Algerlega óskiljanlegt með tilliti til þess að einokunarsala ríkisins er enn við lýði

Eru það góðar fréttir eða slæmar fréttir að sala áfengis hafi aukist (með tilliti til allra breyta) um 5.5%?

Það fer sjálfsagt eftir því hvað sjónarhól einstaklingar velja sér.

Hvað skyldi valda aukningunni?

Er það aukið aðgengi að áfengi, eins og t.d. verslun ÁTVR á Kópaskeri, sem ef ég man rétt var ekki til staðar í janúar á síðasta ári?

Er það aukin fjöldi ferðamanna, sem eru á pöbbum og veitingastöðum sínkt og heilagt, hálf slompaðir?

Eða eru Íslendingar farnir að drekka meira?

Hvernig skyldi nú standa á því að áfengisneysla eykst, þrátt fyrir að einokunarsala ríkisins er enn við lýði?

Getur verið að einhver önnur lögmál en sölufyrirkomulagið séu þarna að verki?

 

 

 

 


mbl.is Sala áfengis jókst um 8,1% í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta er alveg öruglega útaf ferðamönnunum. Við erum að tala um sirka milljón á seinasta ári. Það hlítur að hafa áhrif á þetta. Áfengi er bara að verða dýrara og ungt fólk á framhaldsskólaaldri drekkur minna. Við skulum gera ráð fyrir því að eitthvað af þeim Bretum og Dönum sem ferðast hingað fái sér smá. 

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_alcohol_consumption_per_capita#WHO_statistics

Ég held til dæmis að Tælendingar væru lægra á þessum lista ef ekki væri fyrir alla þessa ferðamenn.

Árni Árnason (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 20:03

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Árni Ég er alveg sammála þér í með þetta atriði. Mér þætti jafnvel allt eins líklegt að neysla Íslendinga hafi dregist saman, með tilliti til þessa.

En það sýnir líka hvað erfitt er að mæla þetta og hjá mörgum löndum, t.d. Eistlandi, fer gríðarlegt magn af áfengi til annara landa.

Það sama gildir um t.d. Danmörk. Svíar og Norðmenn kaupa mikið áfengi í Danmörku til að fara með heim.

Danir fara svo yfir til Þýskalands.

Íslendingar komast upp með meiri "molbúahátt" en mörg önnur lönd, vegna fjarlægðar og erfiðleika í samgöngum. En Finnar lækkuðu t.d. verulega skatta á áfengi eftir að Eistland gekk í Evrópusambandið, en samt fara Finnar þar yfir í tugþúsundatali til að kaupa áfengi.

Víða í Evrópu má finna það sem getur kallast "áfengisferðamennsku".

G. Tómas Gunnarsson, 13.2.2015 kl. 06:15

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Árni Það má líka velta því fyrir sér hvernig fréttamennskan hefði verið ef áfengissala hefði t.d. verið gefin frjáls um áramótin síðustu. 

Hverju hefði þá verið "kennt" um aukna neyslu?

G. Tómas Gunnarsson, 13.2.2015 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband