Er ekki best að þeir sem njóti borgi?

Það er alltaf freistandi fyrir stjórnmálamenn að leysa málin með almennri skattlagningu. 

Náttúrupassi, Náttúrugjald og svo þar fram eftir götunum.

En hvað um að reyna eftir fremsta megni að þeir sem njóti náttúruperlanna borgi fyrir það og stuðli þannig að uppbyggingu þjónustu og aðstöðu í kringum þær.

Skyldu liggja fyrir einhverjar upplýsingar um þá sem kaupa gistingu á Íslandi og skoða ekki náttúrperlur?

Það að ætla að láta skatt á gistingu hlýtur að orka nokkuð tvímælis. 

Hvers vegna ætti sölumaður frá Akureyri, sem gistir eina nótt á hóteli á Egilsstöðum að borga sérstakan skatt til að byggja upp við náttúruperlur?

Verður lagt gistigjald, í samræmi við lengd dvalar, á alla húsbíla, hvert tjald og hjólhýsi sem kemur til landsins, eða verður treyst á að það verði innheimt á tjald og húsbílastæðum?

Þarf þá allt landsbyggðarfólk sem skreppur til höfuðborgarinnar og gistir á hóteli að borga skatt til að standa undir uppbyggingu í kringum náttúruperlur? 

Kosturinn við gistigjaldið, er að ríkið lætur aðra um að innheimta það og þarf ekki að leggja fram starfskrafta, tekur bara peninginn ef  svo má að orði komast.

Fyrir stjórnmálamenn hefur það líka þann kost að það er ekki "rekjanlegt" ef svo má að orði komast, það er að segja að það segir ekki söguna um hvaða náttúruperlur voru skoðaðir af þeim sem greiddu gjaldið, og auðveldara fyrir pólítíkusa að ráðstafa fénu, þangað sem þeir telja að það eigi að fara, heldur en t.d. til þeirra staða sem "öfluðu" mest af því.

En til lengri tíma litið tel ég að næsta óhjákvæmilegt að innheimta gjald á hverjum stað, á vinsælustu stöðunum, hvort sem þeir eru í eigu ríkisins eða einkaaðila.

Hvort að þeir sameinist svo um að gefa út sameiginleg kort eður ei, verður svo að koma í ljós hvort að áhugi er fyrir.

Það er sanngjörn lausn, að þeir borgi sem njóti og hefur að auki þann kost að eitthvert eftirlit og viðvera er tryggð á stöðunum.

P.S.  Gleymdi að minnast það hér í pistlinum og bæti því nú hér við.

Ef eingungis þeim sem gista á Íslandi, er ætlað að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum og náttúruperlum, tryggir það til dæmis að allir farþegar skemmtiferðaskipa, borga ekki krónu í þeirri uppbyggingu, þrátt fyrir að rútuferðir til að skoða náttúruperlur, séu afar vinsælar hjá slíkum ferðamönnum.

 

 


mbl.is Náttúrugjald í stað náttúrupassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er hægt að ná tekjunum á annan hátt en með náttúrugjaldi/passa.

Einfaldlega með því að selja veitingaþjónustu í hærra skattþrepinu.

Milljón ferðamenn greiða nú 7% VSK fyrir veitingar og þjónustu á veitingahúsum á meðan öll önnur þjónusta í landinu er seld með 25,5% VSK. 

Kolbrún Hilmars, 27.11.2014 kl. 15:39

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það eru í sjálfu sér til ótal leiðir fyrir rikisvaldið að ná peningum af hvoru tveggja almenningi og ferðamönnum.

Auðvitað má deila um hvað á að vera í lægra og hvað á að vera í hærra vsk þrepi.

Til langframa er best að aðeins sé eitt þrep og engar undanþágur.

En hví eiga þeir sem fara út að borða að borga sérstaklega til uppbyggingar ferðaþjónustu, frekar en þá einfaldlega í ríkissjóð?

Þarf að eyrnamerkja skattlagningu sem leggst að stórum hluta á almennign ferðaþjónustu sérstaklega?

Hvað er að því að þeir sem njóti ferðamannastaða/náttúruperla borgi fyrir það á staðnum?

G. Tómas Gunnarsson, 27.11.2014 kl. 17:06

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Staðargjald að ferðamannastöðum er hægt að rukka fyrir einstök fyrirbæri, líkt og gerist á söfnum.  Ekki í "sight-seeing" ef ferðafólk hefur ekki áhuga á nánari kynnum.  Og alls ekki með þegnskatti fyrir innlenda.  Það hefur RÚV skattgjaldið þó kennt okkur!

En af hverju ættu kokkar og þjónar að vera lægra settir en aðrar starfsstéttir hvað varðar virðisaukann?  Af hverju eiga "þeir sem fara út að borða" að greiða lægri VSK þar en fyrir alla aðra þjónustu? 

En ég er sammála því að aðeins ætti að vera eitt VSK þrep.  Ef eitthvað er talið ofur-mikilvægt, þá mætti bara sleppa VSKinum.

Kolbrún Hilmars, 27.11.2014 kl. 17:31

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er alls ekki að mótmæla því að það megi hækka vsk á veitingahúsum.  En ég tek hins vegar ekki undir að slík hækkun eigi að vera eyrnamerkt uppbyggingu í ferðaþjónustu, eða nokkru öðru.

Það er síðan engin ástæða heldur, til að þeir sem koma og ekki kaupa slíka þjónustu, eða mjög litla, greiði þá í raun ekkert fyrir aðgang að vinsælum ferðamannastöðum.

Ég held, eins og þú segir að það væru fyrst og fremst vinsælustu staðirnir (sem líklega þurfa mest á uppbyggingu að halda) sem yrði rukkað inn á.

En eins ég sagði í upphaflega pistlinum, þá tryggði það líka ákveðið eftirlit og viðveru.

G. Tómas Gunnarsson, 27.11.2014 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband