Helgartilboð - 2 tennur dregnar á verði einnar?

Auðvitað á að leyfa tannlæknum, rétt eins og öðrum að auglýsa þjónustu sína.  'Eg held að því samfara séu ekki miklar hættur.  Það er heldur ekki miklar líkur á því að við sjáum tilboð í líkingu við það sem ég setti hér í fyrirsögn.

Sjálfur bý ég þar sem tannlæknum er leyft að auglýsa, og þeir gera það í þó nokkrum mæli.  Þó verð ég að taka fram að ég man ekki eftir því að hafa nokkru sinni séð minnst á verð í tannlæknaauglýsingum hér.  Auglýsingarnar eru allar fullar af fallegu fólki sem var með ljótar tennur áður en það heimsótti viðkomandi tannlækni.

Eftir þær heimsóknir er það með fallegt bros, fullt sjálfstrausts og gengur mikið betur í lífinu.

Reyndar hef ég það eftir nokkuð góðum heimildum að hér í Kanada gefi samtök tannlækna út viðmiðunarverð fyrir félagsmenn sína, en að sjálfsögðu er þeim frjálst að vera fyrir ofan eða neðan það verð.  Samkeppnisyfirvöld hér láta sér þetta í léttu rúmi liggja.

Hins vegar væri það auðvitað til bóta, bæði hér í Kanada og á Íslandi, ef tannlæknar auglýstu nokkur verðdæmi, t.d. hvað skoðun, röntgenmynd, hreinsun o.s.frv kostaði. 

Allar upplýsingar sem neytendur fá eru tvímælalaust af hinu góða.

Svo er auðvitað spurning hvort að neytendasamtökin geti ekki gert verðkannanir á þessum vettvangi sem öðrum?


mbl.is Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband