Takk fyrir mig: Loksins las ég Spegilinn. Ábyrgðarmenn blaðsins hefðu vissulega mátt eiga von á lögsókn, en ...

Er er ekki vantrúarmaður, hvorki með litlum eða stórum staf.  Það er enda ekkert "van" við mína trú, hún einfaldlega er ekki.  Ég hef aldrei fundið hvöt hjá mér til að bindast neinum félagsskap um það.

En ég hef vissulega heyrt af félagsskapnum Vantrú. Oft hef ég haft gaman og stundum gagn af því sem þeir hafa sagt og tekið sér fyrir hendur.

Og þó að ég sé ekki endilega alltaf sammála þeim, finnst mér barátta þeirra í heildina af hinu góða.  Málstaður samtakanna er oftar en ekki jafnrétti (jafnrétti snýst um mikið meira en kyn) og réttlæti, alla vegna svo að ég hafi séð til.

Og nú birtu þeir "bannaða Spegilinn" á blogginu sínu og kann ég þeim bestu þakkir fyir það.  Ég hafði aldrei séð það áður og hefði líklega, eins og gengur, ekki sýnt því mikinn áhuga, ef ekki hefði komið til bannsins.  Það er líka umhugsunarvert.

Nú er ég auðvitað búinn að hlaða því niður.  Það er líklega ekki refsivert af minni hálfu, enda bý ég erlendis, en vissulega gæti Vantrú lent í vandræðum vegna dreifingar.  Líklega eru þeir undir það búnir.

Ég er ekki búinn að lesa blaðið spaldanna á milli, en glugga í það og lesa margt.

Persónulega get ég ekki séð neina ástæðu til að gera mikið veður út af efni blaðsins.  Það er sumt fyndið, sumt ef til vill rætið, sumt smekklítið eða laust og svo fram eftir götunum. 

Það er þó auðvelt að sjá að hægt sé að beita "guðlastslögunum" gegn blaðinu.

En, í blaðinu er mikið um nafn eða myndbirtingar af þekktum aðilum og skopast af því af miklum móð. Slíkt er í sjálfu sér ekki óeðlilegt en getur verið afar móðgandi og jafnvel særandi.

Einstaklingur sem verður fyrir slíku á að sjálfsögðu rétt á því að kæra til dómstóla ef hann telur sig verða fyrir ærumeiðingum.  Það er réttur hvers og eins.

En það kann að líta út fyrir að vera nokkuð "smásálarlegt".  Og fyrir marga er sálin mikilvæg og jafnvel mikilvægara að hún sé ekki talin lítil.

Því var það að mér flaug strax í hug eftir að hafa gluggað í Spegilinn að líklegasta atburðarásin í málinu hefði verið sú að móðgaður einstaklingur, hefði viljað forðast að líta út sem smásál, og frekar kosið að kæra fyrir guðlast.

Er reynt er að hugsa 30 ár aftur í tímann, tel ég yfirgnæfandi líkur á því að margir af nafngreindum einstklingum hefðu getað unnið meiðyrðamál gegn Speglinum. 

En það er ólíklegt að reisn eða orðspor viðkomandi hefði aukist.

Sé litið til nýjasta meiðyrðamáls sem ég hef lesið um á Íslandi, verður hins vegar að teljast líklegra að Spegillinn hefði verið sýknaður.

En þó af ólíkum ástæðum sé, ættu allir að geta sammælst um að lögin um guðlast eru óþörf.  Trúleysingar af augljósum ástæðum, en þeir sem trúa, telja sig líklega vita að guð dæmir alla, bæði lifendur og dauða, þó að síðar verði.

Það ætti því að vera óþarfi að skjóta móðgunum í hans garð til jarðneskra dómstóla.

Þeir eru hins vegar meðal annars fyrir þá sem telja sig verða fyrir meiðyrðum eða mannorðsárásum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband