Ótrúleg framkoma

Framkoma svokallaðra "aðskilnaðarsinna" í Ukraínu hefur verið með eindæmum, allt frá því að Malayíska þotan var skotin niður.

Framkoma þeirra gerir ekkert nema að styðja við þá kenningu að þeir hafi skotið hana niður, flest bendir enda í þá átt.

Allt frá því að vélin var skotin niður hafa þeir gert rannsóknarstarf erfitt, tafið framkvæmd þess og sýnt þeim er létu lífið og aðstandendum þeirra ótrúlega fyrirlitningu.

Vegna þessa, eins og fram kemur í fréttinni, eru líkamsleifar enn á víðavangi, dreifðar um stórt svæði.  Vegna framkomu "aðskilnaðarsinna" hafa illa innrættir einstaklingar á meðal almennings og "aðskilnaðarsinna" sjálfra látið greipar sópa um eigur hinna látnu.

Að baki standa Rússar og gera ekkert til að róa ástandið, heldur virðast heldur auka í stuðnings sinn við "aðskilnaðarsinna" og verða því að teljast bera beina og óbeina ábyrgð á ástandinu og framferði "aðskilnaðarsinna".

 

Vergeef ons, NederlandcoverNewsweek PUtin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Læt hér fylgja með forsíður frá tveimur mismunandi fjölmiðlum sem gripu athygli mína í gær.  Þeir sem hafa áhuga á að lesa umfjöllun Newsweek um stjórnarhætti Putins, fylgi þessum tengli.


mbl.is Líkamsleifar á víðavangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú ekki einn af þessum "vitringum" sem studdir "aðskilnaðarsinna" í Bosníu, og svo maður tali ekki um Kosov á sínum tíma.  Þú ert kanski svo vitgrannur, að þú gerir þér ekki grein fyrir, að á þeim tíma studdir þú rétt fólks til að ákveða sína eigin framtíð, og rífa sig frá aðal ríkinu í því samhengi.

Þar með, hafa aðskilnaðarsinnar í Ukraínu fullan rétt í sínu máli ... samkvæmt þínum eigin rökum, sem þú færðir í Kosov málinu.

Að maður er svo pólitískt heilaþveginn, að maður vilji ekki styðja Putin vegna þess að hann sé rússi og gamall kgb. Get ég skilið ... ekkert slæmt við það.  Það er enginn ástæða að treysta á hann.  Hann er gamall KGB, og undirförull andskoti sem hefur alltaf eitthvað í pokahorninu. Enginn spurning.

ENN ... og hér kemur trompið ... að maður skuli, eftir 70 ár af nazista hatri.  Ganga á band nazista í Ukraínu, bara að því að andstæðingar þeirra séu rússar.  Er alveg geðveikt.

Er þetta allt í einu orðið vinsælt að styðja nazista í heiminum, eftir að George Bush varð forseti.  En eins og allur heimurinn veit, þá varð þess fjölskylda í bandaríkjunum rík á nazista gulli.  Sem var tekið af líkum dauðra gyðinga.

Ég held fólki væri nær, að hugsa sig vel um. Áður en þeir eins og blindir kettlingar samþykkja allt sem kaninn segir.  Því það er ekkert gáfulegra, en að samþykkja allt sem gamli KGB foringinn segir.

Þú ættir að vera svolítið víðsínni, og skoða aðrar umræður en bara einhliða umræður kanans, og Evrópu.  Sem í flestum tilvikum, er bara hernaðar áróður.  Svona svipað eins og Colin Powel, og "weapons of mass destruction" í Írak.  Sem hefur ekkert haft annað í för með sér, en algjöra kaós og dauða miljóna saklausra einstaklinga í kjölfarið.  Ábyrgð á sundrungu mið austurlanda, er í höndum kanans.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 08:50

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég var ekki ákafur stuðningsmaður sjálfstæðis Kosovo, þó að það skipti ekki öllu máli hér.  19. febrúar 2008 skrifaði ég:

Ég get ekki séð að það sé sérstök ástæða til þess að fagna því að til verði eitt smáríki í viðbót í veröldinni, en það er þó ekki heldur nein ástæða til þess að leggja steina í götu þess.

Vissulega er Balkanskaginn að verða heldur óálitlegt "púsl" smáríkja og hætta á því að viðsjár aukist.  En viðmiðið hlýtur þó að eiga að vera sjálfsákvörðunarréttur íbúanna.

Það sem margir óttast hins vegar er fordæmið.  Hvað með Taiwan, hvað með Tyrki á Kýpur, hvað með Quebec?  Hvað með hin ýmsu ríki Rússlands?  Hvað á að gera ef smáeyjar hér og þar fara að lýsa yfir sjálfstæði?  Hvað með Kurdistan?

Alþjóðalög eru hins vegar ótvíræð, og eftir þeim er ekki hægt að lýsa yfir sjálfstæði nema með samþykki þess sem lýst er sjálfstæði frá.

En mig rekur ekki minni til að Putin og Rússar hafi verið kyndilberar fyrir mannréttindum eða sjálfsákvörðunarrétti landsvæða, all vegna ekki í Chechnyu.  

Það má enda velta því fyrir sér hvoru megin í þessari deilu eru "meiri" fasistar.

Það má líka velta vöngum yfir þrálátum orðrómi um fjárstuðning Rússa við fasískar hreyfingar í Ukraínu.  

Það er enda svo að þó að "traustur vinur" geti gert kraftaverk, eru "traustir óvinir" oft ekki síður nauðsynlegir.  Allir "óvinir" Sovétríkjanna/Rússlands hafa yfirleitt fengið á sig "fascisti" stimpilinn.

En það sem gerir Ukraínu líka öðruvísi er sagan.  

Ef ríki níðist svo áratugum og árhundruðum saman á landsvæði undir sinni stjórn, myrðir, sveltir og flytur á brott íbúana með skipulegum hætti, og flytur inn sína eigin þegna, á þá hinir "nýju þegnar" og afkomendur þeirra að ráða framtíð þeirra landsvæða þar sem þeir kunna að vera í meirihluta á?

Innlimunin á "Krím", var eins og eftir handbók og ber sterk líkindi með innlimun Eystrasaltsríkjanna í Sovétið 1940/1941.

Þú (Bjarne) ert ef til vill einn af þeim sem enn trúir að það hafi allt verið með eðlilegum hætti og ríkin sótt um að verða Sovétlýðveldi?

Rússland/Sovétríkin/Rússland hafa um langt skeið gengið fram með ofbeldi gagnvart nágrönnum sínum.

Þó að engin leið sé fyrir leikmann eins og mig að kynna mér málið til hlýtar og rannsaka á eigin spýtur.  Ég hlýt að sætta mig við það sem ég les og aðrir segja mér.

En í ljósi þeirra upplýsinga sem ég hef aflað mér og í ljósi sögunnar, á ég ekki erfitt með að taka afstöðu gegn Rússum og handlöngurum þeirra (hinir svokölluðu aðskilnaðarsinnar) í þessari deilu.

G. Tómas Gunnarsson, 27.7.2014 kl. 12:14

3 identicon

Það ríkir engin óvissa um hvaðan flugskeytinu var skotið á loft.  Það var vitað nokkrum sekúndu brotum, eftir að því var skotið á loft. Tæknin til að gera það er aðallega radar, en með radartækni af árgerðinni 1938, er hægt að staðsetja svona eldflaugaskot í 150 mílna fjarlægð af þó nokkurri nákvæmni..

 Í dag er nákvæmnin enn meiri og fleiri tæki notuð.  Það ríkir sem sagt nákvæmlega engin óvissa um hvaðan flugskeytinu var skotið og að það var langt inná yfirráðasvæði "uppreisnarmanna" í A-Úkraínu.  Það eina sem við vitum ekki er hvort rússneskir hermenn eða rússneskir málaliðar stóðu að skotinu.  Við vitum með öðrum orðum ekki hvort Pútín eða Pútín ber ábyrgð...  Eins vitum við ekki hvort um óviljaverk er að ræða.  Persónulega dreg ég það í efa, aðallega af tveimur ástæðum:  Hreint tæknilegum:  Menn ruglast ekki á flugvél í 20þ feta hæð og 30þ feta hæð og svo hinu, að slíkt gæti gömlu mönnunum í KGB dottið í hug sem "game changer", með því að klína þessu á Úkraínumenn.  Í þessu sambandi er rétt að benda á sprengjutilræði frá 1999-2000, sem sett voru á svið, til að hefja seinna Checheníu stríðið. Þar voru nokkur hundruð Rússar drepnir, til að tryggja kjör Pútíns og eins til að ganga endanlega á milli bols og höfuðst á Checenum (Kíkið á bókina "Blowing up Russia..." Fæst á Amazon.com). 

Landinu er nú stjórnað af gömlum KGB foringjum.  Þeir eru það siðlausasta af öllu siðlausu í Rússlandi og eru "innvígðir og innmúraðir" í mafíuna þar í landi.  Þessi tvö öfl, KGB og mafían hafa unnið saman í fjölda mörg ár þar austur frá.  Sérstaklega hefur það verið áberandi frá því um 1990, við hluti eins og fjárkúgun, þjófnaði og morð.

 Vinur okkar hér að ofan Bjarne Örn, hefur greinilega kynnt sér málin vel.  Gallinn er bara sá að allar "upplýsingar" sem koma frá Rússlandi þarf að skoða í því ljósi að vel yfir 90% af "fjölmiðlun" þar í landi er stjórnað úr ráðuneyti "upplýsingamála".  Það er sem sagt ekki líklegt að þar sé mikinn sannleika að vinna, frekar en í áróðursritum frá Göbbels á sínum tíma.  Notaðar eru auk þess sömu aðferðir.  Sama ruglið endurtekið sí og æ, þangað til einhver fer að halda að það sé rétt.  Þetta á t.d. við um nasista í Úrkaínu.  Þeir fengu 10% í síðustu kosningum þar í landi, sem er ívið minna en nær öllum nágrannalöndunum.  

Guðmundur R. Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 16:53

4 identicon

Maður verður að passa sig a að trúa ekki einu orði sem kemur ur fjölmiðlum og muna að næstum öll strið hafa byrjað með FALSE FLAG

 http://21stcenturywire.com/2014/07/25/mh17-verdict-real-evidence-points-to-us-kiev-cover-up-of-failed-false-flag-attack/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 20:41

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er ekki óeðlilegt að skiptar skoðanir séu um málið og nú til dags má finna stuðning við svo gott sem hvað "crackpot" hugmynd eða samsæriskenningu á internetinu.

Persónulega nenni ég ekki að elta ólar við vitleysuna sem kemur frá RT, eða kenningar um að "gömul" lík hafa verið í Malayísku flugvélinni sem skotin var niður yfir Ukraínu.

En frelsið er yndislegt, hver ræður sínum tíma og er frjáls að sínum skoðunum.  

G. Tómas Gunnarsson, 28.7.2014 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband