Kúba suðursins á réttri leið?

Ég hugsa að flestir fagni auknum og bættum samskiptum Bandaríkjanna og Kúbu, en þó líklega ekki allir, og andstæðinga þess má líklega finna í báðum löndum og svo utan þeirra.

Það er í sjálfu sér ekki með öllu óskiljanlegt að misjafnar skoðanir séu á þessari stefnubreytingu hjá Bandaríkjunum.  Það eru oft uppi misjafnar skoðanir á því hvað mikil samskipti eigi að eiga við einræðis og ofbeldisstjórnir.  En til hins má líka líta að Kúbustjórn getur varla talist versta stjórnin sem Bandaríkin hafa átt samskipti við, þó að hún sé vissulega ógeðfelld.

En það mun líklega gefast betur að auka samskiptin, stækka glugga íbúa Kúbu til umheimsins og vonast eftir því að frelsi og lýðræði nái hægt og rólega að skjóta rótum á eyjunni.  Vonandi án stórra skakkafalla eða blóðsúthellinga.

En það er líka þarft að velta því fyrir sér hvers vegna Kúba er í þeirri stöðu sem þar ríkir?

Hvers vegna er eymdin og fátæktin svo mikil?

Fyrr á árum mátti gjarna heyra fullyrðingar í þá veru að ríki þriðja heimsins væru arðrænd og blóðsogin af hinum "illa vestræna heimi" og þar fóru Bandaríkin í fararbroddi, ef ég skyldi rétt.  Best væri fyrir fátæk ríki að eiga sem minnst samskipti við slíka kóna.

Nú er það aftur skortur á viðskiptum við Bandaríkin sem eru talin standa í vegi fyrir framþróun og velmegun á Kúbu. Og talað um grimmd og heimsku Bandaríkjamanna að hafa ekki átt í viðskiptum (svo neinum nemi) við ráðstjórnarríki þeirra Castrobræðra.

"Damned if you do, damned if you don´t" er stundum sagt á Enskunni.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Kúbanska þjóðin fagnar öll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á dögum kalda stríðsins var Cuba fjárhagslega háð sovézkum fjárframlögum. Þegar þau féllu frá samtímis með að viðskiptaþvinganirnar héldu áfram, þá varð útflutningur á sykri og vindlum ekki nóg til að framfleyta íbúum eyjunnar. Ef stjórnvöld hefðu ekki verið svo dogmatísk, þá hefði þessari neyð getað verið afstýrt með því að innleiða lýðræði án þess þó að leyfa bandarískum alþjóðafyrirtækjum að eyðileggja landið.

Að vísu er ekkert lýðræði af neinu tagi í Cuba og mikil spilling og niðurníðsla sem er falin. En heilbrigðis þjónusta er ókeypis fyrir almenning, ólíkt í USA, og þar ríkir kynja- og kynþáttajafnrétti, aftur ólíkt USA. Engin börn deyja úr sulti og vanrækslu í Cuba, ólíkt USA.

En viðskiptaþvinganirnar gegn Cuba sýna einnig ómælda hræsni Bandaríkjamanna. Helztu vinir USA meðal múslímalanda eru Pakistan, Egyptaland og Saudí-Arabía. Ekkert lýðræði eða jafnrétti tíðkast í þessum löndum. Það síðastnefnda er ólýðræðislegra en N-Kórea.

Skilgreining bandarískra yfirvalda á lýðræði er svona:

    • Öll ríki sem eru vinveitt USA og IMF eru lýðræðisríki.

    • Öll ríki sem eru fjandsamleg USA og/eða alþjóðabankakerfinu eru ólýðræðisleg.

    Pétur D. (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 11:20

    2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

    Og hví skyldi Kúba vera svona stödd, nema fyrir heljartök sósíalismans sem þeir Castrobræður hafa stýrt?

    Það er heldur ekki eins og Bandaríkin séu eina ríkið sem hægt er að eiga viðskipti við.

    Það er ekkert lýðræði á Kúbu og harkalegt ofbeldi af hendi stjórnvalda sem heldur flestu (heldur hefur verið reynt að milda stjórnarfarið upp á síðkastið) í heljargreipum og fangelsar flesta sem svo mikið sem malda í móinn.

    Því miður virðist það vera fylgisfiskur hins sósíalíska þjóðskipulags hvar sem það nær að festa rætur.

    Kúba menntar góða lækna, en heilbrigðiskerfið er ekki gott, þó að það kunni að vera án beinna greiðslna frá sjúklingum.

    Það má lesa um víða, t.d. í þessar grein frá al Jazeera, sem ég valdi, því varla geta þeir talist meðal þeirra sem lifa í "kanalyginni".  http://www.aljazeera.com/indepth/features/2012/06/201265115527622647.html

    Slíkur er lyfjaskorturinn að oft á tíðum er ekki einu sinni til asperin.

    En það er alveg rétt að Kúba væri ekki versta landið sem Bandaríkin ættu í viðskipata eða stjórnmálalegu sambandi við.

    Engan Bandaríkjamann hef ég þó heyrt tala um að S-Arabía væri lýðræðisríki, en það fer þó mun betur með þegna sína en N-Kórea, en það er önnur og sorglegri saga í "sigurgöngu sósíalismans".

    En út af hverju þarf Kúba á viðskiptum og fjárfestingu frá Bandaríkjunum að halda, eru ekki nægir "fiskar í sjónum"?

    G. Tómas Gunnarsson, 19.12.2014 kl. 12:33

    3 identicon

    "En út af hverju þarf Kúba á viðskiptum og fjárfestingu frá Bandaríkjunum að halda, eru ekki nægir "fiskar í sjónum"?"

    Vandamálið er að viðskiptaþvinganirnar frá USA þýða að öll evrópsk fyrirtæki sem eiga viðskipti við Cuba fara beint á svartan lista í Bandaríkjunum og geta þannig orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni. Þetta gildir einnig mexíkönsk fyrirtæki. Þess vegna verða þau að hætta við, enda þótt bæði Mexíkanar og Evrópubúar séu mjög hlynntir viðskiptunum. Það þarf varla að taka fram, að mexíkanska þjóðin lítur á Bandaríkjamenn sem helztu fjandmenn sína á öllum stigum.

    Pétur D. (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 19:36

    4 identicon

    Ástæðan firrir vilja Bandaríkja manna til að bæta samskipti þjóðanna er einföld og ogeðsleg. fundist hefur mikið magn af olíu i hafinu nálægt Kúbu

    Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 21:46

    5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

    @Pétur D.  Það er einfaldlega ekki rétt að Bandaríkjamenn stjórni því hver samskipti t.d. Evrópusambandsins, nú eða Kanada séu við Kúbu.

    Enda eiga Kanadísk fyrirtæki og Evrópsk (líklega ekki hvað síst Spænsk) drjúg viðskipti við Kúbu. 

    Ekki rekur mig til dæmis minni til þess að Air Atlanta hafi beðið tjón af því að fljúga til Kúbu.

    Hér má til dæmis lesa frétt um samskipti "Sambandsins" og Kúbu  http://thecubaneconomy.com/articles/tag/cuba-european-union-relations/

    En það getur verið erfitt að eiga viðskipti á Kúbu  http://thecubaneconomy.com/articles/2013/05/canadian-british-executives-face-corruption-charges-in-cuba/

    Vissulega beita Bandaríkin áhrifum sínum í þessu eins og öðru. 

    En það er líka vert að hafa í huga að þegar hungursneyð ríkti á Kúbu, voru Bandaríkin á meðal fyrstu ríkja til að bjóða fram aðstoð.  Aðstoð sem yfirvöld á Kúbu neituðu í upphafi að þyggja, og létu þegna sína frekar líða hungur.  Næringarskortur varð þá býsna útbreiddur og líklegt að sum börn hafi orðið fyrir varanlegum skaða.

    Ekki veit ég um olíulindir við Kúbu, þó að það sé alls ekki ólíklegt miðað við legu landsins.

    En olía er Bandaríkjamönnum ekki eins mikilvæg og oft áður.

    Við skulum hins vegar vona, ef rétt er að stjórnvöldum á Kúbu takist að höndla það það betur en hinum "sósíalísku félögum" þeirra í Venesúela hefur tekist.

    G. Tómas Gunnarsson, 20.12.2014 kl. 06:37

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband