Hubble sjónaukinn gerir ekki myndir

Stórkostleg mynd, bæði frá sjónarmiði ljósmyndunar og stjörnufræði (þó að ég hafi takmarkað vit á stjörnufræði).

Til fyrirmyndar að mbl.is skuli birta hana og leyfa lesendum að njóta.

En Hubble sjónaukinn "gerir" ekki myndir, alla vegna finnst mér það klaufalega orðað.

Hubble tekur myndir.

Ljósmyndarar gera sumir hvoru tveggja.  Það er að segja þeir "stilla upp" myndefninu áður en þeir taka myndina.  Hagræða ljósum, sviðsmunum, fólki o.s.frv.

En þó að tækninni fleygi fram, efast ég um að slíkt sé á færi Hubble, eða stjórnenda hans hvað þessa mynd varðar.

Þessi orðnotkun rímar alla vegna ekki við mína máltilfinningu.


mbl.is Endurgerði frægustu mynd sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Talar eins og Hubbel hafi fæðst komið sér upp og taki myndir breyti þeim og komi þeim á internetið alveg sjálfur.

Nasa endurgerði myndina með að láta Hubbel taka mynd, breyta henni síðan svo við gætum séð hana í svona fallegum litum. Ekki erfitt að skilja hversvegna þessi fyrirsögn sé skrifuð svona.

Gústaf (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 09:05

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gústaf  Þakka þér fyrir þessa ábendingu.  En Hubble hefur þá varla endurgert mynd sína, eða hvað?

Rétt eins og myndavélar gera ekki myndir eða hvað?  Taka myndavélar myndir?  Um það má sjálfsagt deila, jafnvel mætti halda því fram að rétt væri að segja að þær séu notaðar til að taka myndir. Að einhver taki myndir með með myndavél.

En hægt er að stilla margar myndavélar þannig að þær taki myndir að segja má sjálfar.  Ef til vill getur Hubble það.

En ég hef engan heyrt tala um að myndavélar endurgeri myndir.  Ég þekki ekki hvort Hubble er fær um slíkt.

Og ef myndirnir tvær eru skoðaðar, þá myndi ég sem ljósmyndari ekki segja að sú nýrri sé endurgerð þeirrar eldri.

Ekki frekar en mynd sem tekin er af Austurstræti í dag, er endurgerð myndar sem hefði verið tekin af nákvæmlega sama stað fyrir 25 árum.  Ef farið væri að stilla upp fólki á nákvæmlega sömu staði, bílar staðsettir eftir gömlu myndinni, o.s.frv, væri hins vegar eðlilegt að far að tala um endurgerð.

En ég er meira en tilbúinn til að heyra önnur sjónarmið og vera leiðréttur ef svo ber undir.

G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2015 kl. 09:52

3 identicon

Rétt þetta er bara nýmynd af sama stað, sem þeir tóku sem stjórna þessum sjónauka og gerðu síðan fullt við til að hún myndi líta út eins og þessi loka útkoma.

Ég er ekki faglærður ljósmyndari eins og þú og tek eiginlega ekki ljósmyndir, en ef mynd er tekin og aðilinn sem tekur hana bætir við litum og lagar til og hvað annað þá væntanlega er hann að gera eitthvað við myndina.

Mér finnst þetta bara ekki jafnkjánalega orðað og þér en finnst kjánalegt að halda því fram að "gerir" sé eitthvað sem eigi ekki við í þessu því þessi mynd var gerð af mönnum sama hvernig maður snýr því.

Gústaf (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 16:21

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gústaf  Enn og aftur þakkir fyrir þetta.

Það er rétt að taka fram að ég tala um mig sem ljósmyndara, en er hvorki faglærður né lögverndaður.  Tel það í sjálfu sér ekki skipta megin máli en vissulega hefði  áhuga mátt vera skeytt fyrir framan.

En við sem eintaklingar erum alltaf að gera eitthvað og margt aftur og aftur.

Það þýðir ekki að við endurgerum hlutina eða hreyfingarnar. 

Sá sem opnar mynd í Photoshop og lagar til liti, skerpir myndina, eða eyðir rauðum augum, endurgerir ekki myndina, samkvæmt minni máltilfinningu, því hann er alltaf að vinna með sömu myndina.  Hann lagar hana, eða breytir henni.

Hann endurskapar eða endurgerir hana ekki.

En þegar "hefðbundin" mynd er tekin, þ.e. án þess að við breytum uppstillingu eða öðru slíku, hef ég aldrei vanist því að tala um að "gera mynd".

Myndin er tekin.

Ef ég væri spurður:  Gerðir þú mynd af mömmu þinni, áliti ég að væri verið að spyrja mig hvort ég hefði teiknað eða málað mynd af henni.

Væri ég spurður: Tókst þú mynd af mömmu þinni, áliti ég að ég væri spurður hvort ég hefði tekið ljósmynd af mömmu.

Í þessu álít ég að munurinn felist.

G. Tómas Gunnarsson, 7.1.2015 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband