ríki uppfylli ekki tímabundið öll skilyrði fyrir inngöngu í ESB. Ég held að það hafi aldrei verið gert ráð fyrir að það gæti ekki gerst.

Það er hægt að færa rök fyrir erfiðleikum hjá öllum ríkjum. ESB- eða evruríkin skera sig ekkert úr hvað þetta varðar þó að þau fái kannski meiri fjölmiðlaumfjöllun vegna þess að þau láta sig varða hag hvers annars.

Það hefur verið hagvöxtur á evrusvæðinu síðustu fimm ársfjórðunga sem er meira en verður sagt um Ísland. Ég þarf ekki að endurtaka hve illa Ísland kemur að öðru leyti illa út úr samanburði við þau ESB-lönd sem hefð er fyrir að við berum okkur saman við.

Það hefur rýrt samkeppnishæfni evrulanda að önnur lönd hafa verið að prenta peninga í gríð og erg. Gengi evrunnar rauk þá upp úr öllu valdi. Nú hefur verið ráðin bót á þessu og hefur gengi evrunnar lækkað aftur og samkeppnishæfni evrulanda batnað.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 18:55

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Auðvitað er Þýskaland ekki fórnarlamb í eurosamstarfinu. En Þýskur almennningur þarf í að búa við það að gjaldmiðill hans hefur fallið um 25% gagnvar dollar síðastliðið ár.

Er það kjaraskerðing fyrir Þýskan almenning?

Hann hefur í þokkabót þurft að búa við það að gjaldmiðillinn hefur í raun verið "sígengisfelldur" svo árum skiptir, og í raun rænt kaupmætti af almenningi þar.

Það er að segja ef að kjararskerðing er eina afleiðing gengisfellingar, og kemur verst niður á almúganum.

En auðvitað hefur það þýtt betra atvinnuástand í Þýskalandi og aukin straum innflytjenda, sem rennir betri grunn undir lífeyriskerfi landsins, en hefur þveröfug áhrif í öðrum löndum.

Þú ert líklega að tala um skilyrði fyrir upptöku euros, en það eru reyndar til langar reglugerðir um sektir og aðrar refsingar ef skilyrðin eru ekki uppfyllt.

En þeim hefur ekki verið beitt, vegna þess að Þýskaland og Frakkland voru fyrstu ríkin til að brjóta reglurnar og Frakkland gerir það nokkuð reglulega nú orðið. En þá er hægt að framlengja undanþágur, sem eru að vísu að verða að "reglu".

Það koma regulega upp vandræði hjá öllum þjóðum, það er rétt. En Eurosvæðinu hefur tekist að búa sér til alveg einstök vandræði, með reglulegum neyðarfundum, og sér ekki endan fyrir.

Það er enda ekki út af neinu sem æ fleiri gera sér grein fyrir að uppbyggingin stenst ekki til lengdar og tala um "skrýmsli".

Það má til sanns vegar færa að Eurosvæðið hefði átt að byrja á peningaprentun fyrr, en þannig er ákvörðunarferlið, Eurosvæðið virðist alltaf vera á eftir "kúrvunni".

En á meða euroið styrktist barðir þú (og margir aðrir "Sambandssinnar") þér á brjóst og dásamaðir hve sterkur gjaldmiðill euroið væri. En þegar allt kemur til alls, var engin innistæða fyrir því.

Ætlar þú virkilega ekki sað segja frá hvaða "einföldu hagstjórnartæki", þarf að nota til að blómstra á Eurosvæðinu?

Eða hvað það er sem "þarf að gera" svo að dæmið gangi upp?  Eiga þetta bara að vera óútskýrðar möntrur?

Það eru milljónir manna út um allt Eurosvæðið sem gjarna vildu fá slíkar lausnir.

G. Tómas Gunnarsson, 30.3.2015 kl. 19:21

5 identicon

Hagstjórnartækin eru útskýrð á öðrum þræði.

Gengi evru hefur lækkað um 20% frá því fyrir ár, ekki 25%.

Ég hef aldrei barið mér á brjóst yfir háu gengi evrunnar. Ég hef hins vegar vísað til þess þegar menn hafa haldið því fram að hún væri að hruni komin.

Ég hef reyndar bent á að það kæmi sér vel fyrir mörg evruríki ef gengi evrunnar lækkaði. Finnar hljóta td að hrósa happi.

Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara ef þú ert ekki að halda Þýskalandi fram sem fórnarlambi. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir að allt samstarf byggir á málamiðlun.

Að tala um að þýskur almenningur þurfi að búa við þetta eða hitt vegna evrusamstarfsins lýsir ósanngjarnri meðferð á þeim. Er hann þá ekki fórnarlamb?

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.3.2015 kl. 21:15

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Veistu virkilega ekki hvað er átt við með einföldum hagstjórnartækjum? Skv þeim á að hækka skatta i þenslu og lækka þá í samdrætti til að draga úr sveiflum. Hækkun vaxta og lækkun veðhlutfalls lána í þenslu er annað dæmi.

(Tekið af öðrum þræði)

Þetta eru einföldu hagstjórnartækin sem Ásmundur mælir með að Euroríkin noti, og þá lendi þau ekki í vandræðum.

@Ásmundur  Þakka þér fyrir þetta. Það er rétt að benda þér á að Euroríkin geta ekki hækkað og lækkað vexti hjá sér. Það ákveður Seðlabanki Eurosvæðising og þar gildir "ein stærð fyrir alla". Hvernig ríkisstjórnir þeirra eiga að hækka og lækka lánshlutfall eftir efnahagsástandi er mér einnig hulin ráðgáta.

Eftir stendur að þau geta hækkað og lækkað skatta. Þú vilt þá líklega meina að vandræði Grikklands, Portúgal, Spánar, Ítalíu, Sloveniu, Frakklands, Finnlands og fleiri ríkja á Eurosvæðinu sé vegna þess að þau hafi ekki verið nógu dugleg við að breyta skattprósentum?

Eða hvaða "einföldu hagstjórnartæki" eru það sem þau eiga að beita til að þeim gangi vel á Eurosvæðinu?

Gengisfall eurosins er í kringum 22%, munar auðvitað aðeins til og frá dag frá degi. Og auðvitað skiptir það máli hvort að það kaupir 105 cent, eða hífir sig upp í 108. En það skiptir í sjálfu sér ekki megin máli, gengisfallið er á milli 20 og 25%.

Hvað varðar "Þýsk fórnarlömb", er auðvitað ekkert einhlýtt svar við því, frekar en mörgu öðru?

Ef það sem þú skrifar hér að ofan er rétt: "Gengislækkun dregur úr kaupmætti launa því að hún veldur verðbólgu. Kaupmáttur launa skerðist því fljótlega eftir kjarasamninga.", þá eru allir launþegar á Eurosvæðinu fórnarlömb peningaprentunar/gengisfellingar eurosins. Hvað verst úti hafa auðvitað Þýskir launþegar orðið, því að þeirra gjaldmiðill hefur í raun verið "sígengisfelldur" um árabil, sem hefur þá rýrt kjör þeirra.

Hin hliðin á "peningnum", er hins vegar sú að margir atvinnuleysingjar á Eurosvæðinu fá hugsanlega vinnu, ef aðgerðin heppnast vel.

Það sama hefur reyndar verið upp á tengingnum í Þýskalandi undanfarin ár, enda atvinnuástand með því besta sem gerist á Eurosvæðinu. (Þetta gildir ekki eingöngu um Þýskaland, en nokkur önnur lönd).

Og hvort vegur svo þyngra?  Atvinnuástandið eða kaupmáttarskerðingin?

En þegar talað er um að Þýskaland hafi hagnast á euroinu og "sígengisfellingunni", er auðvitað verið að tala um landið í heild. En svo er auðvitað spurning hvernig því er skipt.

Hvað hafa raunlaun í Þýskalandi hækkað í undanförnum 10 til 15 árum? Hvernig hefur þýskum fyrirtækjum almennt vegnað á sama tíma?

En því verður ekki á móti mælt að atvinnuástand hefur verið gott, þrátt fyrir síaukinn straum innflytjenda (sem er gott fyrir Þýskaland, skilar skattgreiðslum og púkkar undir eftirlaunakerfið).

G. Tómas Gunnarsson, 31.3.2015 kl. 07:06

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Fín yfirlitsgrein um euroið í Viðskiptablaðinu:

http://www.vb.is/skodun/115640/

G. Tómas Gunnarsson, 31.3.2015 kl. 08:15

8 identicon

Það er athyglisvert að þegar þegar ESB-sinnar vilja lága vexti þá segja andstæðingarnir að við fáum ekki þessa lágu vexti því að þeir séu misháir í ESB og verða hér með hæsta móti.

En þegar talað er um misháa vexti sem hagstjórnartæki eru skyndilega ekki hægt að hrófla við þeim. Vextir á evrusvæðinu eru misháir vegna þess að aðstæður eru mismunandi og þeir eru notaðir þar eins og annars staðar sem hagstjórnartæki.

Að sjálfsögðu er hægt að ákveða að lækka veðhlutfall fasteignalána. Vaxtalækkanir og lægra veðhlutfall eru hagstjórnartæki sem draga úr fasteignaviðskiptum. Það kemur svo í veg fyrir að íbúðaverð hækki of mikið og slær þannig á þenslu.

Ég hef aðeins bent á að einföld hagstjórnartæki komi í staðinn fyrir gengislækkunarúrræðið og reyndar gert meira gagn en það vegna hliðaráhrifa og spillingar sem fylgir gengislækkunum. Að sjálfsögðu er evran ekki allra meina bót.

Þrátt fyrir þrotlausar ábendingar frá andstæðingum ESB um hvað hinar og þessar þjóðir fari illa út úr samstarfinu, una þær allar glaðar við sitt og vilja alls ekki segja sig úr því. Skyldu þær vera svona vitlausar?

Það segir sig sjálft að launahækkanir auka kostnað fyrirtækja sem varpa þeim hækkunum út í verðlagið. Það rýrir kaupmátt launa.

Þetta á sérstaklega við um Ísland þar sem launahækkanir eru yfireitt meiri en annars staðar vegna mikillar verðbólgu. Auk þess hefur verðtrygging áhrif til hækkunar á lánum. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 10:24

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Þú verður æ illskiljanlegri. Ríkisstjórnir einstakra land Eurosvæðisins ráða eðlilega ekkert um vaxtastig, ekki frekar en ríkisstjórnin á Íslandi. Hvar hefur þú orðið var við að ríkisstjórnir ákveði vexti?

Seðlabanki Eurosvæðisins ákveður og leggur vaxtalínuna, með ákvörðun stýrivaxta. Þeir eru þeir sömu yfir allt Eurosvæðið, eðlilega. Ríkisstjórnir hafa ekkert um slíkt að segja, þegar seðlabankar eru sjálfstæðir.

Síðan leggja bankar í mismunandi löndum, auðvitað fram sína eigin vexti og þeir eru ekki nauðsynlega þeir sömu í sama landi, hvað þá á milli landa, allt eftir ástandi og aðstæðum. Auðvitað fá mismunandi viðskiptavinir líka mismunandi vexti.

Ríkisstjórnir hafa ekkert með þetta að gera heldur. En grunnlínan er lögð af Seðlabankanum, rétt eins og á Íslandi.

Hvernig eiga ríkisstjórnir í einstökum löndum Eurosvæðisins að breyta vöxtum eða veðhlutföllum?  Sérstaklega á svæði þar sem "fjármagnið flæðir frjálst"?

Alla jafna vilja þjóðir ekki skipta um gjaldmiðil, það er svona þumalputtareglan, frekar hitt. Eiginlega engin þjóð hefur verið áfram að taka upp euro, ég man enda ekki eftir neinni atkvæðagreiðslu um það sem hefur "unnist".

Skoðanakannanir sýndu 70% Þjóðverja á móti euroinu á sínum tíma.

En nú vilja þeir halda í það. Það er ekki rétt að túlka það sem að ákvörðunin hafi endilega verið rétt, heldur ekki síður að fólki er illa við að hringla með gjaldmiðla.  Eðlilega að mínu mati.

Þjóðirnar óttast afleiðingar uppbrots Eurosvæðisins (réttilega) og svo er það auðvitað pólítískt markmið í sjálfu sér, sem faír stjórnmálamenn eru reiðubúnir til að gefa upp á bátinn.

G. Tómas Gunnarsson, 31.3.2015 kl. 10:40

10 identicon

Ég minntist ekki einu orði á ríkisstjórnir í innleggi mínu. Hagstjórnartæki koma til kasta fleiri en þeirra. Til hvers heldurðu að seðlabankar hvers lands séu ef ekki til að halda uppi efnahagslegum stöðugleika. Til þess nota þeir hagstjórnartæki.

Ríkisstjórnir hafa hins vegar bæði bein og óbein áhrif. Ef þær beita ekki valdi koma þær með tilmæli sem geta haft mikil áhrif. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þú telur að samráð á milli valdhafa og sjálfstæðra stofnana ríkisins sé óeðlilegt. Það er æskilegt ef ekki nauðsynlegt.

Jafnvel bankar beita hagstjórnartækjum enda fara hagsmunir þeirra og ríkisins að miklu leyti saman. Bankar hafa ekki hag af því að halda áfram útlánum á fullu eftir að ljóst er að bóla er í gangi sem að lokum mun springa ef ekki er gripið í taumana.

Þetta á einnig við um önnur fyrirtæki. Það er viturlegt að draga saman seglin í byggingarframkvæmdum við slíkar aðstæður.

Þegar ekki er lengur hægt að treysta á að málum verði reddað fyrir horn með gengisfellingu verða fyrirtækin að sýna meiri ábyrgð. Yfirvöld eiga að beita sér með tilmælum og viðvörunum ef ekki hreinum tilskipunum.

Grikkir hafa ekki miklar áhyggjur af evrusvæðinu sem slíku. Þeir hafa nóg með sig. Þegar þeir eru spurðir um afstöðu til evru hugsa þeir eflaust flestir þröngt. Vandamálið við myntbreytinguna kemst ekki að  þeirra þegar þeir gera upp hug sinn um þessa tvo valkosti.

Reyndar tel ég að þetta eigi einnig við um aðrar þjóðir. Í slíkum skoðanakönnunum eru þeir ekki að flækja málin og taka því aðeins afstöðu til þessara tveggja valkosta án þess að leiða hugann að beinum afleiðingum af að kasta evrunni.

Að svo miklu leyti sem ég hef séð niðurstöður úr slíkum skoðanakönnunum hafa um og yfir 80% viljað vera áfram í ESB með evru. Þessar skoðanakannanir eru að vísu ekki alveg nýjar af nálinni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 14:46

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Seðlabankar hvers lands hafa ekkert með vaxtaákvarðanir að gera.

Seðlabanki Eurosvæðisins ákveður stýrivextina, bankarnir ákveða vextina.

Ríkisstjórnir senda ekki tilmæli til seðlabanka eða banka

Hagsmunir banka og ríkisstjórnar fara ekki endilega saman. Út af hverju héldu bankar t.d. á Spáni áfram að lána, þó að það væri löngu ljóst að neikvæðir vextir væru að búa til risastóra fasteignabólu?

Það sama gerðist á Írlandi?

Líklega vegna þess að þeir högnuðust á því, eða hvað? En það er önnur saga hvort að það væri ríkinu fyrir bestu. Það endaði auðvitað með neyðarastoð fyrir bankana á báðum stöðum.

Nú bjóða bankar á Spáni 113% lán, er það skynsamlegt eða ekki, heldur þú að ríkisstjórnin hafi sent út "tilmæli" þess efnis?

Eins og ég segi, þú verður æ illskiljanlegri.

Flestir vilja ekki að gjaldmiðli sínum sé breytt, það er tiltölulega lógískt

G. Tómas Gunnarsson, 31.3.2015 kl. 15:18

12 identicon

Þessi skipting þín á þjóðfélaginu í algjörlega aðskilin hólf er mjög sérkennileg. Sem betur fer er raunveruleikinn annar.

Ef ríkisstjórnin (eða seðlabankinn) óttast að hættuleg bóla sé í uppsiglingu, ef bankar draga ekki úr útlánum, á hún að sjálfsögðu að koma þeim skilaboðum á framfæri og hvetja bankana þannig til aðhaldssemi.

Hvernig dettur þér i hug að það hafi ekki verið hagur banka að draga  úr útlánum í bólunni og koma þannig í veg fyrir hrun sem olli gífurlegum útlánatöpum bankanna?

Þú segir að flestir vilji ekki að gjaldmiðli sínum sé breytt. Það gæti skýrt þann ótrúlega molbúahátt að vilja ekki taka upp evru í staðinn fyrir krónu. Ég sé reyndar ekkert lógískt við það.

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 16:45

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur. Þakka þér fyrir þetta. Þegar þú talar um að ríki þurfi að beita "einföldum hagstjórnartækjum", er einfaldast að áætla að tala sé um ríkisstjórni, hugsanlega seðlabanka.

Ríkisstjórn, seðlbankar og bankar vinna ekki sem ein heild. Nema í alræðisríkjum.

Seðlabankar lúta ekki valdi ríkisstjórna. Sjálfstæði seðlabanka er talið mikilvægt.

Vissulega eru til undantekningar frá því, eins og seðlabanki Þýskalands, sem nú tekur þátt í peningaprentun, nauðugur viljugur, að því er talið er að Merkel hafi samþykkt prentunina.

Og af hverju fór þá bólan á Spáni og t.d. Írlandi í þær hæðir sem hún fór?

Heldur þú að engin hafi gert sér grein fyrir því að illa gæti farið? Að allir hafi talið að allt væri í lagi?

Hefur þú einhvern tíma heyrt talað um "bjargbrúnarkenningu seðlabankastjóra"? Hún var nokkuð til umræðu á Íslandi stuttu fyrir hrun. Það hlógu margir að henni, jafnvel hagfræðingar. Þú ætti að prófa að "googla" hana.

Það er mjög algengt að einstklingar vilji ekki breyta gjaldmiðli, rétt eins og að u.þ.b. 70% Þjóðverjar vildu ekki taka upp euro. Nú vilja þeir ekki taka upp annan gjaldmiðil. Það er lógískt, vegna þess að gjaldmiðilskipti skapa leiðinda umstang og óróa.

Þess utan er auðvitað ekki lógískt að vilja flytja stjórn eigin gjaldmiðils til erlends valds, en það er önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 31.3.2015 kl. 16:59

14 identicon

Ef við tökum upp evru færum við ekki stjórn eigin gjaldmiðils til erlends valds.

Þvert á móti höfum við þá sjálf vald yfir þessum sameiginlega gjaldmiðli ásamt þeim sem við deilum honum með. Þarna er mikill munur á sem andstæðingar aðildar loka augunum fyrir.

Ríkisstjórn, seðlabanki og bankar vinna í lýðræðisríkjum að sameiginlegum markmiðum þar sem verkaskiptingin er skýr.

Til að sem bestur árangur náist er æskilegt að haft sé samráð á milli þeirra. Skotheld einangruð hólf eru ekki boðleg í lýðræðisríkjum. Þar er samráð lykillin að árangri.

Það er rétt að það er algengt að menn vilji ekki skipta um gjaldmiðil. En ástæðan hefur ekkert að gera með hræðslu við leiðindaumstang.

Ástæðan er að mönnum þykir vænt um sinn gjaldmiðil og óttast að þeir muni sakna hans, hverfi hann. Þjóðerniskennd spilar þarna inn í.

Þessi atriði eiga hins vegar ekki við ef evran er gefin upp á bátinn fyrir eigin gjaldmiðil. Auk þess eru þetta tilfinningarök sem reynast léttvæg þegar á reynir.

Menn venjast nýjum gjaldmiðli á fáeinum vikum eða mánuðum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.3.2015 kl. 21:08

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Auðvitað flyst stjórn gjaldmiðilsins að stórum hluta til erlends valds. Það er ekkert flóknara. Vaxtaákvarðanir, peningaprentun og annað slíkt.

Bæði Þjóðverjar og Grikkir eru að komast að því, þó með ólíkum hætti sé þessa dagana.

Sjálfstæði seðlabanka er almennt talið mjög mikilvægt. Það hefur víða um lönd leitt til þess að ríkisstjórnir og seðlabankar virðsta stefna sitt í hvora áttina, um lengri eða skemmri tíma.

Það þykir sömuleiðis óviðunandi(þó að vissulega gerist slíkt) að pólítísk stjórnvöld séu í miklu "sambandi" við bankageirann.

Vissulega gerist slikt og verður líklega seint horfið með öllu.

En það er einmitt í lýðræðisríkjunum sem þetta fyrirkomulag nýtur hylli og þykir nauðsynlegt.

Auðvitað eru margar mismunandi ástæður fyrir því vilja ekki skipta um gjaldmiðil. Þjóðerniskennd er ein af þeim, að vilja tilheyra getur verið önnur, en þeir eru margir sem einfaldlega telja sig vita hvað þeir hafa, en ekki hvað þeir fá. Vilja ekki breyta.

Ég held til dæmis að það sé ekki yfirþyrmandi þjóðerniskennd sem hefur fengið Dani og Svía til að hafna euroinu. En eru það ekki nokkurn veginn einu þjóðirnar sem hafa látið fara fram atkvæðagreiðslu um slíkt? Mannstu eftir öðrum?

G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2015 kl. 04:18

16 identicon

Mikil minnimáttarkennd og jafnvel vænisýki felst í því að geta ekki tekið þátt í samstarfi með öðrum þjóðum öðruvísi en að líta á þær sem yfirvald.

Í stað þess að meta það sem ávinnst með samstarfinu yfirgnæfir allt annað hræðsla við að geta ekki verið fullgildur þátttakandi i slíku samstarfi og verði því að lúta valdi hinna.

Í því felst jafnvel sannfæring um að allar hinar þjóðirnar muni standa saman gegn litla Íslandi sem eigi því við ofurefli að etja. Það er hrein vænisýki.

Í slíku samstarfi munum við njóta góðs af traustum gjaldmiðli í stað ónýtrar krónu, og vandaðra laga í stað þeirrar hrákasmíðar sem íslensk lög eru.

Í slíku samstarfi höfum við sömu möguleika og aðrar þjóðir til að hafa áhrif og láta til okkar taka. Til þess þurfum við aðeins að velja hæft fólk sem við eigum nóg af.

Sjálfstæði stofnana útilokar að sjálfsögðu ekki samráð. Þvert á mót getur samráð verið nauðsynlegt til að tryggja góðan árangur. Slíkt samráð þarf að lúta ströngum reglum til að koma í veg fyrir spillingu.

Það er mikill munur á tregðu við að gefa upp á bátinn eigin gjaldmiðil,  sem menn hafa búið við alla ævi, eða sameiginlegan gjaldmiðil eins og evru.

Menn gefa ekki svo létt upp á bátinn eigin gjaldmiðil vegna þess að mönnum líkar að skera sig úr frá öðrum þjóðum og vegna þess að mönnum finnst þetta of stór breyting á daglegu lífi.

Tregða við að gefa evru upp á bátinn stafar fyrst og fremst af því að menn hafa kynnst þeim miklu framförum sem upptaka hennar innleiddi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.4.2015 kl. 08:19

17 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Seðlabanki Eurosvæðisins hefur eðlilega ákvörðunarvald yfir Euroinu. Þangað flyst valdið, og það er í raun mikið meira en samstarf, þangað er valdið flutt.

Það er auðvitað jafn mikið út í hött að segja að þar myndi Ísland hafa sömu möguleika og stærri þjóðirnar til þess að hafa áhrif á ákvörðunartökuna og ætlast til þess að hagsmunir Íslands myndu ráða einhverju við ákvörðun vaxtastigs.

Þessu hafa stærri þjóðir en Íslendingar kynnst og voru vextir t.d. í langan tíma allt of lágir á Spáni, á Írlandi og í fleiri löndum. Jafnvel neikvæðir.

Það blés eðlilega upp bólu sem síðan sprakk með þeim afleiðingum sem þjóðirnar eru enn að glíma við.

Það að allir gangi í takt að sameiginlegu markmiði er einhvers konar "sósíalísk draumsýn", sem því miður ég hef hvergi séð í framkvæmd.

Hvaða ávinning hafa Frakkar t.d. haft af euroinu? Hvernig hefur hagvöxtur þar verið á "eurotímabilin"? Hvernig hefur þróun atvinnuleysis verið?

Hvernig hefur þróun viðskiptajöfnuðar verið? Hvernig hefur þróun skulda ríkisins verið?

G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2015 kl. 08:41

18 identicon

Það er slæmt þegar menn einblína svo á aukaatriðin að aðalatriðin fara framhjá þeim.

Ummæli ESB-andstæðinga minna á fátæklinginn sem vill bara búa i einbýlishúsi, þó að hann hafi ekki efni á því, vegna þess að í fjölbýlishúsi getur hann ekki ráðið því einn hvaða litir eigi að vera utan á húsinu.

ESB-aðild krefst þess að menn aðlagist þeim veruleika sem í henni felst. Aðlögunin þarf ekki að taka langan tíma. Eftir það finna menn aðeins fyrir þeim mikla ávinningi sem í aðild felst.

Það er nokkuð ljóst að ákvarðanir Seðlabanka Evrópu um stýrivexti munu reynast okkur vel vegna þess að þeir munu leiða til miklu lægri vaxta en við höfum átt að venjast.

Lágir vextir eru ekki vandamál nema menn hafi ekki vit á að bregðast við þeim með tiltækum hagstjórnartækjum. Það er td hægt að fá banka til að hækka útlánsvexti með því að hækka skatta á fjarmálastofnanir.

Áhrif Íslands innan ESB eftir aðild fara að mestu eftir því hverjir veljast þar sem fulltrúar okkar. Í dag kemur æðsti yfirmaður ESB frá næstfámennasta landinu. Auk þess fara ákvarðanatökur innan ESB fram     skv reglum sem eru smáþjóðum mjög hagstæðar.

Það er enginn að tala um að allir gangi í takt enda gerist slíkt ekki nema í einræðisríkjum þar sem engum dettur í hug að óhlýðnast yfirboðara sínum.

Það er hins vegar æskilegt að stefna að sameiginlegu markmiði heildarinnar. Ríki, þar sem stofnanir þess stefna hver í sína áttina, ná ekki árangri nema kannski á mjög afmörkuðu sviði því að þar er hver höndin uppi á móti annarri. Er það ekki einkenni frjálshyggjunnar?

Auknar ríkisskuldir í Evrópu og annars staðar hafa ekkert með evru eða ESB að gera. Þær eiga upptök sín í bandarískum undirmálslánum sem voru falin í skuldavafningum sem voru seldir um allan heim eftir að matsfyrirtæki gáfu þeim góða einkunn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.4.2015 kl. 11:00

19 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Það þarf einmitt að aðlaga sig að raunveeruleikanum.

Lágu vextirnir sem Seðlabanki Eurosvæðisins ákvað reyndust Spánverjum, Portúgölum, Írum, Grikkjum og fleiri löndum ekki vel.

Á sama tíma hefðu þeir ekki reynst Íslendingum vel.

Það er engan veginn hægt að bregðast við því með skattlagningu á bankastofnanir, enda yrði það ekki síður hvati til að lána meira.

Æðsti yfirmaður ESB, er Juncker og er þar vegna þess að Merkel samþykkti það. Fyrr var ekki gengið frá skipun hans. Meira að segja æstir "Sambandssinnar" eru farnir að viðurkenna og segja "það er nóg að spyrja Þýskaland"; þegar þeir tala um ákvarðanir innan "Sambandsins".

Það er alger vitleysa að halda því fram að upptök Eurokreppunnar sé í Bandarískum undirmálslánum. Þá línu tók margir forystumenn í "Sambandinu" í upphafi, og héldu jafnvel að þetta væri eitthvað sem þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af.

Staðreyndin er sú að Evrópskir bankar eru mun meira gíraðir en Bandarískir, Evrópsk fyrirtæki eru almennt meira skuldsett en Bandarísk, og þó að fjármál Bandaríska ríkisins séu ekki til fyrirmyndar, þá standa þau í heildina betur en mörg Evrópsk ríki, vegna uppbygginar þeirra og gjaldmiðilsins.

Bandarísku undirmálslánin voru einfaldlega eins "kanarí í kolanámu", og vöktu vissulega athygli á sjúklegu ástandi.

En Bandaríkin eru á réttri leið, þokkalegur hagvöxtur og stefnir í rétta átt, en það sama er ekki hægt að segja um Evrópu.

Peningaprentunin gefur þó örlítin vonarneista, svæðið var þó enn í verðjöðnun í mars, en neistar sjást hér og þar. Þó í reun ekki í Frakklandi, sem er að breytast í "vandræðabarn".

G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2015 kl. 14:06

20 identicon

Bandaríkin eru komin að þolmörkum eftir alla peningaprentun síðustu ára.

Öfugt við flest ESB-löndin sýpur stór hluti almenninga þar dauðann úr skel eða allt að því. Aðeins þau fáu ESB-lönd sem létu allt reka á reiðanum eru i vondum málum að þessu leyti.

Það er afrek að ESB-ríkin hafi komist vel af án peningaprentunar öll þessi ár meðan aðrar þjóðir létu prentvélarnar stöðugt ganga.

ESB-ríkin hafa því mikið svigrúm til að komast á beinu brautina með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Leið Bandaríkjanna er að gera hina ríku ríkari á kostnað almennings.

Þýskaland nýtur engra forréttinda í ESB. Það vita þeir sem hafa kynnt sér lög og reglur sambandsins. Ef það er meira hlustað á Merkel en aðra, er það vegna þess að hún nýtur mests trausts.

Ef vel tekst til með val á fulltrúum Íslands i ESB gæti einhver þeirra hugsanlega orðið jafn áhrifamikill í ESB og Merkel.

Það vita allir sem fylgjast með að lágir vextir fyrir hrun, sem rekja má til Bandaríkjanna, freistuðu margra ríkja til að taka of mikil lán. Þess vegna voru ESB-ríkin of skuldsett þegar kreppan skall á. Kreppan olli svo því að þau þurftu að grípa til enn meiri lántöku.

Listi yfir skuldir ríkja heims leiðir í ljós að ESB-ríkin skera sig ekki úr á neinn hátt. Mörg þeirra skulda lítið og mörg ríki utan ESB skulda mikið. Allavega tvö ríki skulda meira en Grikkir sem skulda langmest af ríkjum ESB.

Miklar skuldir hafa því ekkert með evru eða ESB að gera. Það sést ekki síst á því að við erum skuldugri en flest ESB-löndin og að því er virðist með langþyngsta vaxtabyrði þrátt fyrir að við værum nánast skuldlaus fyrir hrun.

Skattahækkanir á lánastofnanir hafa þau áhrif að eftirspurn eftir lánum minnkar. Margir þeirra sem sáu fram á að geta staðið undir lánum með lágum vöxtum sjá að þeir geta það ekki lengur eftir vaxtahækkunina.

Þú virðist almennt ekki hafa trú á viðurkenndum hagstjórnartækjum. Brjóta þau í bága við kenningar frjálshyggjunnar?

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.4.2015 kl. 17:24

21 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Þakka þér fyrir þetta. Skuldir Bandaríkjanna eru of miklar, en peningaprentunin reyndist þeim vel. Við verðum að vona að hún reynis Eurosvæðinu jafnvel.

En lífstandar Bandaríkjamanna er mun hærri en "Sambandsbúa" og lífsstandard lægstu 10% í Bandaríkjunum er að jafnaði talinn mun hærri en lægstu 10% í "Sambandinu" og í raun ekki nema örfá lönd sem hugsanlega aðeins hærra í þeim samanburði, þá helst Svíþjóð, Danmörk og Finnland. Lönd eins og t.d. Þýskaland og Frakkland gera það ekki.

En svo má vissulega teigja hlutina og tvista eins og stundum er sagt. Í mörgum samanburðinum hafa líklega kjör "Sambandsbúa" versnað hratt, með gengissiginu, en slíkur samanburður hefur þó marga galla.

En margir, þar á meðal "Sambandið" sjálft, hafa áhyggjur af því hvað "Samdandið" sé að dragast aftur úr.

http://blogs.ft.com/the-world/2014/01/worrying-predictions-for-eurozone-living-standards/

http://www.forbes.com/sites/timworstall/2013/06/01/astonishing-numbers-americas-poor-still-live-better-than-most-of-the-rest-of-humanity/

Það er einfaldlega flestum að verða ljóst, hvað Þýskaland hefur mikla vigt í "Sambandinu" og hve hún hefur aukist með Eurokreppunni. Það má finna endalausar greinar um slíkt um alla Evrópu.

Lágir vextir, eru eins og ég hef oft sagt hér áður hættulegir og í raun alls ekki eftirsóknarverðir. En það eru ekki Bandríkjunum að kenna hve lágir þeir eru.

Það sést líka vel hvaðan þeir bankar eru sem eru með hvað og hafa verið með skuldir, skuldugu "Sambandsríkjanna", þeir koma frá Þýskalandi og Frakklandi.

Hvaðan voru bankarnir sem lánuðu mest og ógætilegast til Íslands?

En síðan flæddu líka mikið magn af peningum frá t.d. Japan í leit að ávöxtun.

Eins og við ræddum hér fyrir skömmu er Ísland alls ekki verr statt í skuldamálum heldur en löndin almennt í "Sambandinu" eða Eurosvæðinu.

Það eru mörg "viðurkennd hagstjórnartæki". En þú virðist ekki gera þér grein fyrir því hver af þeim standa ríkisstjórnum opin. Efasemdir fara einnig vaxandi hvað varðar virkni "viðurkenndra hagstjórnartækja" seðlabanka til að "hafa stjórn" á bönkum. Enda hefur það ekki gengið með mjög upp á síðkastið víða um lönd.

Þannig hefur t.d. frjálst flæði fjármagns þau áhrif að margir og sérstaklega fyrirtæki taka "lán yfir landamæri", jafnvel einstaklingar einnig.

Tilhneigingin hafur auðvitað verið að starfsumhverfi fyrirtækja, eins og t.d. banka sé ekki gert verra í einu landi.

Byggingarfyrirtæki á Spáni, sem er t.d. að byggja 1000 íbúðir, tekur t.d. lán í Þýskalandi, nú eða Bretlandi, ef kjörin þar eru mikið betri. Fæstar ríkisstjórnir vilja hvetja til slíks.

Þetta hefur hingað til verið talinn einn af kostum "Sambandsins".

G. Tómas Gunnarsson, 2.4.2015 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband