Ef það kemur í ljós að eitthvað sé hugsanlega rangt...

Ég hef aldrei verið mjög hrifinn af eða talsmaður þess sem gjarna er kallað "fjölmenningarsamfélag", allra síst hjá smáum og fámennum þjóðum.  Það er þó rétt að hafa í huga að skilgreining á "fjölmenningarsamfélagi" er nokkuð á reiki, og ekki alltaf ljóst hvort að einstaklingar séu að tala um  nákvamlega sama hlutinn.

Oft virkar þetta sem það sem kalla má illa skilgreindur "frasi".

Það er líka rétt að hafa í hug að þó að talað sé um "eina menningu", þýðir það ekki að ólíkir, framandi menningarstraumar og áhrif, séu ekki velkomnin og raunar nauðsynleg, nú sem endranær.  Og í flestum ef ekki öllum samfélögum finnast mismunandi "menningarkimar" og hafa alltaf gert.

En mér finnst ég verða var við nokkra hugarfarsbreytingu, hér og þar á netinu undanfarna daga og ýmsir sem hafa talað fyrir "fjölmenningarsamfélagi" séu orðnir efins, eða vilji að meiri "aðlögun" eigi sér stað.

Þó að vissulega rétt að taka mið af slíkum sinnaskiptum, er rétt að hafa eftirfarandi í huga.

Þegar tveir eða fleiri skiptast á skoðunum, og í ljós kemur að ein skoðunin sé röng, eða sá sem hefur haldið henni fram viðurkennir það, þýðir það ekki að hin, eða hinar skoðanirnar séu sjálfkrafa réttar.

Stundum þarf að hugsa málið alveg upp á nýtt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þarna hittirðu sannarlega naglann á höfuðið.

Þegar litið er svo á, að samræður séu kappræður verður stundum til sú hugsunarvilla að markmiðið sé að sigra - og að sá sem sigrar hafi þá rétt fyrir sér. Þannig að til að hafa rétt fyrir sér þurfi maður ekki annað en að sigra í kappræðu.

Sem er auðvitað reginfirra. En þetta er kjarninn í MORFÍS-heilkenninu.

Kristján G. Arngrímsson, 11.1.2015 kl. 18:29

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján  Ef maður sveiflar hamrinum nóg oft og gefst ekki upp, þá kemur að því ....  lol

G. Tómas Gunnarsson, 11.1.2015 kl. 18:59

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

En auðvitað hittir maður stundum að þumalinn.  Það er bara að reyna að læra af því.

G. Tómas Gunnarsson, 11.1.2015 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband