Íslenskt heilbrigðiskerfi það 7. besta í Evrópu?

All nokkur umræða hefur farið fram um gæði Íslenska heilbrigðiskerfisins undanfarin misseri. Hún hefur í all nokkrum mæli náð inn á þess blogsíðu, og hefur eins og í mörgu öðru sitt sýnst hverjum.

En ég hef verið þeirrar skoðunar að Íslenskt heilbrigðiskerfi sé gott. Langt í frá gallalaust en gott. Ég hef oft vitnað í skýrslur Health Consumer Powerhouse máli mínu til stuðnings. Ég held að það sé á engan hallað þegar sagt er að það sé með virtustu fyrirtækjum á sínu sviði.

Það kom svo fram í umræðunni hér á síðunni að nú væri komin ný skýrsla frá stofnuninni, fyrir árið 2014 (sem ég hafði einhverra hluta ekki tekið eftir).

Í stuttu máli, þá staðfestir nýjasta skýrslan mjög góða stöðu Íslenska heilbrigðiskerfisins, en sýnir varúðarmerki, því það lætur ofurlítið undan.

Ísland var í 3ja sæti í Evrópu í skýrslunni 2013, en er nú í því 7.

Það er vissulega ekkert til að kætast yfir, en sé litið til þess að á þessum slóðum, munar ekki það miklu á stigagjöf landanna, sem og hvaða lönd það eru sem hafa sigið fram úr Íslandi, þá er ekki hægt annað en að vera nokkuð ánæðgur með stöðu Íslenska kerfisins.

Árið 2013, var Ísland í 3ja sæti, á eftir Hollendingum og Dönum. Nú hafa Noregur, Sviss, Finnland og Belgía náð fleiri stigum en Ísland og er röðin þessi:

Holland, Sviss, Noregur, Finnland, Danmörk, Belgía, Ísland. Næst koma svo Luxemborg og Þýskaland og Austurríki í því tíunda.

Danir, eins og Íslendingar síga niður listann, niður um 3. sæti.

Það er ekki hægt annað en að segja að Norðurlöndin komi all vel út, með 3.,4.,5., og 7. sætið.

En staða Íslenska heilbrigðiskerfisins er samkvæmt þessari skýrslu all góð. Vissulega er aldrei gott að síga niður lista eins og þennan, og ástæða til að gefa því gaum, en það þarf ekki nema að skoða nöfn þeirra landa sem raða sér beggja vegna Íslands, til að gera sér grein fyrir því að Íslenskt heilbrigðiskerfi er all gott.

Auðvitað er skýrsla sem þessi aldrei "hinn endanlegi stóri sannleikur", og það á ekki að lesa hana sem slíka.

Ég er ekki búinn að lesa hana alla, en hef verið að glugga í hana, hvet alla sem áhuga hafa á heilbrigðismálum að notfæra sér skýrsluna, sem má hlaða niður án endurgjalds.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er athyglisvert að sænska heilbrigðiskerfið hefur fallið um fimm sæti úr því sjötta í ellefta eftir aukinn einkarekstur hægri stjórnarinnar.

Stjórnin féll í síðustu kosningum og er reynslan af breytingunum á heilbrigðiskerfinu talin eiga stóran þátt i ósigrinum.

Þetta kemur heim og saman við rannsóknir sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor benti nýlega á. Rannsóknirnar sýndu að opinber heilbrigðisþjónusta reyndist bæði best og ódýrust.

Slíkar staðreyndir hafa þó engin áhrif á sjálfstæðismenn enda einkarekstur og einkavæðing eins konar trúarbrögð hjá þeim. Þegar þannig háttar til eru rök ekki gild. Gæði þjónustunnar og hagkvæmni eru aukaatriði.

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.2.2015 kl. 11:13

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Já, ég var búinn að sjá fall Svíanna, var reyndar að reyna að finna meira um það. Mest var talað um lengd biðlista hjá þeim. Sem í sjálfu sér ætti ekki að hafa lengst við frekari einkarekstur. En ég er ekki búinn að lesa skýrsluna nema að litlu leyti.

En löndin á toppnum, s.s. Holland (sem er að auka forskotið) er langt í frá með "rigid ríkiskerfi" og það er Sviss ekki heldur.

Það er því margt að athuga í þessu, eins og öllu öðru.

G. Tómas Gunnarsson, 11.2.2015 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband