Ég vil hvorki áróður frá kirkju eða borgaralegum presti á kennslutíma í skólum barnanna minna

Ég sá þessa frétt á vef DV.

Ég hef ekki skoðun á meginefni hennar, en staldraði við þar sem vitnað var í prest þjóðkirkunnar.

 

„Ég er auðvitað hlutdrægur því ég er í hinu liðinu en mér finnst þetta mikilvægt umræðuefni. Ég vil hvorki áróður frá kirkjupresti eða borgaralegum „presti” í kennslutíma í skólum barnanna minna.”

Ég tek heilshugar undir það sem hann segir, en myndi líklega umorða það á þennan veg:

Ég vil ekki áróður frá "prestum", kirkjulegum, borgaralegum eða frá öðrum trúarbrögðum á skólatíma hjá börnunum mínum.

Þar undir myndi að mínu mati falla kirkjuheimsóknir, þar sem prestur heldur tölu, á aðventunni, jafnt sem öðrum tímum ársins.

Það gerir "prestana" ekki óhæfa til kennslu, en þeir verða að gæta sín og virða hlutleysi eins og þeim er frekast unnt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband