Barátta "öfgaaflanna"?

Ég hef ekki lesið bók Houllebecq, Soumission, líklega verður einhver bið á því. Ég er ekki það sleipur í Frönskunni.

En þetta er þriðji staðurinn sem ég sé minnst á bókina á tveimur dögum.  Hinir tveir voru bloggsíðum þeirra Egils Helgasonar og Haraldar Sigurðssonar.

Á bloggi Egils mátti lesa þetta stutta ágrip af söguþræðinum:

Bókin gerist 2022. Það ríkir óöld í Frakklandi, en um hana ríkir þögn í fjölmiðlum. Það er komið að kosningum, og nú gerist það að frambjóðandi nýs múslimaflokks, Mohammed Ben Abbes, vinnur stórsigur á Marine Le Pen. Áður hafa reyndar kosningar verið ógiltar vegna víðtækra kosningasvika. Abbes sigrar með stuðningi bæði hægri og vinstri manna.

Daginn eftir hætta konur almennt að klæðast vestrænum fötum. Þær fá styrki frá ríkinu til að hætta að vinna. Glæpum linnir í hættulegum hverfum. Háskólar verða íslamskir, og prófessorar sem streitast á móti því eru sendir á eftirlaun.

Það getur verið varasamt að draga stórar ályktanir af stuttu ágripi, en ég gat ekki varist því að upp í huga minn komu þriðji og fjórði áratugur síðustu aldar.

Þá tókust á, ekki hvað síst í Evrópu, tvær öfgastefnur, keimlíkar en samt svarnir andstæðingar.

Ógnaröldin hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr en þær gerðu bandalag.

En hvar ríkti óöld á götunum?  Hvar var konum bolað út af vinnumarkaðnum? Hvar fengu nýgift hjón hagstæð lán gegn því að konan væri heima?  Hvar voru skólar miskunarlaust "stjórnmálavæddir" og kennarastaða skilyrt flokksaðild?

Hvar hurfu glæpir af götunum, en voru "ríkisvæddir"?

Hvar sýndi almenningur ótrúlega undirgefni og breytti um stíl á stuttum tíma.  Tileinkaði sér tísku, menningu og lífstíl í "einingu við þjóðina"?

Næsta spurning sem dúkkaði upp í kollinum á mér var, skyldi vera minnst á gyðinga og samkynhneigða í bókinni?  Hver yrðu örlög þeirra undir slíkri stjórn?

Framtíðarsögur eru oft hrollvekjandi lesning.  Það er ekki oft sem bjartsýnin er við völd.  Upp í hugann koma bækur eins og 1984 og Brave New World.

En er rangt að skrifa svona bækur?  Ala þær á ótta, tortryggni og "phobium"?

Eða hvetja þær gagnrýna hugsun, vara við hættum?

Hvaða hefði verið sagt ef stjórnmálamaður hefði sett fram svipaða framtíðarsýn?  Eða eru þeir að því?

 

 

 

 


mbl.is Íslamski Svartiskóli Parísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband