Þeir kætast hér fyrir Vestan

Það má fullyrða það að þessar fréttir munu ábyggilega gleðja marga hér fyrir "Westan"  Fáir staðir á Íslandi eru fólkinu hér ofar í huga en Vesturfarasetrið. 

Margir hafa komið þangað og bera því vel söguna, en þeir eru líklega enn fleiri sem hafa áhuga á að fara þangað.

Ættfræðiáhuginn er býsna sterkur hér og margir hafa komið við á Hofsósi í "pílagrímsferðum" sínum bæði þeir sem ferðast á eigin vegum og svo auðvitað þeir sem hafa farið í "Snorra prógramið".

Það má því fullyrða að hér verði menn kátir með að fjárhagsleg framtíð Vesturfarasetursins sé trygg.

Hitt er svo auðvitað umdeilanlegra hvort að ættfræðirannsóknir eigi að vera reknar af ríkinu?

 


mbl.is Samið um fjárveitingar til Vesturfarasetursins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband