Einn neyðarfundurinn enn á Eurosvæðinu

Ef það er eitthvað sem starfsmenn "Sambandsins" hafa öðlast reynslu í á undanförnum árum,er það skipulagnin neyðarfunda fyrir Eurosvæðið.

Þeir eru haldnir með reglulegu millibili.

Svo hefur gjarnan tíðkast að líta svo á að Eurokreppan hafi verið leyst. Alveg þangað til þörf er á nýjum neyðarfundi.

Neyðarástandi nú, má rekja beint til ákvarðanna sem voru teknar árið 2010. Þá var ákveðið að lána Grikkjum háar fjárhæðir, undir forystu "Þrenningarinnar", Alþjóða gjaldeyrisjóðsins, Seðlabanka Eurosvæðisins og "Sambandsins".

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn var talinn mjög mikilvægur, til að "Utanaðkomandi" stimpil á málið.

En í stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins voru miklar efasemdir um áætlunina, svo ekki sé sterkara til orða tekið. Það hefur komið skýrt fram í fundargerðum sjóðsins sem var lekið.

Þar sagði fulltrúi Sviss m.a.:

We have “considerable doubts about the feasibility of the program…We have doubts on the growth assumptions, which seem to be overly benign. Even a small negative deviation from the baseline growth projections would make the debt level unsustainable over the longer term…Why has debt restructuring and the involvement of the private sector in the rescue package not been considered so far?”

Fulltrúi Indlands sagði:

The scale of the fiscal reduction without any monetary policy offset is unprecedented…(It) is a mammoth burden that the economy could hardly bear. Even if, arguably, the program is successfully implemented, it could trigger a deflationary spiral of falling prices, falling employment, and falling fiscal revenues that could eventually undermine the program itself. In this context, it is also necessary to ask if the magnitude of adjustment…is building in risk of program failure and consequent payment standstill…There is concern that default/restructuring is inevitable.”

Og svona mætti lengi halda áfram. En fulltrúar Evrópusambandsríkjanna keyrðu málið í gegn.

Svo leyfði Christine Lagarde sér að segja 2013:

“In May 2010, we knew that Greece needed a bailout, but not that it would require debt restructuring…We had no clue that the overall economic situation was going to deteriorate as quickly as it did.

En það er einn meginmunur á stöðunni 2010 og stöðunni nú. Þó að Grikkir séu í sömu ef ekki meiri vandræðum, er eignarhaldið á skuldum þeirra allt annað en var.

Nú er það að mestu leyti í eigu opinberra aðila, IMF, Seðlabanka Eurosvæðins og björgunarsjóða Evrópusambandsins.

Fjármálastofnunum (á Eurosvæðinu flestar, sérstaklega Þýskalandi og Frakklandi) var bjargða (þó að þær þyrftu að þola klippingu) en áhættan flutt yfir á skattgreiðendur í "Sambandslöndunum".

Og þar stendur euroið í sparibauknum.

Fæstir stjórnmálamannanna telja sig geta útskýrt fyrir kjósendum sínum hvers vegna þeir eigi að borga skatta sem eru svo að hluta til notaðir til að fella niður skuldir Grikkja.

En, það er þó ekki nema hluti sannleikans, því peningarnir voru að stærstum hluta notaðir til að bjarga fjármálastofnunum á Eurosvæðinu. Sem höfðu gjörsamlega ábyrgðarlaust lánað Grikkjum, allt of mikið fé, að hluta til undir hugsunnin, "euro er euro".

En hefðu fjármálstofnanirnar verið látnar falla, hefði það ógnað fjármálakerfi Eurosvæðisins, jafnvel "Samandsins" alls, og euroið sjálft hugsanlega sprungið.

Besta lausnin var því að lána Grikkjum, og "leysa kreppuna". Þangað til næst.

En það er ekki að undra þótt að Þjóðverjar vilji sýna Grikkjum fulla hörku. Þeir eru eðlilega með stærstan hlutan í björgunarsjóðum "Sambandsins" og þeir eiga einnig stærstan hluta í Seðlabanka Eurosvæðisins.

En fái Grikkir niðurfellingu verður tap björgunarsjóðanna mikið, en fari þeir í þrot verður tapið ekki minna, og þá mun Seðlabankinn einnig tapa gríðarlegum fjármunum í gegnum veðlán og neyðarlínur til Grískra banka og Gríska seðlabankans.

En það kann að vera "pólítískt ódýrara" að sýna hörku og tapa fé, en að sýna linkinnd og tapa fé.

Því ekki má svo gleyma að AfD, nýi stjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi virðist styrkja sig með hverjum deginum.

Þeir eru hlynntir "Sambandinu", en vilja leggja euroið skipulega niður.

En í vaxandi mæli virðist sem að Þjóðverjar séu að missa stjórn á ferlinu, en sitja samt sem áður uppi með stærstan hluta reikningsins.

Það er líklega hlutskipti sem Þýskir kjósendur eru ekki of sælir með.

 


mbl.is Mikið í húfi fyrir fundinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband