Nixon hvað?

Let them deny it, er svar sem yfirleitt er eignað Nixon fyrrverandi Bandaríkjaforseta, en stundum kollega hans Johnson, eða Joseph McCarthy.  Perónulega hef ég þó ekki getað fundið beina tilvitnun í neinn þeirra, en það er önnur saga.

En þetta "orðatiltæki" er það sem kemur fyrst upp í hugann þegar lesnar eru fréttir af frétt DV um meintan þrýsting Hönnu Birnu á Stefán Eiríksson lögreglustjóra.

Annað sem kemur reyndar einnig upp í hugann er hugtakið "að pönkast á einhverjum", en ég man reyndar fyrst eftir því að hafa heyrt það í tengslum við samræður ritstjóra og blaðamanns á því sama DV.

Síðan stökkva til "álitsgjafar" og "hanga á" "fréttinni" og ýmsum finnst að neitunum sé ekki nógu skýr og því hljóti fréttin að vera rétt.

Let them deny it.

Til þess er leikurinn gerður.

Auðvitað á ég, rétt eins og almenningur allur enga leið til að ganga úr skugga um hvort fréttin er rétt eða röng.  Við verðum einfaldlega að ákveða hvort við trúum Stefáni Eirikssyni, eða DV.

Og þó að ég reikni með að flestir trúi Stefáni, alla vegna er engin vafi í mínum huga, þá er til staðar efi í hugum margra.

Til þess er leikurinn gerður.

Let them deny it.

Látum þá neita því.

 

 


mbl.is Stefán: Hætti ekki vegna þrýstings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar er setning eignuð Lyndon B. Johnson.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 23:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Takk fyrir það.  Eins og ég segi í upphafi þetta svar oft verið eignað Nixon, Johnson, eða stundum jafnvel McCarthy.

En það er mjög algengt að eigna þetta Nixon, prófuðu t.d. að gúgla á Íslensku, "látum þá neita því".

En ég hef hvergi séð afdráttarlausa beina tilvitnun sem eignar þetta neinum þeirra, en hlekkur á slíka væri vel þegin, ef einhver hefur.

G. Tómas Gunnarsson, 30.7.2014 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband