Bjór löglegur í 26 ár

Fyrir ungt fólk kann það að hljóma lyginni líkast að bjór hafi um langa hríð verið bannaður á Íslandi.

Sú staðreynd að eingöngu þeir sem störfuðu við millilandasiglingar eða -flug máttu löglega flytja inn bjór til landsins, kann að hljóma enn ótrúlegri.

Svo var slakað á, og hinn almenni ferðamaður mátti kaupa bjór í Fríhöfninni, en enn var nokkuð í honum væri treyst til þess að gera slíkt í Ríkinu.

Og bjórlíkið, er í senn grátbroslegur, sorglegur og fyndinn kafli í sögu áfengismenningar á Íslandi.

En bjórinn "stökk" ekki inn í Ísland "án atrennu". Líkelga hafa á annan tug slíkra tillga verið lagðar fram á Alþingi, áður en sala bjórs var lögleidd á Íslandi.

Enn sitja að ég hygg tveir einstaklingar á þingi sem greiddu atkvæði um bjórfrumvarpið.

Það eru Einar Kr. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sem ef ég man rétt var þá varaþingmaður og sagði já.

Hinn er Steingrímur J. Sigfússon, sem sagði nei.

Nú 26 árum síðar, er mikill fjöldi brugghúsa starfræktur á Íslandi, sem veita fjölda manns atvinnu og eru ótrúlega hugmyndarík. Ótölulegur fjöldi bjórtegunda eru bruggaðar og enn fleiri drukknar.

Útflutningur á bjór frá Íslandi fer vaxandi og Íslenskum bruggmeisturum fer stöðugt fram.

Til hamingu með daginn, í dag er við hæfi að fá sér einn "kaldan".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já, thad er lyginni líkast ad thad skuli hafa verid svona erfitt ad fá leyfi til ad selja bjór á Íslandi, hér ádur fyrr. Ástaeduna má ad miklu leyti rekja til manna eins og Thistilfjardarkúvendingsins, sem thegar öllu er á botninn hvolft, hefur lítid breyst.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.3.2015 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband