Getur einhver útskýrt þennan texta fyrir mig?

Kunningi minn sendi mér eftirfarandi texta, sem hann hafði séð á vefsíðu DV.  Þar er fjallað um breytingar á höfundaréttarlögum.  Textinn er svohljóðandi:

Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu stendur nú yfir vinna um breytingar á höfundaréttarlögum. Í umræðum um gagnasafn Ríkisúvarpsins á Alþingi í síðustu viku upplýsti Illugi Gunnarsson að til stæði að lengja gildistíma höfundaréttar: „Meðal annars vegna þess að listamennirnir eru farnir að lifa lengur en áður, þeir eru farnir að lifa heilbrigðara lífi og nauðsynlegt að tryggja það að höfundarétturinn hverfi ekki á meðan að listamennirnir eru á lífi.“ Samkvæmt 43. grein gildandi höfundalaga helst höfundaréttur gildur uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir lát höfundar.

Það er gott að listamenn séu farnir að lifa heilbrigðara lífi.  Því fagna allir og höfðu beðið eftir í ofvæni.  En hvernig það veldur því að þurfi að lengja gildistíma höfundaréttar, sem er bundinn við ákveðinn árafjölda eftir andlát listamannsins, er mér hulinn ráðgáta.

Er einhver ástæða til að breyta því, eða er of lítið að gera í ráðuneytunum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband