Engin hefur verið að ógna Rússum - Alltaf sér maður eitthvað sem maður átti einu sinni

Það er ef til vill ekki rétt að enginn geti ógnað Rússum, en það hefur enginn verið að gera það.  Rússum hefur ekki stafað ógn af neinum - nema þá ef til vill helst sjálfum sér.

Rússum hefur ekki staðið ógn af fjársveltum herjum Evrópusambandslandanna.

Rússum hefur ekki staðið nein ógn af NATO, enda stóð NATO í hægu "dauðastríði", þangað til innrás Rússa í Ukraínu blés í það lífsandanum og gerði aðildarríkjum þess ljóst hversu nauðsynlegt það er og hvað svikull friðurinn getur verið.

Rússum hefur ekki staðið ógn af nágrannalöndum sínum, sem flest standa illa efnahagslega og hafa ekki haft uppi neinar hótanir í garð Rússa.

Það má hins vegar segja að býsna mörgum nágrannaríkum þeirra hafi staðið ógn af Rússum.

Bæði fyrr og nú.

En auðvitað er Putin að segja það hann veit að margir af þegnum hans vilja heyra.  Þeir vilja ekki heyra að þó að Rússland ráði yfir mesta landflæmi af öllum ríkjum heims og líklega meiri náttúruauðlindum en nokkurt annað, séu þeir efnahagslega lítið meira en meðalríki (þar tala ég ekki um meðaltal af öllum ríkjum).

En "meðalríki" með kjarnorkuvopn og það hefur ekki lítið að segja.

En líklega eru fá ríki hættulegri, en ríki með "sært stolt".

Svona eins og þeir sem segja "but I used to be somebody".  Eða eins og einn góður maður sagði á Íslenskunni, sem gæti auðvitað átt vel við Pútin:  "Alltaf sér maður eitthvað sem maður átti einu sinni".

 


mbl.is Pútín: Enginn getur ógnað okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér dettur í hug þegar ég sé svons röksemdafærslu ,fréttamannafundur þar sem einhver talsmaður bandaríska hersins var að sýna fram á árásargirni rússa.

Hann sagði að rússar væru komnir með óvígan her upp að þröskuldinum hjá NATO.

Einhver fréttamaður spurði hvort það gæti ekki verið af því að NATO væri búið að færa þröskuldinn alveg að landamærum Rússlands.Rússland væri búið að vera þarna mjög lengi.

Varðandi hvort rússumm stafar ógn af vesturlöndum.

Sennilega er það rétt að rússum stafar engin hætta af fjársveltum herjum Evrópu ,enda hafa Evrópuríkin engan áhuga á að stofna til átaka í álfunni.

Sama máli gegnir ekki um Bandaríkin.

Bandaríkin hafa staðið í stanslausum hernaði um allan heim síðanstliðin 14 ár.Það hefur ekki fallið úr eitt einasta ár og fórnarlömbin eru orðin mörg.

Undanfarið hafa þeir verið að koma upp eldflaugakerfum við landamæri Rússlands.Ég held að það megi segja með nokkurri sanngirni að þetta sé frekar ógnandi.

Ég held að þér þætti það frekar ógnandi ef það stæði maður við garðhliðið hjá þér með byssu og þú vissir að hann væri búinn að skjóta fjölda manns á undanförnum árum án nokkurrar ástæðu..

Borgþór Jónsson, 20.12.2014 kl. 19:26

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

NATO var dulítið "reiðulaust" bandalag þar til að Rússar réðust inn í Ukraínu. Ekkert hefur blásið meiri lífsanda í NATO í langan tíma.

Landamæri NATO eru vissulega komin að Rússlandi, enda sóttust Eystrasaltsríkin stíft eftir inngöngu, og í ljósi sögunnar er það skiljanlegt.  Þau sóttust eftir sterkum bandamönnum, til að tryggja sig gegn ofbeldi og yfirgandi Rússa sem hefur verið eins og rauður þráður í gegnum sögu þeirra undanfarna áratugi.

Í hvaða löndum sem eiga landamaæri að Rússlandi hafa Bandaríkin verið að koma upp eldflaugakerfum?

Það er hins vegar alveg rétt að Bandaríkin hafa átt í umfangsmiklum hernaði undanfarin 14 ár, en ég sé reyndar ekki ógnina fyrir Rússa í því.

Ef þú talar um "vopnaðan mann við garðhliðið", ætturðu að velta því fyrir þér hvernig nágrönnum Rússa líður.  Það eru ekki mörg nágrannalöndin sem Rússar/Sovétmenn hafa ekki ráðist inn og myrt milljónir manna.  Og heimtað og tekið af þeim landsvæði með ofbeldi og yfirgangi.

G. Tómas Gunnarsson, 20.12.2014 kl. 19:58

3 identicon

Tómas, þú ættir kannski að kynna þér sögu Rússlands betur áður en þú tjáir þig mikið um málið. Í langflestum tilfellum var Rússland einmitt að verjast árásum annarra þjóða sem ásældust landsvæði þess - Svíar, Finnar, Pólverjar, Þjóðverjar, Frakkar, Tyrkir ofl. Má kannski segja að meira hafi verið um árásagirni af hálfu Rússlands á tímum Sovétríkjanna, en sá tími er nú liðinn.

Það er heldur ekki alveg rétt að segja að Rússland sé það sama og Sovétríkin og öfugt. T.d. var þekktasti og áhrifamesti leiðtogi ríkjanna, Stalín, frá Georgíu.

Hvað varðar það að NATO sé "dulítið "reiðulaust" bandalag", þá er það lítið annað en heimska að halda því fram. Evrópuríkin hafa kannski verið treg til að fjármagna NATO, en BNA hafa upp á sitt einsdæmi alveg séð um að blása bandalagið upp úr öllu valdi -t.d. http://www.youtube.com/watch?v=UMvPlkyBOBQ

VAT (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 21:48

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Rússland/Sovétríkin (ég er reyndar sammála því að ekki er 100% um það sama að ræða, en engin hefur þó gert meira úr því en Rússland nútímans að þeir séu "erfingi" Sovétríkjanna) ráku það sem margir kalla nýlendustefnu í árhundruð. Sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/Russian_Colonialism

Það er hins vegar rétt að vissulega logaði Evrópa (og víðar) í sífelldum ófriði þar sem margir börðust fram og aftur um álfuna og eins og stundum er sagt, flestir höfðu einhverja "gamla kröfu" til landsvæða nær og fjær.

Það er langt í frá að Rússar hafi rekið einhverja passíva varnarstefnu í þeim hildarleikjum.

En ef tekið væri mið af sögunni langt aftur, ætti auðvitað t.d. að vera víggirðingar beggja vegna Ermasundsins, þannig að engin kæmist yfir "nema fuglinn fljúgandi".  En sem betur fer hafa flest ríki heims náð að fjarlægja sig frá slíkum hugsunarhætti.

Napóleon og Hitlers Þýskaland gerðu árás á Rússland/Sovétríkin eftir að hafa lagt mest allt meginland Evrópu undir sig.  Tortryggni gagnvart Þjóðverjum og Frökkum ætti því ekki að vera minni í öðrum löndum álfunnar en Rússlandi.

En það er auðvitað sárt þegar bandamaður Sovétríkjanna, eins og Hitler sveik það og réðist á það.  Þýskaland sem "keyrði" yfir Holland, Belgíu og Frakkland og Sovésku bensíni á meðan hermenn þess átu brauð úr Sovésku korni.  Stalín sendi jú Hitler heillaóskaskeyti þegar París féll.

Á meðan höfðu Sovétmenn frjálsar hendur til að myrða og flytja á brott hundruði þúsuanda í A-Póllandi og Eystrasaltslöndunum og "fundu tíma" til að ráðast á Finnland.

Er eitthvað skrýtið að þessi lönd líti með tortryggni til Rússlands, þar sem leiðtoginn er stuttu búinn að lýsa því yfir að Molotov/Ribbentrop samningurinn hafi verið "eðlilegur"?

NATO var dálítið "reiðulaust" bandalag, vegna þess að mörg bandalagsríkin voru að stórum hluta hætt að sjá tilganginn.  Þau hafa enda mörg ekki staðið við skilmála bandalagsins, hvað varðar útgjöld til varnarmála.

NATO var því oft að "leita að tilgangi".

En sú leit tók snaran enda þegar Rússar réðust inn í Ukraínu og bandalagið orði mikilægara en um áratuga skeið.

Styrkur þess er hins vegar mun minni en oft áður, en það er alveg rétt að honum er að mestu haldið uppi af Bandaríkjunum.

G. Tómas Gunnarsson, 21.12.2014 kl. 08:18

5 identicon

Putin veit alveg að það eru sömu öfl sem stóðu að valdaráni í úkraínu og á Sovétríkjunum forðum daga og reyndar að flestum valdaránum í gegnum tíðina.

Nú er Putin vonandi að takast að endurheimta landið úr klóm kolkrabbans. Hann stjórnar nú Rússlandi með hag almennings að leiðarljósi. Enda eru Rússar í milljarða samningum við BRICS, á meðan Evrópa er að fara á mis við viðskipti. Er EU að taka þátt í kostnaðinum af þessu valdaráni?

Benni (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 21:47

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Benni Nú verð ég hreinlega að viðurkenna að mig skorti ímyndunarafl (eða mikið af öli) til að skilja hvert þú ert að fara.

Úkraínska þingið tók völdin af fyrrverandi forseta.  Það var ekkert ólöglegt við það.

Putin hefur verið við völd beint og óbeint í Rússladni í að verða 17 ár.  Frá hverjum er hann að "endurheimta landið"?

Öll Bricks löndin eiga í vaxandi erfiðliekum á efnahagssviðinu, en við skulum vona að það standi til bóta.

Það er hins vegar alveg rét að "sambandið" á ekki síður við erfiðleika að  stríða.

Ukraína er, hefur verið, og mun verða um í það minnsta all nokkra framtíð "basket case".

Það kemur ekki síst til af því að þeir voru þess ekki megnugir að nýta sér þau "nokkur góð ár án Rússa" sem þeim gafst. Því fór sem fór.

G. Tómas Gunnarsson, 21.12.2014 kl. 21:59

7 identicon

Þú ættir kannski að hlusta á viðtalið við Udo Ulfkotte fyrrum ritstjóra Frankfurter Allemeine Zeitung þar sem hann lýsir því hvernig fréttafluttningurinn fer raunverulega fram. Ég hef reyndar ástæðu til að ætla að það sé í rauninni verra en hann þorir að segja.

Hugtök geta verið svolítið ruglingsleg. Ég ætti kannski að kalla kommúnistana plútókrata. Málið er að þeir eru afkvæmi sama kolkrabbans. Það er nú ekki langt síðan að Putin losaði sig við oligarkana. Það er t.d. hægt að sjá á youtube, heimildarþátt frá BBC hvernig Beresovski er að vinna gegn hagsmunum Rússlands. Það er kaldhæðnislegt að við tökum við þessu liði opnum örmum.  Mjög áhuga verður þáttur. Hann heitir russian godfathers 

Benni (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 15:08

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Er eitthað sem segir að Ulfkotte sé að segja sannleikann nú?

Staðreyndin er sú að fjölmiðlun hefur líklega aldrei verið fjölbreyttari og víðfeðmari

En enginn hefur gert sterkara tilkall til þess að vera "erfingi" kommúnistanna en Putin.  Enda efa ég að nokkur geti sett fram raunhæfari kröfur til þess.

En það eru engir betri í að framleiða og planta fréttum en Rússar, þar byggja þeir á gömlum merg og þar þekkir Putin sig.  Þeir eru eins og skátarnir, einu sinni KGB, alltaf KGB.

Putin hefur ekki losað sig við "oligarka" hann skipti þeim út, svo nú eru þeir honum þóknanlegir.

G. Tómas Gunnarsson, 23.12.2014 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband