Of mikið af því góða? Hvað skal til bragðs taka?

Hver er stefnan í ferðaþjónustu á Íslandi?  Að hve miklu leyti er hægt að stýra fjölda ferðamanna?  Hvert er hægt að stýra honum? Hvað tæki eru best til að stýra honum?

Allt í einu virðist eitt af stærstu áhyggjuefnum Íslendinga vera of stríður straumur ferðamanna til landsins.   Hvað skal til bragðs taka?  Eru góð ráð nú dýr?

Vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru umsetnir ferðalöngum, og ef marka má frásagnir eru þeir að troðast niður.

Á sama tíma virðist stór hluti Íslendinga firrtast við, ef þeir heyrast minnst á það að ferðamenn þurfi að greiða fyrir aðgang að nokkrum þeim stað sem þess virði er að bera augum á Íslandi.

Slíkt er talið merki um "græðgisvæðingu", "óhefta frjálshyggju", "glæpamennsku" og þar fram eftir götunum. 

En hvað er þá til ráða?

Á að takmarka ferðir farþegaskipa til landsins?  Setja kvóta á millilandaflug? Seljaleyfi til ferðamanna við komuna til landsins? Skylda ferðamenn til að dvelja ákveðinn hluta ferðar sinnar á þéttbýlistöðum?  Eða einfaldlega gefast upp, nota hina hefðbundnu Íslensku aðferð, rífast um málið en gera ekkert í því?

En það mál líka lesa fréttir af Íslensku ferðaþjónustufyrirtæki sem hefur hækkað gjaldskrá sína um 100%, tekið við sívaxandi fjölda ferðamanna, rukkar jafnvel ferðamenn fyrir að skoða umhverfis fyrirtækið og ræður við hlutverk sitt.  Og ef ég hef skilið rétt skilar vaxandi hagnaði.

En hér erum við auðvitað að tala um fyrirtæki sem notar "iðnaðarúrgang", en ekki "náttúruperlu".  Því er þarf ekki að eiga von á því að Ögmundur eða aðrir "lukkuriddarar" fari hamförum "við kassann" hjá því.

Þeir þurfa heldur ekki óttast að einhver ráðherra vilji selja aðgang að þeim í gegnum "náttúrupassa".

Þeir geta byggt upp sína ferðaþjónustu á eigin forsendum og rukkað fyrir hana, rétt eins og eðlilegt er.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ferðaþjónusta gæti eyðilagst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband