Hvað má virkja, hvenær má virkja, fyrir hvern má virkja. Eða ætla Íslendingar að vera "grænir í gegn"?

Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt hefur umræða um umhverfismál verið fyrirferðarmikil á Íslandi undanfarin misseri.

En það ýmsar gerðir af umhverfisverndarsinnum og málflutningur þeirra er mismunandi.  Sumir virðast helst vera gegn stóriðju, aðrir gegn virkjunum, aðrir gegn hvoru tveggja.  Þannig heyrast margar misvísandi röksemdir.

Þannig virtist t.d. Ómar Ragnarsson eiga mun auðveldar með að sætta sig við stóriðju heldur en Kárahnjúkavirkjun.  Ég gat alla vegna ekki skilið málflutning hans með það að hafa Hálslón autt og leiða rafmagn frá Norð-Austurlandi til Reyðarfjarðar (með þá tilheyrandi háspennulínum), öðruvísi.

Hvernig er það annars veit einhver hvort að "Íslandshreyfingin" er með það á stefnuskránni að hleypa úr Hálslóni?

Tekur Steingrímur J. ennþá undir þann málflutning?

Aðrir virðast vera þeirrar skoðunar að það megi virkja (bara ekki strax) og að Íslendingar megi ekki flýta sér um of að nýta orku sína, hún komi til með að hækka í verði.

Þannig tala margir umhverfisverndarsinnar, og mér heyrðist t.d. Andri Snær tala þannig í Kastljósi, að Google eða svipaðar "netveitur" gætu vel hugsanlega viljað koma til Íslands og nota hreina orku fyrir hluta starfsemi sinnar.

Látum það liggja á milli hluta að hér er verið að spila á vonir sem eru ákaflega óljósar, ekki hef ég heyrt að nokkurt fyrirtæki hafi sett fram alvarlega fyrirspurn til Íslensks orkufyrirtækis í þessa veru.  Látum það liggja á milli hluta hvaða breytingar yrðu að verða í öryggi netsambands við Íslands áður en stórfyrirtæki á þessu sviði fara að íhuga að setja hluta sinnar upp á Íslandi.

Segjum að Google eða Yahoo komi í haust og vilji athuga að setja upp útibú á Íslandi.  Hvert verður þá svarið?

Verður svarið að hér sé virkjanastopp og þeir beðnir að koma aftur eftir 5 ár, þegar verður lokið öllum athugunum og vinnu við "rammaáætlanir"?

Eða verður svarið að Íslendingar séu hættir að virkja, nema rétt si svona til að eiga rafmagn fyrir ljósum?  Síðan ætli Íslendingar að athuga málið frekar þegar hægt verði að keyra rafmagnsbíla?

Eða hvar mætti virkja fyrir þessa starfsemi?

Staðreyndin er sú að þó að vissulega væri æskilegt að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf og orkunotkun Íslendinga, þá er það stóriðja og fyrst og fremst álver, einu fyrirtækin sem hafa sóst eftir Íslenskri orku með ákveðnum hætti.

Það má sömuleiðis deila um hversu hratt á að fara í þessum efnum, en stopp er ekki rétta leiðin.  Uppbyggingin þarf að halda áfram.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið snýst ekki um að stoppa uppbygginguna - ef það er endilega markmið í sjálfu sér að nýta sem mest hlutfall af orku Íslands. Það snýst um að láta ekki alla orkuna eingöngu í álver - sem eru í eigu 1-2 aðila. Það virðist vera stór hópur fólks og stjómálamanna sem hefur sérstakan áhuga á að stækka og fjölga álverum í landinu. Hagnaður íslendinga af veru álvera er aðeins afleiddur, það er í formi einhæfra starfa og skatta. Enginn hagnaður af sölu áls verður eftir hjá íslendingum heldur rennur beint til eigenda sem eru erlend stórfyrirtæki. Bent hefur verið á það óteljandi sinnum að uppbygging vrikjana til sölu á rafmagni til álvera er fremur léleg fjárfesting - þar sem lágt verð fæst fyrir rafmagnið. Því ekki að leggja einhverja af þessum milljörðum í aðrar fjárfestingar en að byggja upp virkjanir sem taka 50-100 ár að ná til baka fjárfestingunni?

Vandamálið er að margir stuðningsmenn álvera eru aðeins að horfa til mjög skamms tíma - kannski eingöngu til nokkurra ára. Orkusamningar eru hinsvegar bundir til margra ára eða áratuga. Þróun rafmagnsverð á heimsmarkaði á hinsvegar hugsanlega eftir að breytast mikið á næstu árum - sem opnar margvíslega tækifæri til nýtingar raforkunnar á örðum sviðum en til frumframleiðslu á áli. Við settum stopp á hvalveiðar í 20 ár - af hverju ekki á stækkun eða fjölgun álvera á meðan unnið er að heildarúttekt á málinu. Það er að mínu mati óþolandi að láta hræðsluáróður erlendra álfyrirtækja hafa áhrif á afstöðu okkar í málinu - eins og þvi miður mjög margir virðast gera.

Ó (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 09:23

2 identicon

Sæll Ó

Hvet þig eindregið til að kynna þér starfssemi álvers og vinnunnar sem þar fer fram.  Tekjur af álveri hlaupa á milljörðum.  Milljarðar  á milljarða ofan.

Kjeðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan 

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að allir séu sammála um að æskilegt væri að setja "eggin í fleiri körfur" og selja Íslenska orku til fjölbreyttrar atvinnustarfsemi.  Það sem er vandamálið er að það hefur engin önnur starfsemi en stóriðja komið og sóst eftir orkunni með alvöru fyrirspurnum.

Vonandi verður það í framtíðinni, en það skiptir máli að nýta orkuna og byrja sem fyrst, sérstaklega hvað varðar vatnsaflið, því hvert ár skilar arði.

Hvað varðar það að verðið muni hækka, þá er það líka ljóst að ef verðið er bundið álverði, mun orkuverðið alltaf hækka með markaðsvirði orku í heiminum, því álverð fylgir því nokkuð eftir,  + - sveiflur hvað varðar framboð.  Það eru ekki miklar líkur á því að eftirspurn eftir áli fari minnkandi á næstunni, enda mikið notað t.d. í flugvélar (sem þarf t.d. til að flytja aukinn fjölda ferðamanna til Íslands), tölvur, barmerki, bíla, drykkjardósir, pönnur og svo ótal margt annað.

G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2007 kl. 04:08

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gleymdi því hér áðan að vissulega hafa Íslensk stjórnvöld eytt fé i aðra uppbyggingu heldur en stóriðju.

Milljarðar fóru í uppbyggingu loðdýraeldis, milljarðar fóru í fiskeldi, milljarðar hafa farið í uppbyggingu ferðaþjónustu, milljörðum hefur verið úthlutað í gegnum Byggðastofnun í hin aðskiljanlegustu verkefni.

En líklega er fátt ef nokkuð sem hefur skilað öðru eins inn í þjóðarbúið og stjóriðjan.

G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2007 kl. 05:35

5 identicon

Eða að svarið verður.. því miður þá höfum við ekki eftir neinar ár til að virkja sem gefa af sér 2 meg eins og google þarf.. nema gullfoss og dettifoss.. því að þjórsárverin fóru í álverin líka...

Geriru þér grein fyrir hvað er lítið eftir af raunverulegri nýtanlegri orku sem hægt er að ´nýta í aðra hluti en rafmagn í heimahús?

Ef ekki.. bendi ég þér á að tala við Landsvirkjun.

kær kveðja

Björg F (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 23:03

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það yrði varla uppurin orkan ef Google, eða aðrir slíkir leituðu fyrir sér með haustinu, en hvar mætti virkja?  Björg virðist ekki gefa svar við því.

Hitt er svo líka spurning hvað lengi menn vilja bíða eftir "hátækni" fyrirspurnum, því sú staðreynd stendur enn óhögguð, að það er aðeins stóriðjan sem hefur lagt fram alvöru beiðnir um Íslenska orku.

G. Tómas Gunnarsson, 5.4.2007 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband