Eru Íslendingar of kröfuharðir?

Ef marka má borgarstjórann í Reykjavík (sem vissulega er deilt um), eru Reykvíkingar of kröfuharðir.

Þeir ætlast til of mikils.

Þeir eru óánægðir með þjónustu leikskólanna, grunnskólanna, þjónustu við fatlaða, eldri borgara og barnafjölskyldur.

Líklega hafa bíleigendur ekki verið spurðir sérstaklega, eða þeir sem eiga leið um Hofsvallagötu, eða Grensásveg.

En gæti verið að Íslendingar séu um of kröfuharðir? Þeir eru jú náskyldir Reykvíkingum, ef ég hef skilið rétt.

Gera þeir of miklar kröfur til þjónustu? Gera þeir of miklar kröfur til framhaldsmenntunar, heilbrigðisþjónustu, og velferðarkerfisins?

Þetta er jú nátengt leikskólum, grunnskólum, þjónustu við fatlaðr, eldri borgara og barnafjölskyldur.

Hefur einhver velt því fyrir sér hvernig viðbrögðin hefðu verið ef einhver ráðherra ríkisstjórnarinnar hefði látið hafa það eftir sé að Íslendingar væru of kröfuharðir?

Vill einhver leiða hugann að því ef það hefði verið forsætisráðherra?

Er einhver vitræn ástæða fyrir því að fjölmiðlar á Íslandi virðast taka ríkisstjórn og borgarstjórn stærsta sveitarfélags Ísland svo ólíkum tökum?

Hvort skyldi "meðal Reykvíkingurinn" borga meira til ríkis eða borgar?

Hvort skyldu þeir sem óánægðastir eru með þjónustu borgarinnar borga meira til ríkis eða borgar?

Auðvitað er mun skemmtilegra að byggja upp "Friðarsetur" og þrengja götur en að veita þá þjónustu sem borginni er ætlað að veita, en er það það sem útsvarsgreiðendur ætlast til?

P.S.  Ef til vill mega borgarbúar vera fegnir að "vinstri fasistar" í meirihlutanum einbeita sér að þrengingu gatna, en ekki þjónustu.  Nóg er víst samt þrengt að þjónustunni.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband